Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 41
ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Ásta Möller, formaður M \ ' \ilw ■ U' I \ j * • fNr f n v-< ■Lj " J Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga ‘94-’95 ásamt formanni. Hildigunnur, Hrafnliildur, Asta, Lilja, Ingibjörg, Hjördís, Sigríður, Kristín og Jóhanna. A fuUtrúaþmgi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga flutti Ásta Möller, formaður félagsins, skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1994-1995. Hér á eftir fer útdráttur úr skýrshumi, en hún er hirt í heild sinni í hefti seni útgefið var fyrir fulltrúaþingið, ásamt ársskýrslum svæðisdeilda, nefnda, fagdeilda og ráða félagsins Skýrsluna er liægt að nálgast hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. vörsluforriti og nýjum skjalaskáp til að auðvelda aðgang að skjölum félagsins. Ilér á eftir verður tæpt á helstu atriðum í starfsemi félagsins og taka þau mið af starfsáætlun sem samþykkt var á stofnfundi félagsins: • Samstaða hjúkrunarfræbinga í nýju félagi Það er mat stjórnar félagsins að vel hafi tekist til með sameiningu hjúkrunarfræðinga í eitt félag. Helstu atburðir ársins á vettvangi félagsins voru vel heppnaðir og stuðluðu að aukinni samstöðu hjúkrunarfræðinga og má þar nefna stofnfund félagsins í janúar, faglega ráð- stefnu, „Hjúkrun 94“, í apríl 1995, hjúkrunarþing í lok olctóber, en einnig fyrsta kjarasamning félagsins sem undirritaður var 30. maí 1995. Blómlegt og kröftugt starf í svæðisdeildum og fagdeildum auk öflugs trúnaðar- mannakerfis hafa styrkt innviði félagsins. Einnig má nefna nýtt félagsmerki svo og markvissa útgáfu á faglegu og fréttatengdu efni, hæði af starfsvettvangi hjúkrunar- fræðinga og af vettvangi félagsins. Einnig er ljóst að umræður um starf, menntun, ábyrgð og laun í kjölfar verkfalls sjúkraliða í nóvember-desember hefur þjappað hjúkrunarfræðingum saman. Fjöldi félaga Skráðir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga voru 2675 talsins í árslok 1994, þar af var 1981 hjúkrun- arfræðingur sem tók laun skv. kjarasamningi félagsins og greiddi félagsgjöld skv. samþykkt stofnfundar félagsins. Stjórn Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfsárið 1994-1995 var óbreytt frá stofnfundi í janúar 1994 að öðru leyti en því að Jóhanna Bernharðsdóttir tók sæti ritara stjórnar félagsins frá 1. júlí 1994 til 1. febrúar 1995 vegna tímabundinna starfa Hrafnhildar Baldurs- dóttur erlendis. Stjórnin hélt 38 stjórnarfundi á starfstímabilinu. Að auki voru haldnir 3 fundir í félagsráði. Rekstur skrifstofu Þjónusta, sem skrifstofa félagsins veitir félagsmönnuin, jókst jafnt og þétt á árinu. Uthúið var nýtt tölvukerfi fyrir félagaskrá, upplýsingar um sjóði'félagsins þ.e. starfsmenntunarsjóð, orlofssjóð og vísindasjóð, voru sett- ar á tölvutækt form. Þá var nýr skjalalykill, til flokkunar skjala og skjalavörslu, tekinn í notkun ásamt skjala- • Hugmyndafræöi félagsins Hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá félaginu til að liafa umsjón ineð vinnu við framsetningu á hugmyndum félagsins og stefnumótun í lijúkrunar- og heilbrigðismálum. Stefnt er að því að afrakstur þeirrar vinnu verði til umfjöllunar á næsta hjúkrunarþingi félagsins árið 1996. • Stofnun svæöisdeilda og fagdeilda Allar svæðisdeildir félagsins, 9 talsins, hafa verið stofnað- ar, sú síðasta í Reykjavík í mars sl. Athugasemdir hafa borist stjórn félagsins frá svæðisdeildunum um tengsl milli svæðisdeilda og stjórnar og um þátt þeirra í ákvarð- anatöku félagsins. Stjórn hefur þessar atliugasemdir nú til athugunar. 12 fagdeildir hafa þegar verið stofnaðar. Stjórn félagsins ákvað í byrjun starfsárs að styrkja erlend tengsl fagdeildanna með jiví að greiða eitt apexfargjald á ári fyrir jiá sem sitja í stjórnum norrænna, evrópskra eða alþjóðlegra systursamtaka og/eða eiga sæti í undir- búningsnefnd fagráðstefna í útlöndum. Formenn fag- deildanna sitja í félagsráði og er almenn ánægja með það fyrirkomulag. TIMARIT IIJUKRUNARTRÆÐINGA 2.-3. tl>l. 71 árg. 1995 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.