Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 28
Olga Hákonsen
Hjúkrun áfenqissjúklinqa á
brááadeild I
Grein þessifjallar urn sjúklinga sem lagðir eru inn á almenn bráðasjúkrahús vegna and-
legra eða líkamlegra sjúkdóma og reynast auk þess vera áfengis- og/eða vímuefnaneytend-
ur. Tíðni slíkra innlagna á bráðasjúkrahús hefur aukist samfara aukinni neyslu áfengis og
vímuefna án þess þó að heilbrigðisþjónustan hafi brugðist við á faglegan hátt. Þó nýjar
kenningar um viðhorf til áfengissýki hafa litið dagsins Ijós ríkir enn víða kunnáttu- og
skipulagsleysi varðandi þessi mál sem getur haft áhrif á bata sjúklinga. Greinin er súfyrri
af tveimur um þetta efni. Hér erfjallað almennt um þessi vandamál innan bráðaþjónust-
unnar, lýðfræðilega þœtti sem tengjast þeim, óöryggi og kunnáttuleysi heilbrigðisstarfsfólks
og sjúklinga, nauðsynlega viðhorfsbreytingu og að lokum mögulegar leiðir til úrbóta. Að
hluta til eru viðtöl við fimm deildarstjóra á bráðasjúkrahásum í Reykjavík lögð til grund-
vallar. Síðari greininfjallar meðal annars um áhrif áfengis á líkamann, mat og
hjúkrunargreiningar við hjúkrun áfengissjúklinga á bráðasjúkrahúsi.
Olga Hákonsen er á leið til
framhaldsnáms í hjúkrun
fíkniefnasjúklinga í
Bandaríkjunum í haust.
Inngangur
A síðari árum hefur neysla áfengis og annarra vímuefna
aukist til muna á Vesturlöndum. Þrátt fyrir að allflestir
geti neytt áfengis án þess að hljóta skaða af, er talið að
8-10% af öllum almenningi drekki áfengi eða neyti
annarra vímuefna þannig að heilsu eða félagslegri velferð
þeirra sé ógnað (Tóinas Helgason, 1988; Pires, 1989).
Fylgifiskur mikillar áfengis- og vímuefnaneyslu er aukin
tíðni slysa og sjúkdóma sem hafa sett sitt mark á heil-
brigðisþjónustuna með auknu álagi og kostnaði. Sam-
kvæmt bandarískum könnunum er talið að 30-60% allra
einstaklinga, sem leita eftir þjónustu á bráðadeild, séu
þar vegna ástæðna er tengjast neyslu á áfengi eða öðrum
vímuefnum (Duphorne, 1992; Schenk, 1991; Pires,
1989). Þessir einstaklingar leita sér oft aðstoðar vegna
líkamlegra eða andlegra kvilla sem tengjast neyslunni, en
eru auk þess ógreindir ofneytendur á áfengi eða önnur
vímuefni. Meðferð þeirra á bráðasjúkrahúsi beinist fyrst
og fremst að andlegum eða hkamlegum kvörtunum, sem
oft tengjast neyslunni, án þess að faglega sé tekið á hinum
raunverulega vanda sem er áfengis- og vímuefnaneyslan
(Barry, 1989; Tweed, 1989).
A Islandi eru ekki til nákvæmar upplýsingar um um-
fang þessa vanda, en samkvæmt munnlegum heimildum
hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítalans leitar
noltkuð stór hópur áfengis- og/eða vímuefnaneytenda
þangað, annað hvort vegna neyslunnar sjálfrar eða af-
leiðinga hennar.
Tilgangur þessarar greinar er að hefja máls á og
vekja hjúkrunarfræðinga til vitundar um þessi mál. Sér-
staklega þar sem hjúkrunarfræðingar eru oft í lykilað-
stöðu til að koma í veg fyrir að sjúklingur fái lífshættuleg
fráhvörf þegar neyslu er snögglega hætt eins og við inn-
lögn á sjúkrahús.
Vi&horfsbreytingar
Með aukinni þekkingu hin síðari ár á eðli, orsökum og
afleiðingum áfengis- og/eða lyfjafíknar hafa viðhorf al-
mennings til víinuefnaneytenda breyst. Stutt er síðan
drykkjusjúklingar voru útskúfaðir úr samfélaginu og
létust oft á unga aldri. Á undanförnum 20-30 árum hafa
nýja kenningar og hugmyndir um meðferð áfengissjúkra
litið dagsins ljós. Sú hugmynd, sem mestri viðurkenningu
hefur náð í Bandaríkjunum og á Islandi, byggist á svo-
kölluðu læknisfræðilegu líkani (medical model). í stuttu
máli er þar stuðst við þrjár grunnhugmyndir: Ofneyslu er
lýst sem ólæknandi sjúkdómi sem þróast eftir skilgreindu
lífefnafræðilegu ferli. Til að forðast fráhvörf, sem geta
verið lífshættuleg, myndar líkaminn þol sem sífellt kallar
á stærri skainmta af vímuefninu. Eina leiðin út úr þessum
vítahring er afeitrun hkamans og algjört bindindi (Wade
og Tavris, 1990). Þótt læknisfræðilega líkanið sé umdeilt
er Jiað enn Jiá viðurkennt af stórum bandarískum heil-
brigðissamtökunum t.d. lækna og hjúkrunarfræðinga.
Samkvæmt skilgreiningu bandarísku hjúkrunarsam-
takanna er áfengissýki lýst Jiannig, að hegðun sjúklings-
ins einkennist af áráttu, stjórnleysi og stöðugri ofnotkun
þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar neyslunnar (Jack,
1990).
Lý&fræ&ilegir þættir
Oftast er auðvelt að þekkja þá sjúklinga sem komnir eru
á síðustu stig sjúkdómsins, en Jiað Jiarf skarpa athyglis-
gáfu og markvisst hjúkrunarmat til að finna sjúklinga
76
TÍMARIT HJÚKIIUNARFRÆÐINGA 2.-3. thl. 71 árg. 1995