Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Page 27
Bryndís Kristjánsdóttir:
^júkruKAY'fYveðÍMuw er fátt óviðkomandi
„Rannsóknir eru ekki hluti af hjúkrunarstarfinu." „Stunda
hjúkrunarfræöingar rannsóknarvinnu?" Þetta voru þau
viöbrögð sem komu mér einna mest á óvart þegar ég hóf
starf sem kynningarfulltrúi fyrir WENR-ráðstefnuna, þ.e.a.s.
ráðstefnu um rannsóknir hjúkrunarfræðinga víðs vegar um
heim sem haldin var í Reykjavík dagana 24. - 27. maí sl.
Undirbúningur hafði staðið í langan tíma en í undirbúnings-
nefndinni voru þær Auðna Ágústsdóttir, formaður, Aðal-
þjörg Finnbogadóttir, Anna Birna Jensdóttir, Elsa Friðfinns-
dóttir, Hildur Helgadóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir.
Það sem ég nefni hér fyrst er að svo virðist sem margir
starfandi hjúkrunarfræðingar telji rannsóknir í hjúkrun lítt
koma sér eða starfmu við og hafa því lítinn sem engan áhuga
á að kynna sér þær. Ekki veit ég hvort hópurinn, sem hefur
þessa skoðun, er minni eða meiri hluti starfandi hjúkrunar-
fræðinga en að minnsta kosti var það myndarlegur hópur
íslenskra hjúkrunarfræðinga sem tók þátt í ráðstefnunni,
bæði með framlagi til dagskrárinnar og sem áheyrendur.
Til að vekja athygli hjúkrunarfræðinga, almennings og fjöl-
miðla á þessari merku ráðstefnu var ákveðið að efna til
kynningarátaks og þegar ég hafði samband við frétta- eða
dagskrárgerðarmenn urðu þeir afar undrandi þegar þeir
heyrðu að hjúkrunarfræðingar stæðu fyrir ráðstefnu til að
kynna helstu nýjungar í rannsóknum sínum; þeir höfðu ekki
hugmynd um að slík vinna færi fram. Flestir þökkuðu fyrir að
athygli þeirra var vakin á málinu og allir helstu fjölmiðlar á
höfuðborgarsvæðinu sögðu frá ráðstefnunni á einn eða
annan hátt. Enn fremur tóku nokkrir hjúkrunarfræðingar að
sér að skrifa stuttar greinar (eitt A-4 blað) sem birtust í
Morgunblaðinu þannig að ráðstefnuvikuna varð varla „þver-
fótað“ fyrir hjúkrunarfræðingum og rannsóknarstörfum þeirra.
Stunda kynlíf fram í rauðan dauðann
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður á Sjónvarpinu, var
t.d. mjög ánægð með svar Nancy Fugate Woods, eins
aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, við spurningunni um það
hversu lengi konur hefðu áhuga eða getu til að stunda
kynlíf. Svar hennar var eitthvað á þá leið að konur gætu
stundað kynlíf eins lengi og þær hefðu löngun til - en
þegar komið væri fram á elliár væri aðalvandamálið yfirleitt
að finna bólfélaga því karlana hrjáði oftar en ekki einhver
krankleiki sem kæmi í veg fyrir kynlífsiðkun þeirra. Þetta
þótti mjög fréttnæmt því auk þess að birta viðtal við Nancy
var fréttin endurtekin í samantekt yfir helstu fréttir þessa
vikuna. Nancy hefur einkum stundað rannsóknir sem
tengjast heilbrigði kvenna og er hún þekkt fyrir þær um
allan heim en annars staðar hér í þlaðinu er umfjöllun um
fyrirlestur hennar.
Bryndís Kristjánsdóttir, kynningarfulltrúi WENR.
Auk Nancy voru aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar þær
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri,
og Ingalill Rahm Hallberg, prófessor við háskólann í Lundi.
Fyrirlestrar voru í öllum sölum Háskólabíós og í sölum á
Hótel Sögu og oft erfitt fyrir þátttakendur að velja hvern
helst ætti að sækja. Heil bók var yfir dagskrá ráðstefn-
unnar þar sem m.a. er að finna 119 útdrætti úr fyrirlestrum
og öðru efni sem kynnt var á ráðstefnunni en auk fyrir-
lestra kynntu hjúkrunarfræðingar niðurstöður rannsóknar-
vinnu sinnar á veggspjöldum sem voru á göngum
Háskólabíós. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að telja
það allt upp hér en til að gefa örlitla innsýn í hvað þarna fór
fram eru hér nefndir nokkrir til sögunnar:
Tónlist hressir og bætir
Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að draga úr kvíða,
þörfinni fyrir deyfilyf og langri spítaladvöl. Mönnun lék hugur á
að vita hvort tónlist gæti gefið góðan árangur og því var farið
út í að kanna hvaða árangur fengist af því að leika tónlist áður
en sjúkiingur færi í aðgerð. Niðurstöðurnar sýndu að tónlistin
hafði marktækt góð áhrif og að sjúklingar, sem hennar nutu,
náðu sér almennt fyrr eftir aðgerð. Rannsakendur: Ulrica
Nilsson, Narinder Rawal, Lars-Eric Unestáhl, Mitra Unosson.
Bæta hormónar líf kvenna?
Ekki eru allir sammála um gagnsemi hormónagjafar eftir
tíðahvörf. Þó hefur umræðan á síðari árum fremur beinst að
jákvæðu áhrifunum en þeim neikvæðu og er talið að hormóna-
gjöf leiði til betri líðanar kvenna. Gerð var rannsókn á hátt í
6.000 dönskum hjúkrunarfræðingum, 50 ára og eldri, sem sýnir
niðurstöður sem komu á óvart. Rannsakandi: Yrsa Andersen.
Feður aðstoðaðir með hjáip Netsins
Um leið og farið er að leggja meiri áherslu á að feður taki þátt
í umönnun barna sinna þurfa þeir á fræðslu og upplýsingum
að halda. Verið er að kanna hvort gagnlegt reynist að veita
151
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000