Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 28
Bergdís H. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræöingur Undirrituð var ráöin til þess af Fíh á vormisseri 2005 aö safna og skrá muni sem tengjast hjúkrun, í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Ég er hjúkrunarfræðingur frá HSÍ, útskrifuð 1964. Hef unnið við ýmis hjúkrunarstörf hér heima og í Svíþjóð, þó lengst af á skurðstofum og viö stjórnunarstörf. Tók sérnám á skurðstofu og í stjórnun. Sá hluti nefndarinnar sem leitaði leiöa til að safna og varðveita hjúkrunarmuni hóf störf haustið 2001. í skýrslu sem sú nefnd skilaði til stjórnar í febrúar 2003 má skoða undirbúningsvinnuna sem fram fór, s.s. vettvangsheimsóknir og viðræður við marga aðila, þar á meðal Þjóðminjasafnið. Þegar Landspítalinn átti 60 ára starfsafmæli 1990 fékk ég það hlutverk að setja upp sjúkrastofu sem sýna átti gamla og nýja tímann. Ekki hafði farið fram nein markviss söfnun á munum á spítalanum þannig að töluverð vinna var fólgin í því að draga fram úr geymslum og skotum muni sem þar höfðu dagaö uppi. Viö það vaknaöi áhugi minn á því að safna gömlum munum í hjúkrun. í byrjun árs 2000 skipaði stjórn Fíh sögu- og minjanefnd. Fékk ég sæti þar. Nefndinni var ætlað þaö hlutverk annars vegar aö skoða og ákveða á hvern hátt mætti skrá og varðveita sögu hjúkrunar á íslandi, og hins vegar að leita leiða til að safna saman og varðveita minjar sem tengjast hjúkrun með það í huga að stofnsetja minjasafn hjúkrunar. Á næsta vori er von á bók Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings um sögu hjúkrunar á íslandi þannig aö þeim þætti er nær lokið. í framhaldi af því var tekin sú ákvörðun að ráöa starfsmann í hlutastarf til að safna og skrá muni í samvinnu við Þjóðminjasafniö. Síðastliðið vor var undirrituð ráðin til starfans. Við munum byrja á að skrá þá muni sem til eru í dag og eru í eigu félagsins og Landspítala - háskólasjúkrahúss. Síðar munum við skrá, ef eigendur óska eftir, þá muni sem til eru víðsvegar um landið. Ekki þarf að flytja munina sem þegar eru á ýmsum stöðum á landinu en fengur væri að því að hafa þá skráða og þar með merkt hvar þeir eru varðveittir. Ef munaskrá er aðgengileg eru alltaf möguleikar á að setja upp sýningar, bæði minni og stærri. i byrjun starfs mins hef ég einbeitt mér að búningum og er sá þáttur kominn nokkuð á skrið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.