Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 26
Kristín Agnarsdóttir ÞANKASTRIK Flótti úr stétt hjúkrunarfræðinga N'Iargt mjög gott hefur þó áunnist síðastliðin ár. í heilbrigðiskerfinu, heilsugæslu, skólum og samfélaginu, s.s. félagslegur stuðningur sem og hjá samtökum sem styðja við ýmsa þjóðfélags- og sjúklingahópa, þar er unnið óeigingjarnt starf sem ekki má vanmeta. Nú þegar enn eitt sumarið er á enda horfi ég til baka. Tíu ára útskriftarafmæli mitt sem hjúkrunarfræðingur var sl. vor. Mig langar aðeins að fara yfir hvar ég hef starfað og velta fyrir mér hvernig ég upplifi breytta þjóöfélagsmynd og breytt samfélag. Þegar ég horfi um öxl lít ég yfir margbreyti- legan og skemmtilegan veg, ég hef starfað þessi tíu ár óslitið í hjúkrun. Reynsla mín hérlendis er aðallega bundin við Landspítala - háskólasjúkrahús og áður Landspítala og Borgarspítala. í London á bráðalyfjadeild og einnig starfi á litlum herspítala í Bosníu reknum af breska, hollenska og kanadíska hernum. Þangað fór ég í tvígang og var á vegum utanríkisráðuneytisins undir eftirliti og vernd breska hersins, vann þar á almennri deild og vöknun. Hérlendis hef ég starfað á lyfjadeildum, bráðadeildum s.s. bráðamóttöku v. Hringbraut, slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi og nú undanfarið á bráðaþjónustu geðdeildar, göngudeild áfengis- og vímuefna sem og lokaðri afeitrunardeild. Þrátt fyrir neikvæða umræðu í fjölmiðlum oft á tíðum hef ég enn þá skoðun að heilbrigðisþjónusta okkar sé mjög góð, en ég upplifi aukið álag, sérstaklega á bráðadeildum. Aðgengi á höfuðborgarsvæðinu er gott og bjóðum við upp á neyðarþjónustu sem því miður er of oft misnotuð á kostnað þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Að mínu viti er sjálfsbjargarviðleitni fólks ábótavant og hlaupið strax á bráðamóttöku vegna vandamála sem hægt er að leysa með meiri fyrirhyggju og öðrum úrræðum. Áhyggjuefni er að stöðugt verður erfiðara að fá fagmenntað starfsfólk í umönnunarstörf vegna gríðarlegs álags og launakjara sem ekki standast samanburð við það sem býðst á hinum almenna markaði. Flótti úr stétt hjúkrunarfræðinga virðist vaxa. Þetta er alvarlegt mál þar sem öldruðum og sjúkum fjölgar. Ljóst er að hugarfarsbreyting þarf að koma til hjá stjórnvöldum og viðurkenning á virði menntunar og ábyrgðar, en hún er ekki fyrir hendi í dag. Hjúkrunarfræðingar eru stór þrýstihópur og mikilvægt að við stöndum saman um leiðréttingu á kjörum. Eftir tíu ára starf í fullri vinnu með fyrrnefnda reynslu að baki og reglulegt framgangsmat voru laun mín undir 230 þúsund krónum fyrir dagvinnu. Eg sé ekki fyrir mér að háskólamenntaður einstaklingur sem starfar á; frjálsum markaði myndi sætta sig við þau kjör! Framgangsmat hjúkrunarfræðinga tekur mið af mörgum þáttum og er það vel en ég tel vægi klínískrar reynslu ásamt fjölda námskeiða ábótavant í tilteknu kerfi. Mig langar í lokin að taka fram að ég lít björtum augum á framtíðina. Ég tel Íslendinga vera sterka þjóð sem býr við bestu aðstæður sem gerast. Mér finnst við almennt vel upplýst og erum æ^ meðvitaðri um mikilvægi heilbrigðra lifnaðarhátta. Þar sé ég mikla jákvæða breytingu á undanförnum árum. Þjóðfélagsbreytingar hérlendis hafa verið miklar á stuttum tíma, við fórum úr sjálfsþurftarbúskap yfir í nútímaþjóðfélag vestrænnar menningar á mjög stuttum tíma, tileinkuðum okkur tækni og fræði og erum enn að. Hraðinn er ef til vill fullmikill og þó að tíu ár sé ekki langur tími hef ég lifað miklar breytingar. Það er eins og mér finnist við vera að fara fram úr okkur sjálfum á stundum. T.d. breytingar á lífsstíl okkar og kröfur okkar um velmegun. Lífsgæðakapphlaupið er gífurlegt hér á landi og finnst mér algengt að einstaldingar slaki ekki á og njóti þess að vera til. Þunglyndi/þunglyndiseinkenni virðast algengari, offita eykst og notkun harðra vímuefna skelfilega algeng, sérstaklega meðal þeirra yngri. Ég hef hug á að leggja mitt af mörkum og bæta enn við mig og er að hefja meistaranám í lýðheilsufræði við HR. Ég hef haft áhuga á þessu námi í talsverðan tíma og ég fagna því að það skuli nú vera í boði hér á landi. Markmið mitt er að komast nær rótum vandamála og veikinda sem ýta undir sjúkdómsmyndun með fyrirbyggingu að leiðarljósi. Við hjúkrunarfræðingar erum í lykilaðstöðu í samfélaginu til að kenna, fræða og fyrirbyggja og stöndum við okkur mjög vel þar en við getum gert betur. Ég skora á Lilju Björk Kristinsdóttur með næsta þankastrik. Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.