Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 44
2.6.’94. Félagsfundur eftir kjarasamninga. 170 manns mœttu. lista, en einnig ýmis mál er varða réttarstöðu hjúkrunar- fræðinga, s.s. vegna uppsagna ráðningarsamninga hjúkr- unarfræðinga á sjúkrahúsum í þétthýlinu, um starfsloka- samninga vegna einstakra hjúkrunarfræðinga og um upp- hyggingu á kröfum og samninga vegna vangreiddra hak- vaktagreiðslna á sjúkrahúsum í þéttbýlinu. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur leit- ast við að meta ávinning félagsins að aðild að samtökun- um og mælir með óbreyttri aðild félagsins að sinni. • Samstarf og samvinna vi& samtök hjúkrunarfræbinga ó erlendum vettvangi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er aðili að Alþjóða- sambandi hjúkrunarfræðinga (ICN), Samvinnu hjúkrun- arfræðinga á Norðurlöndum (SSN), Evrópusamstarfi um hjúkrunarrannsóknir (WENK) og Evrópusamstarfí um ga'ðastjórnun í hjúkrun (Euroquan). Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur áherslu á aukið samstarf félagsins við erlend samtök hjúkrunarfræðinga á sviði félagsmála og faglegra mál- efna. SSN Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið virkan þátt í starfi SSN. Stjórnarfundir eru haldnir tvisvar á ári, en formenn aðildarfélaganna mynda stjórn samtak- anna og var Asta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, kjörin 2. varaformaður á haustfundi SSN í Finnlandi í septemher sl. Varamaður f.h. félagsins í stjórn SSN er Sigríður Guðmundsdóttir, 1. varaformaður félagsins, og hefur hún setið tvo síðustu stjórnarfundi ásamt formanni. SSN stóð fyrir ráðstefnu í Finnlandi í septemher sl. um fagmennsku sem undirstöðu skipulags hjúkrunar. Asta Möller, formaður félagsins og Hanna I. Birgisdóttir, framkvæmdastjóri, voru með erindi á ráðstefnunni. Stjórn félagsins tók ákvörðun um að taka þátt í form- legu samstarfi SSN á sviði kjaramála og eru Hildur Einarsdóttir, formaður kjaranefndar, og Vigdís Jóns- dóttir, hagfræðingur fulltrúar félagsins á þeim vettvangi. A vegum SSN er starfandi gæðastjórnunarhópur um hjúkrun sem hefur m.a. það verkefni að vinna að fram- gangi gæðastjórnunar og miðla upplýsingum um þetta efni. Hópurinn hefur nú m.a. skipulagt ráðstefnu um gæðastjórnun í hjúkrun á vegum SSN í Stokkhólmi í febrúar á næsta ári og mun íslenskur hjúkrunarfræðing- ur vera einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar. FuUtrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í þessu verkefni er Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítala. SSN aðstoðar við skipulagningu á alþjóðlegri ráð- stefnu um upplýsingatækni í hjúkrun „Nursing Infor- matics“ sem haldin verður í Stokkhólmi á árinu 1997. Ingibjörg ÞórhaUsdóttur, gjaldkeri félagsins er fuUtrúi félagsins í þessu starfi. í ár eru 75 ár frá stofnun SSN. Af því tilefni verður haldinn hátíðarfundur og ráðstefna í Kaupmannahöfn 6.-8. septemher nk. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendir 11 þátttakendur og þrír þeirra fjalla um SSN og fagið fyrir hönd félagsins. Þá hefur staðið yfir ritun á sögu SSN sem mun koma út á árinu. Sigþrúður Ingi- mundardóttir er fuUtrúi félagsins í söguritunarnefnd SSN. Kostnaður vegna afmælis SSN er greiddur af sam- tökunum. SSN lagði til dagskrá og kynningarhás á Nordisk Forum sem haldið var í Finnlandi í ágúst á síðasta ári. Hluti af kynningarbásnum var ætlaður til kynningar á verkefnum og rannsóknum hjúkrunarfræðinga frá öllum Norðurlöndum. Af níu spjaldsýningum áttu íslenskir hjúkrunarfræðingar þrjár, en það voru þær Jóhanna Bernharðsdóttir, Marga Thome og IJelga Bjarnadóttir. Várd í Norden er fagtímarit sem gefið er út af SSN og koma 2-4 tölublöð út á ári. Christel Beck og Hólmfríður Gunnarsdóttir eru ritrýnar f.h. félagsins. ICN Samstarf félagsins við ICN hefur falist í upplýsingamiðlun á háða hóga. Næsta haust verður haldinn fundur í full- trúaráði samtakanna (Council of National Representa- tives) í Harare í Zimbabwe en hann fer með æðsta vald samtakanna og markar stefnu ICN. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur áltveðið að senda fulltrúa sinn á þennan fund. Það verður í fyrsta skipti í 20 ár sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga fulltrúa á þeim full- trúaráðsfundum sem haldnir eru milli heimsþinga ICN en heimsþing eru haldin fjórða hvert ár. María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var ein þriggja er hlaut liinn virta styrk ICN/3M frá ICN. Mun það vera í fyrsta skipti sem íslendingur hlýtur þennan styrk og er hann veittur til framhaldsnáms í hjúkrun á æðri stiguin. Ovíst er hins vegar um framtíð styrksins, sem stendur, þar sem 3M fjármagnar hann ekki lengur. WENRogEUROQUAN Magna Birnir, hjúkrunarfræðslustjóri hjá Ríkisspítölum, er fulltrúi félagsins í WENR, en Vilhorg Ingólfsdóttir, 92 TIMARIT IIJUKIIUNARFIIÆDINGA 2.-3. tbl. 71 árK. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.