Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Síða 47
HJUKRUNAR- RÁÐSTEFNAN í REYKJAVÍK Alþjóðlega hjúkrunarráðstefnan „Nursing Scholarship and Practice“, fór fram 20. - 23. júní sl. í Reykjavík. Var lnin fyrst í röð fjögurra ráðstefna sem eru skipulagðar af náms- hrant í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands í samstarfi við hjúkrunardeild háskólans í Wisconsin — Madison í Banda- ríkjunum, hjúkrunardeild Glasgow Caledonian háskólans í Skotlandi og hjúkrunarrannsóknadeild Iljúkrunarfélags Nýja Sjálands. Þátttakendur voru á sjötta hundrað, þar af 250 erlendir, frá öllum hyggðum heimsálfum. Urval fyrirlestra og kynninga með veggspjöldum var mikið og fjölbreytt. Fyrri dagana tvo fóru fram fyrirlestrar, umræð- ur og vinnusmiðjur á sjö stöðum samtímis. Var almennt gerður góður rómur að því sem í boði var. Helsta umkvörtunarefni ráðstefnugesta var að erfitt væri að velja, margt áhugavert væri á dagskrá en aðeins unnt að vera á einum stað í einu. I vikunni fyrir ráðstefnuna voru haldin þrjú námskeið, eitt fyrir hjúkrunarfræðinga í doktorsnámi, annað fyrir barnahjúkrunarfræðinga og það þriðja um fjölskylduhjúkrun. Leiðbeinendur voru doktor Patricia Becker og doktor Marilyn MeCubbin frá hjúkrunardeild Háskólans í Wisconsin-Madi- 1 Þœr virðast ánœgðar með daginn. Frá vinstri: Edda Jóna, Arún Kristín og Hanna Ingibjörg. son. Námskeið þessi voru vel sótt af innlendum og erlendum hjúkrunarfræðingum. I ráðstefnunefnd námsbrautarinnar voru Guðriin Kristjánsdóttir, dósent og forseti ráðstefnunnar, Herdís Sveinsdóttir, dósent, Asta Thoroddsen, lektor, og Hlíf Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Ráðstefnudeild Ferða- skrifstofu Islands sá um skipulagningu í samvinnu við ráðstefnunefndina. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bauð ráðstefnugest- um til móttöku í Perlunni, daginn áður en ráðstefnan hófst, og borgarstjóri tók á móti þeim í ráðhúsi Reykjavíkur áður en henni lauk. Þá gátu þeir sem vildu tekið þátt í ævintýraferð. Því var haldið leyndu hvert ferðinni var heitið en fólki var bent á að koma ekki samkvæmisklætt. Ferðin var ævintýraleg. Rútu þátttakenda var rænt af ófrýnilegum víkingum. Þeir létu bílstjórann aka sem leið lá á Fjörukrána í Hafnarfirði, þar sem á borðum var forneskjulegt fæði og mjöður göróttur. Allir komust lífs af úr ferðinni og ekki laust við að hún hafi kætt marga þó sumir hafi orðið hrelldir í fyrstu og öðrum orðið hált á víkingaveiguin er leið á kvöhlið. ÞR • • UPPLYSINGAMIÐSTOÐ UM EITRANIR Á SLYSA- OG SJÚKRAVAKT BORGARSPÍTALANS Upplýsingamiðstöðin verður rekin í samvinnu slysa- og sjúkravaktar, lyf- lækningadeildar, apóteks og rannsókn- ardeildar Borgarspítalans og rannsókn- arstofu Háskóla íslands í lyfjafræði. Meginbúnaður upplýsingamið- stöðvarinnar er tölvur, handhækur, sími og skrifstofuaðstaða. Spítalinn keyjiti áskrift að gagna- grunni á geisladiskum með upplýsinga- kerfi um lyf og eiturefni. Þar er að l'inna alhliða upplýsingar, m.a um verkun, eituráhrif og meðferðarúrræði, og eru upplýsingarnar endurnýjaðar ársfjórðungslega. Aflað verður gagna um efni á markaði hérlendis sem geta valdið eitrun og upplýsingar um þau færðar í gagnagrunn. Starfsemin hygg- ist á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður á Borgarspítalanum og þeirri reynslu sem þar hefur safnast. Sér- stakir starfsmenn upplýsingamið- stöðvarinnar eru tveir, en starfsfólk slysa- og sjúkravaktar og lyflækninga- deildar, sem einkuin sinnir meðferð eitrunartilfella, mun leggja sitt af mörkuni eftir Jiví sem þörf krefur. Hlutverk upplýsingamiðstöðvar um eitranir er að hjarga mannslífum og korna í veg fyrir varanlegan skaða og heilsutjón af völdum eitrunar, hvort sem um er að ræða eitrun af völdum lyfja eða annarra efna. Upplýsingamiðstöðin er opin allan sólarhringinn. Þar eru veittar upplýs- ingar og ráðgjöf í eitrunartilfellum og áframhaldandi afgreiðslu þeirra komið í réttan farveg. Símanúmerið er 56 96 670. TÍMARIT lUÚKRlINARi’KÆDINGA 2.-3. tbl. 71 úri;. 1995 95

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.