Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 5
Formannspistill
Herdís Sveinsdóttir
í nýjasta fréttabréfi fjármálaráðu-
neytisins fyrir stjórnendur ríkis-
stofnana segir: „Sá misskilningur
virðist vera nokkuð víða að gera
þurfi nýja aðlögunarsamninga í
kjölfar næstu kjarasamninga. Svo
er ekki því að starf aðlögunar-
nefnda var einungis að semja um
stofnanaþátt hins nýja launakerfis
eða að útfæra forsendur launa-
setningar hjá hverri stofnun."
Samninganefnd Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur staðið í
þeirri trú að aðlögunarsamningar
yrðu endurskoðaðir í haust þegar
samningar eru lausir. Vissulega
hefur gamla launakerfið verið
aðlagað hinu nýja og við horfum
ekki til þess að nýir samningar
verði unnir frá grunni. Hins vegar er
Ijóst að ákveðnir þættir falla undir
aðlögunarsamninga sem Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga vill
taka upp í nýjum kjarasamningi.
Björk Vilhelmsdóttir, formaður
Bandalags háskólamanna (BHM),
sendi fjármálaráðherra bréf í júlí
þar sem fram kom að „að mati
samningafólks innan aðildarfélaga
Bandalags háskólamanna þarf í
komandi samningum að tryggja
áframhald þess að launa-
ákvarðanir séu teknar á hverri
stofnun. Til þess að svo verði þarf
að fá inn í miðlæga samninga
ákvæði sem tryggir endurskoðun
stofnanasamninga í kjölfar
miðlægra samninga. Slíkt ákvæði
þarf að taka á þætti stofnana í
launaákvörðunum, óháð því hvort í
aðlögunarferlinu 1997 - 2000 hafi
verið sett inn endurskoðunar-
ákvæði og/eða fallið úrskurður."
Ekki er endurskoðunarákvæði í
öllum aðlögunarsamningum Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og
erum við alfarið sammála ofan-
nefndu sjónarmiði. Undirbúningur
samninga í haust er kominn á fullt
skrið og hvet ég hjúkrunar-
fræðinga til að láta trúnaðarmenn
sína eða okkur á skrifstofu
félagsins vita af því sem þeim
finnst að megi færa til betri vegar í
nýjum samningi.
í þessu síðsumarblaði kennir
ýmissa grasa að vanda. Helga
Birna Ingimundardóttir, hagfræð-
ingur, fjallar um hlutverk trúnaðar-
manna og það er skoðun mín, eftir
árs starf hér að félagsmálum, að
virkt trúnaðarmannakerfi sé
ákaflega mikilvægt til að tryggja
virkt innra starf félagsins. í blaðinu
er einnig birt afstaða deildarstjóra á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi til
sameiningar sjúkrahúsanna.
Sjálfri finnst mér mikilvægt að
hjúkrunarfræðingar lesi yfirlýsingu
ráðherra Evrópulanda innan WHO
um málefni hjúkrunarfræðinga og
Ijósmæðra. Eins og fram kemur í
greinargerð minni var sérlega
ánægjulegt að sitja fund WHO og
verða vör við hversu mikillar virð-
ingar hjúkrun á fslandi nýtur í
Evrópu. Við, íslenskir hjúkrunar-
fræðingar, eigum að vita af því og
segja frá því. Hjúkrun á íslandi er á
réttri leið og það er okkar að
standa vörð um að svo verði
áfram.
losar stíflur og léttír önd n n
Fæst f öllum apótekum
Hreint nef er jafn
mikilvægt og
hreinar tennur
STÉRIMAR'
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
129