Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 10
aðferðarinnar hefur verið mælt á ýmsa vegu. Ein leið er sú að skoða hversu margar þunganir er hægt að koma í veg fyrir með notkun neyðargetnaðarvarnar. Er hún talin hindra a.m.k. tvo þriðju þeirra þungana sem yrðu ef neyðar- getnaðarvörn væri ekki notuð (WHO, 1998; Kubba, 1995). Neyðargetnaðarvörn hefur fáar og skammvinnar auka- verkanir, einkum ógleði (50% tilvika) og stundum uppköst (20% tilvika) (Glasier, Thong, Dewar, Machie og Baird, 1992). Eins getur orðið vart þreytu, svima og höfuðverkjar. Skiptar skoðanir eru á því hvaða frábendingum þurfi að taka mið af þegar lyfið er gefið (Webb, 1995). Samkvæmt leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er aðeins um eina frábendingu að ræða en það er þegar að þungun er til staðar (WHO, 1998). Samsettar pillur, eins og Neogynon, hafa verið gefnar hér á landi sem neyðargetnarðarvörn. Er þá pilluspjaldið klippt niður og gefnar fjórar töflur af Neogynon, þ.e. tvær og tvær töflur með 12 tíma millibili. Hérlendis er skrásett sérpakkning af neyðargetnaðarvörn sem nefnist Tetragynon og inniheldur fjórar töflur. Önnur leið til hormónagjafar er mifepristone-aðferð (RU-486). Hún hefur í daglegu tali verið kölluð „franska fóstureyðingarpillan". Umræða um mifepristone hefur aðal- lega snúist um þann tilgang hennar að vera lyfjafræðileg leið til fóstureyðingar í stað skurðaðgerðar. Hins vegar hefur minna verið fjallað um hugsanlegt hlutverk hennar sem neyðargetnaðarvarnar framtíðarinnar. Þriðja leiðin er neyðargetnaðarvörn sem inniheldur eingöngu levonorg- estrel sem er prógesterón. Byrjað er að nota hana í nokkrum löndum. Sýnt hefur verið fram á að þessi aðferð til neyðargetnaðarvarnar, sem eingöngu inniheldur levonorgestrel, hefur minni aukaverkanir og er með a.m.k. áþekkt öryggi. Talið er líklegt að þær taki við af Yuzpe- aðferðinni (Emergency contraception update, 1999; von Hertzen og Van Look, 1996). Fleiri aðferðir til neyðargetnaðarvarnar eru notaðar, eins og að setja upp lykkjuna. Árið 1976 var fyrst greint frá notkun hennar í þessum tilgangi (WHO, 1998). Er lykkjan sett upp innan fimm sólarhringa frá samförum. Konunni gefst því lengri tími til að gera ráðstafanir heldur en þegar hormónatöflurnar eru notaðar. Lykkjan hefur þó lítið verið notuð til neyðargetnaðarvarnar (Grossman og Grossman, 1994). í þessari grein er megináhersla lögð á hormóna- töflur til neyðargetnaðarvarnar og því er ekki fjallað nánar um lykkjuna í þessu sambandi. Söguleg þróun Á alþjóðlegu þingi Sameinuðu þjóðanna í Kairó um mann- fjölda og þróun árið 1994 og á alþjóðlegu þingi um konur í Peking árið 1995 var lögð áhersla á að fólk hefði aðgang að fræðslu og ráðgjöf um kynlíf og barneignir til að geta lifað heilbrigðu og ábyrgu kynlífi. í því felst að geta tekið ákvörðun um barneign, bæði fjölda barna og bil milli 134 barneigna (WHO, 1998; Ellertson, 1996). Til þess að stjórna barneignum þurfa getnaðarvarnir að vera aðgengi- legar, þar með talin neyðargetnaðarvörn. í gegnum tíðina hefur fólk notað alls kyns aðferðir eftir samfarir til að reyna að koma í veg fyrir þungun. Hafa konur gjarnan leitað þess ráðs að skola leggöngin með margvíslegum vökvum eins og kóka kóla í þeirri trú að þær gætu hindrað sáðfrumur í að komast leiðar sinnar. Öruggar aðferðir hafa hins vegar verið fundnar upp og rannsakaðar einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þungun eftir samfarir. Það er svokölluð neyðargetnaðarvörn. Upphaflega notuðu dýralæknar hormóna á hunda og hesta til að koma í veg fyrir þungun þessara dýrategunda þegar eigendur þeirra töldu þau þurfa á neyðargetnaðarvörn að halda (sjá í Ellertson, 1996). Árið 1960 voru í fyrsta sinn birtar á prenti upplýs- ingar um notkun neyðargetnaðarvarnar. Hér var um að ræða tiiviksathugun á 13 ára stúlku í Hollandi sem þurfti á neyðargetnaðarvörn að halda þar í landi vegna nauðgunar. Voru henni gefin östrógen eftir nauðgunina. Eins og dæmið gefur til kynna var einmitt byrjað á því að nota hormónið östrógen til neyðargetnaðarvarnar. Upp úr 1970 var farið að nota samsetta aðferð, þ.e. bæði östrógen og prógesterón líkt og í samsettu pillunni. Kanadískur læknir að nafni Albert Yuzpe hóf rannsóknir á þessari samsettu aðferð og setti fram hugmyndir um hormónaskammta sem hægt væri að styðjast við til neyðargetnaðarvarnar (Yuzpe og Lancee, 1977). í framtíðinni er hins vegar líklegt að notuð verði neyðargetnaðarvörn sem eingöngu inni- heldur levonorgestrel eins og áður er getið. Talið er að vitneskja um neyðargetnaðarvöm sé best geymda leyndarmál okkar tíma um getnaðarvarnir vegna þess hversu lengi hefur verið vitað um þessa aðferð og hversu lítið hún hefur verið notuð víðs vegar um heim. Komin eru tæp 40 ár síðan vitneskja kom fram um að hægt væri að nota samsettu pilluna í stórum skömmtum sem getnaðarvörn eftir samfarir. Hefur neyðargetnaðar- vörn verið notuð í Hollandi síðan 1964. Tíu árum síðar kom fyrsta fræðigrein um neyðargetnaðarvörn á prent í Bret- landi og leiddi hún til aukinnar notkunar þar í landi (Glasier, Ketting, Ellertson og Armstrong, 1996). Skert aðgengi erlendis sem hérlendis Margir þættir hafa haft áhrif á aðgengi að neyðar- getnaðarvörn og takmarkaðri notkun hennar. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Bellagio á Ítalíu 1995 um neyðargetnaðarvörn lögðu sérfræðingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og fleiri stofnunum áherslu á þrjár meginástæður fyrir því að neyðargetnaðarvörn væri ekki aðgengileg. Þessar ástæður voru í fyrsta lagi þekkingarskortur meðal fagfólks og almennings á neyðargetnaðarvörn. ( öðru lagi hefðu fáar sérpakkningar af neyðargetnaðarvöm verið markaðs- settar. í þriðja lagi væri heilbrigðisstarfsfólk hikandi að veita þjónustu um neyðargetnaðarvörn (Blaney, 1996; South to Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.