Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 43
VIÐTAL Dauöinn er ekki vandamál aö leysa fyrir að veita ekki nærveru í því formi að „bara að vera“ heldur byggist rannsóknin á að skilja hvers vegna nærveran, sem oft er skilgreind sem „bara að vera“, var ekki sjáanleg í störfum hjúkrunarfræðinganna. „Eg er líklega að draga íram að hjúkrunin er að mörgu leyti skipulögð á tiltekinn hátt til að við komumst í gegnum verkin, komumst í gegnum þá áhyrgð sem okkur er falin, að bera ábyrgð á líkamlegri umönnun sjúklinga, og hún tekur mikinn tíma. En á meðan við hugsum á þennan hátt, meðan hjúkrunin er svona skipulögð, þá erum við að vinna í læknisfræðilega líkaninu sem á erfitt með að sjá sjúklinginn í heildrænu ljósi. Hugmyndafræðilega viljum við veita heildræna hjúkrun en það sem gerist í dagsins önn, þegar hjúkrunfræðingur mætir á deild og horfist í augu við það að hann þarf að sinna ákveðnum fjölda sjúklinga, þarf hann að forgangsraða, spyrja sjálfan sig hver verkin hans! ! eru, og þetta gerist nánast ómeðvitað. En það má segja að það sé ákveðin spenna á milli þess sem okkur langar að gera og þess sem við getum gert innan þess kerfis sem við vinnum í.“ Erna Haraldsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfaði um árabil við líknarhjúkrun á islandi en er nú að Ijúka doktorsnámi sinu við háskólann í Edinborg. Doktorsverkefni hennar fjallar um nærveru hjúkrunarfræðinga. og Karitas, þar sem við fórum heim og vorum hjá sjúklingnum heima og ef til vill var okkur leyft þar „bara að vera“, það var hluti af þeirri hjúkrunarmeðferð sem var veitt. Sömu sögu var að segja varðandi líknarteymið á Landspítalanum. Við vorum ráðgjafateymi, ég var ekki kölluð til að veita daglega umönnun heldur til þess að veita viðbótarþjónustu og var ekki með þessar daglegu áhyggjur eða kröfur sem hjúkrunarfræðingar á deildinni höfðu. En á þessari deild sem ég skoðaði á líknarheimilinu í Skotlandi voru hjúkrunarfræðingarnir mjög uppteknir af verkhæfðri hjúkrun. Hjúkrunin fylgdi föstum reglum og í réttri tímaröð. Hjúkrunarfræðingarnir komu á vaktina, fengu skýrslur yfir sjúklingana og ég gat vel séð hvernig þeir fóru að því að setja sjúklinginn í nokkurs konar „kassa“, þeir litu ekki heiidrænt á hann. Þær byrjuðu strax þegar þær komu á vaktina að skilgreina sjúklinginn sem sjúkling með verki, sjúkling sem þyrfti aðstoð við þvott, í stað þess að hugsa um hvers konar manneskja þetta væri sem þær voru að sinna og hvað væri að gerast í tilfinningalífi hennar. Að veita umhyggju og hlýju í verki Þegar Erna ræddi þessa reynslu sína við aðra rannsakendur var hún spurð hvers vegna hún héldi að nærvera hefði verið veitt í líknarmeðferð á Islandi en ekki þarna. „Ein skýring kann að vera sú að mitt starf var aðallega í Heimahlynningu Hjúkrunarfræðingar segja gjarnan að þeir veiti nærveru þegar þeir jeru að gera eitthvað fyrir sjúklinginn, t.d. að baða hann, segja gjarnan: „A meðan ég sinni honum líkamlega tala ég við hann.“ ! Ég fylgdist því með hjúkrunarfræðingunum í verkum þeirra og sá jað tækifærin komu en hjúkrunarfræðingarnir voru uppteknir við Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.