Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 17
Rannsóknarstyrkur Klinidrape og Félags evrópskra skuröhjúkrunarfræöinga, EORNA í febrúar sl. var úthlutað í þriðja sinn styrk úr rannsóknar - sjóði Klinidrape og Félags evrópskra skurðhjúkrunar- fræðinga, EORNA. Eitt verkefni frá hverju aðildarfélagi EORNA hlýtur þennan styrk þriðja hvert ár. Að þessu sinni hlutu styrkinn þær Þórunn Kja rta nsdótti r, Arnfríöur Gísladóttir og Arna Sigríöur Brynjólfsdóttir skurðhjúkrunarfræðingar. Voru þær valdar af fulltrúum Rannsóknarsjóðs Klinidrape og EORNA í samráði við fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga og umboðsaöila Klinidrape á íslandi. Styrkinn afhenti Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, sem er umboðsaðili Mölnlyeke Health Care A/S. Þetta er í annað sinn sem íslenskir skurðhjúkrunarfræðingar hljóta þennan styrk. í könnuninni er skoðuð notkun hjúkrunarmeðferða á skurðstofum Landspítala - háskólasjúkrahúss þar sem notað er skráningarformiö Nursing Intervention Classification. Megintilgangur verkefnisins var að bæta skráningu hjúkrunar á skurðstofum LSH. Flokkunarkerfi hjúkrunar- meðferöa, Nursing Interventions Classsifieation (NIC), var kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum sem þar starfa og um leið könnuð þekking þeirra á NIC og viðhorf til skráningar hjúkrunar. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í Ijós að meirihluti hjúkrunarfræðinganna þekkir kerfið og er áhugasamur um bætta skráningu. Það kom einnig fram að flokkunarkerfi NIC nær yfir og lýsir vel hjúkrunarmeðferðum á skurðstofu og er því mjög áhugaverður valkostur viö rafræna skráningu skuröhjúkrunar á LSH að mati rannsakenda. Markmið Rannsóknarsjóðs Klinidrape og EORNA er að styðja við bakið á skurðhjúkrunarfræðingum meö því að veita styrki til aö sinna rannsóknum og öðrum fræöistörfum. ^ I I JjL ^ Yi v.i -s,4 í Fulltrúi Klínidrapes Kristjár Einarsson hjá Rekstrarvörum er lengst til vinstri, þá koma Þórunn Kjartansdóttir, Arna Brynjólfsdóttir, og Arnfriður Gísladóttir. Þá fulltrúar ISORNA Kristin Gunnarsdóttir og Þórhalla Eggertsdóttir. Guðný Pála Einarsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir hjá Rekstrarvörum. Vinningshafi í hverju aðildarlandi EORNA fær greiddar 1.000 evrur til að vinna verkefnið ásamt leiðbeiningum um skriflegan frágang rannsóknarinnar eða verkefnisins. Þau verkefni sem vinna til verðlauna í hverju landi keppa síöan um 1.000 evrur til viðbótar sem ætlaðar eru í frekari vinnu við verkefniö og greiða útlagðan kostnað. Lokavinningshafi verður valinn á stjórnarfundi EORNA sem haldinn verður í Reykjavík dagana 17.-19. nóvember 2005. Formleg kynning á vinningshafa ásamt verölaunaafhendingu fer fram á næstu ráðstefnu EORNA sem haldin verður í Dublin á írlandi dagana 25.-28. maí 2006. Á þinginu flytur vinningshafi fyrirlestur um verkefni sitt. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.