Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 50
sem væri öruggt umhverfi fyrir sjúklinginn væri einnig öruggt
umhverfi fyrir hjúkrunarfræðinginn".
■
Fulltrúar ICN bentu á að það hefðu verið gefnar út leiðbeiningar
á alþjóðavettvangi af ICN um hvaða þjálfun þyrfti til að starfa á
hverju sviði fyrir sig. Einnig um hlutfall hjúkrunarfræðinga og
sjúklinga á hinum mismunandi sviðum. Því hefði verið unnin
töluverðvinnaaf hálfu ICN íþessum málaflokkum. Þákomfram
að mörg lönd myndu ekki geta uppfyllt þessar leiðbeiningar, því
var einnig kallað eftir leiðbeiningum um hvort og þá hvar mætti
draga úr kröfunum, hverjar væru lágmarkskröfurnar. Af þessum
umræðum var Ijóst að nokkuð langt er í land í þessum málum og
að alþjóðasamfélag hjúkrunarfræðinga á eftir að vinna verulega
í öryggismálum sjúklinga og hjúkrunarfræðinga á næstu árum.
Nánari samantekt frá vinnuhópunum verður send frá ICN til
aðildarfélaganna þegar búið er að vinna úr fundargögnum.
Að lokinni vinnu í umræðuhópunum héldu áfram
hefðbundin fundarstörf. Mikill tími og umræður höfðu farið
í skýrslu formanns ICN og því varð lítill tími fyrir skýrslu
framkvæmdastjóra samtakanna en hún er mjög ýtarleg og
fjallar um starfsemi skrifstofu ICN. Einnig var farið yfir
reikninga ICN og lá fyrir fundinum tillaga frá stjórn um að
hækka árgjald aðildarfélaganna til ICN og var hún samþykkt.
Það er hefðbundið að stjórn ICN kynni fyrir fulltrúum
aðildarfélaganna þau málefni sem hafa haft mikil áhrif á störf
hjúkrunarfræðinga og félög þeirra undanfarið. I ár voru það
Bernard Ascher, fyrrverandi framkvæmdastjóri Service Industry
Affairs of the Office of the U.S. Trade Representative, en hann
fjallaði um frjálsan flutning heilbrigðisstarfsfólks milli landa
samkvæmt alþjóðasamningum GATS; og síðan prófessor James
Buchan frá Queen Margaret University College í Edinborg
sem fjallaði um fólksflutninga og reglugerðir, stöðuna í dag.
Flutningur hjúkrunarfólks milli landa hefur haft mikil áhrif á
stöðu heilbrigðisþjónustunnar í þeim löndum sem fólkið flytur
frá til hins verra en leysir ekki allan vanda í þeim löndum sem
það kemur til. Voru þetta mjög fróðlegir fyrirlestrar sem góður
rómur var gerður að.
Síðast en ekki sfst voru kynningar frá tveimur hjúkrunarfélögum
í Asíu sem sögðu frá reynslu sinni vegna „tsunami“-
jarðskjálftans þar. Voru það formaður hjúkrunarfélagsins í
Indónesíu og formaður hjúkrunarfélagsins í Srí Lanka. Kom
það fram f málflutningi þeirra hversu erfitt þetta hefði verið,
en heimamenn voru nokkuð fljótir að ná tökum á aðstæðum
og að besta aðstoðin utan frá hefði verið fjárframlög beint til
hjúkrunarfélaganna sjálfra.
í Hualien, Taívan (http://www.tccn.edu.tw/).
Var þetta hin fróðlegasta heimsókn. Okkur var
sýndur háskólinn, umhverfi hans og kennslu- og
námsaðstaða. Einnig nokkrar rannsóknar- og
sjúkradeildir sjúkrahússins. Sjúkrahússamfélag
þetta byggðist upp á kærleiksboðskap
búddanunnunnar Cheng Yen sem stofnaði
sjúkrahúsið og samtökin sem eru því téngd.
Var öll umgjörð sjúkrahússins hin fallegasta og
heimsóknin mjög ánægjuleg. Samtök þessi starfa
um allan heim með það að markmiði að koma
þeim til hjálpar sem þess þurfa. Þessi samtök
byrjuðu 1966 með aðeins 30 meðlimum en hafa
vaxið og telja nú um fjórar milljónir meðlima í
dag. Markmiðið er að hjálpa þeim fátækari og
mennta þá betur settu til að deila hvorir með
öðrum auðlegð hvorra um sig. Þessi samtök hafa
lcomið til aðstoðar þegar náttúruhamfarir hafa átt
sér stað víða um heim. Þau hafa einnig komið til
hjálpar og veitt þeim læknishjálp sem ekki hafa
sökum fjárskorts getað leitað sér aðstoðar og
læknishjálpin í heimalandinu ekki þess megnug
að veita aðstoðina.
Næsti fundur og ráðstefna ICN verða haldin 27.
maí til 1. júní 2007 í Yokohama í Japan.
Erlín Oskarsdóttir
júlí 2005
Að lokinni aðalráðstefnu ICN hinn 28. maí fórum við
í fagheimsókn til Buddhist Tzu Chi-háskólasjúkrahússins
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005