Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 42
1 mörgu er að snúast. • Úttekt á ráðningarsamningum hjúkrunar- fræ&inga um allt land Félagið hefur aflað upplýsinga um ráðningarsamninga hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum um allt land. Félagið hefur einnig aðstoðað félagsmenn, sem starfa hjá öðrum en ríkinu, við gerð ráðningarsamninga til að tryggja réttarstöðu þeirra. Ráðningarsamningar hjúkrun- arfræðinga um greiðslur umfram lágmarksákvæði kjara- samnings eru mismunandi og taka gjarnan mið af stað- bundnum aðstæðum. Frá gildistöku nýs ltjarasamnings félagsins hefur ítrekað verið reynt að segja ráðningar- samningunum upp að undirlagi stjórnvalda. Félagið hefur aðstoðað hjúkrunarfræðinga í þessari baráttu eftir mætti, m.a. veitt þeim upplýsingar um réttarstöðu þeirra og útvegað lögfræðilega aðstoð. Deild eftirlaunaþega hefur einnig verið stofnuð með meira en 250 félögum. • Hjúkrunarþing Fyrsta hjúkrunarþing félagsins var haldið 29. október 1994 undir yfirskriftinni „Samskipti/fagmennska“. Flutt- ir voru fyrirlestrar og síðan rætt í hópum um spurningar er tengdust inálefni þingsins. Á annað hundrað manns sátu þingið. • Gerb kjarasamninga Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Fyrsti kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga var undirritaður 30. maí 1994 eftir 5 mánaða formlegar samningaviðræður. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 1994 til 31. desember 1995 en í honum er endurskoðunarákvæði sein felur í sér að verði almennar launabreytingar hjá helstu launþegasamtökum á samningstímabilinu verði hafnar viðræður um sams konar breytingar á sainningi hjúkrunarfræðinga. Helstu markmið félagsins við gerð nýs kjarasamnings voru að bæta kjör hjúkrunarfræðinga en auk jiess var lögð áhersla á að almennir hjúkrunarfræðingar hefðu mögu- leika á launahækkunum vegna aukinnar faglegrar færni, ábyrgðar og menntunar. Samningur við Tryggingastofnun ríkisins um hjúkrun í lieimahúsum Samningi félagsins við Tryggingastofnnn ríkisins um hjúkrun í heimahúsum var sagt upp 30. október sl. og rann hann út 1. inaí sl. 011 ákvæði samningsins eru J)ó í gildi þar til nýr samningur hefur verið gerður. Þegar eru hafnar samningaviðræður við TR um gerð nýs samnings. 25 hjúkrunarfræðingar í 20 stöðugilduin hafa leyfi til að starfa sjálfstætt við hjúkrun í heimahúsum skv. samningnum. • Útgáfa fréttablaðs og fagtímarits A starfsárinu voru gefin út 6 tölublöð Fréttablaðs hjúkr- unarfræðinga, 2 tölublöð Tímarits hjúkrunarfræðinga og að auki 1 töluhlað sameinaðs frétta- og fagtímarits, en ákvörðun um sameiningu hlaðanna var tekin í árslok 1994. Utgáfa á vegum félagsins hefur verið öflugt tæki til að miðla upplýsingum um félagsleg og fagleg málefni til félagsmanna og annarra, en blaðinu er dreift víða innan stjórnkerfisins og til fjölmiðla. Margoft hefur verið vitnað í efni fréttablaðs félagsins í fjölmiðlum á starfsárinu. • Félagsmerki Félagsmerki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú verið hannað og útbúnar tvær tegundir af einkennisnæl- uni. Einnig liafa ýinsir munir verið úthúnir til sölu og kynningar á félagsmerkinu. Nú er í undirbúningi að gera félagsfána úr taui. Settar hafa verið reglur um notkun merkisins og einkennisnælu til að tryggja tilhlýðilega notkun jiess. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hannaði merkið, en hún starfar hjá Auglýsingastofunni AUK, en merkjanefnd félagsins bar ábyrgð á verkinu. Stjórn félagsins liefur staðið að víðtækri kynningu á félagsmerkinu bæði meðal félagsmanna og almennings. Markmiðið er að ljóst sé að merkið standi fyrir hjúkrun og að hjúkrunarfræðingar geti aðgreint sig frá öðrum heil- brigðisstéttum á heilbrigðisstofnunum. í Jieim tilgangi voru úthúin veggspjöld með merki félagsins sem dreift var á vinnustaði hjúkrunarfræðinga og auglýst í Strætisvögn- um Reykjavíkur í nóvembermánuði sl. Veggsjijaldið hang- ir nú víða þar sem hjúkrunarfræðingar eru að störfum. • Áhrif hjúkrunarfræöinga innan heil- brigðisþjónustunnar A starfsárinu leituðu stjórnvöld til félagsins um álitsgerð- ir, umsagnir og tilnefningar í nefndir í ýmsum málefnum. 90 TIMARIT H.IÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.