Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 53
Fréttamolar...
Mérvarfaliðinnan stjórnar ICN að efla tengslanet
þeirra hjúkrunarfræðinga sem eru í stjórnmálum,
en nokkur sambærileg tengslanet eru nú starfandi
innan samtakanna, t.d. meðal hjúkrunarfræðinga
sem eru í rannsóknarstörfum og þeirra sem starfa
einir í strjálbýli. Slík tengslanet eru mikilvæg,
ekki bara fyrir hjúkrunarfræðingana sjálfa, heldur
einnig mikilvæg fyrir ICN, því þar er hópur fólks
í tengslum við ICN, sem samtökin geta leitað
upplýsinga og ráða hjá.“
Tilkynning frá sóttvarnalækni
DiTekiBooster í staö DiTeKik
Frá og meö 1. september 2005 mun sölu DiTeKik - bóluefnis hér á landi
veröa hætt þar sem þaö er ekki lengur framleitt. í þess staö veröur
notað diTekiBooster við bólusetningu 5 ára barna en þaö inniheldur
einnig mótefnavaka gegn barnaveiki, stífkrampa og frumulausri
kikhóstabakteriu.
Munurinn á DiTeKik og diTekiBooster er sá að diTekiBooster inniheldur
minna magn ofangreindra mótefnavaka (sérstaklega barnaveiki) og má
því nota hjá einstaklingum 5 ára og eldri.
Erlendur stuðningur getur verið mikilvægur
— Er þeim peningum vel varið sem fara til
ICN af launareikningum hjúkrunarfræðinga?
„Já. Þetta er reyndar mjög lág upphæð sem ísland
leggur til samtakanna á ári hverju, um tvö til þrjú
hundruð krónur á hvern hjúkrunarfræðing á ári.
Eg tel hins vegar að stór hópur hjúkrunarfræðinga
átti sig ekki alveg á gagnsemi þeirrar þátttöku,
ekkert frekar en ég þar til ég átti þess kost að
kynnast starfi þeirra.
Samtökin eru mjög mikilvæg sem talsmenn
og rödd hjúkrunar á alþjóðavettvangi og þau
geta stutt við ákveðna þróun til hagsbóta
fyrir stéttina og heilbrigði í heiminum. Félög
hjúkrunarfræðinga hafa mikið gagn af því að bera
saman bækur sínar og læra hvert af öðru, en á
vettvangi ICN gefast ýmis tækifæri til þess, t.d.
í formlegu samstarfi félaganna á sviði kjaramála.
Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga sem innleitt
var eftir kjarasamningana 1997 má m.a. rekja til
hugmynda sem ég kynntist á slíkum vettvangi og
skrifaði síðar um í Tímarit hjúkrunarfræðinga.
Einstakir hjúkrunarfræðingar geta einnig
haft gagn af starfi samtakanna, en mikið efni
hefur verið gefið út sem styður hjúkrun og
hjúkrunarfræðinga í daglegum viðfangsefnum.
Þess efnis er m.a. hægt að afla gegnum heimasíðu
samtakanna www.icn.ch."
Búast má viö vægari staöbundnum aukaverkunum af völdum
diTekiBoosters en DiTeKiks.
Tilkynning frá sóttvarnalækni
Bólusetning gegn inflúenzu,
Alþjóðaheilbrigöismálastofnunin ráöleggur aö inflúenzubóluefni á
norðurhveli fyrir tímabiliö 2004-2005 innihaldi eftirtalda veirustofna
(WH0 Weekly Epidemiological Record, 2004, 79, 85-92):
• A/Nýju Caledoniu/20/99 (H1N1) - lík veira
• A/Fujian/411/2002 (H3N2) - lík veira*
• B/Shanghai/361 /2002 - lík veira**
• Veiran sem notuö er um þessar mundir tii bóluefnisgerðar er A/
Wyoming/3/2003. A/Kumamoto/102/2002 er einnig tiltæk sem bóluefnisveira.
** Þeir bóluefnisstofnar sem hægt er að nota til bóluefnisgeröar eru B/
Shanghai/361 /2002 og B/Jiin/20/2003 (sem er B/Shanghai/361/2002 - líkveira).
Hverja á aö bólusetja?
• Alla einstaklinga eldri en 60 ára.
• Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-,
nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öörum
ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk
meö aukna áhættu.
Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til aö kalla sem fyrst inn aö
hausti til bólusetninga ofannefnda áhættuhópa. Hvatt er til þess aö
heilbrigðisstofnanir bjóði starfsfólki sínu bólusetningar.
Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum
Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokka-
sýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og
á 5 ára fresti fyrir einstaklinga sem eru i sérstökum áhættuhópum.
Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005