Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 25
GREIN
Geta þeir meötekiö fræöslu?
færiband. Það kom henni mest á óvart hvað allir
tóku vel á móti henni, hve viðbrögðin voru góð
og að þjónustan var ekki eins og færibandavinna.
Onnur kona sagði að hugsað hefði verið vel um sig
og allt gert fyrir hana sem hægt var. Þriðju konunni
fannst allir reynast henni mjög vel í veikindum
hennar. Einn karlmaður talaði um hvað þjónustan
á bráðamóttökunni hefði verið einstaklega góð
og viðbrögð og framkoma fagmannleg. Annar
karlmaður sagðist vera ánægður almennt með
undirbúninginn á bráðamóttökunni og taldi hann
að nauðsynlegt væri að undirbúa sjúklinga vel
fyrir skurðaðgerð.
Geta sjúklingar, sem gangast undir skurð-
aðgerð frá bráðamóttöku, hlustað á fræðslu?
Misjafnt var hvaða fræðslu þátttakendur fengu
fyrir skurðaðgerð. Algengasta fræðslan var um
greiningu sjúkdómsins en 24 þátttakendur af 31
fengu þá fræðslu. Fast á eftir fylgdi fræðsla um
skurðaðgerðina sjálfa en þá fræðslu fengu 22
þátttakendur.
Geta sjúklingar, sem gangast undir skurð-
aðgerð frá bráðamóttöku, meðtekið fræðslu?
þar sem þeir koma gjarnan í grænu skurðstofuvinnufötunum
og tala við sjúklingana og þekkjast því betur úr hópi
hjúkrunarfræðinga og annarra lækna sem eru almennt í hvítum
vinnufötum.
Þær Þórgunnur og Margrét Marín telja að niðurstöður sýni að
bráðveikir sjúklingar, sem þurfa að gangast undir skurðaðgerð
frá bráðamóttöku, hafi ekki forsendur til að hlusta mjög vel
og séu þar af Ieiðandi ekki tilbúnir til að fá mikla fræðslu
fyrir skurðaðgerð. Þeir eru hins vegar mjög misjafnlega í
staklc búnir og nauðsynlegt er að fræða þá svo framarlega
sem aðstæður leyfa. Það er mat Þórgunnar og Margrétar
Marínar að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að vera meira vakandi
fyrir sjúklingafræðslu, m.a. er mikilvægt að hafa í huga hvað
einstaklingurinn vill vita og hvað hann þarf nauðsynlega að vita
fyrir aðgerð. Þær telja niðurstöðurnar geta aukið þekkingu og
innsæi hjúkrunarfræðinga varðandi fræðsluþarfir og það geti
orðið til að bæta þjónustuna sem hjúkrunarfræðingar veita
sjúklingum sem gangast undir skurðaðgerð.
Heimildir:
Margrét Marin Arnardóttir og Þórgunnur Jóhannsdóttir. Geta þeir hlustaö? Fræðsla
til sjúklinga sem farið hafa í skurðaðgerð frá bráðamóttöku Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss við Hringbraut. Óbirt BS-ritgerð við Háskóla íslands 2002.
Þórgunni Jóhannsdóttur (2003). Geta þeir hlustað? Fræðsla til sjúklinga sem farið hafa í
skurðaðgerð frá bráðamóttöku Landspitala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Óbirt
grein.
Rannsakendur spurðu ekki beint að þessu, en
í símaviðtölum gáfu sjúklingarnir oft til kynna
að þeir hefðu enga fræðslu fengið. Þegar þeir
voru svo spurðir nánar kom í ljós að þeir höfðu
fengið fræðslu án þess að átta sig á því, til dæmis
vegna þess að sjúklingafræðsla er oft óformleg
og fléttast inn í almenna hjúkrun sjúklinga. I
sumum tilfellum getur verið að sjúklingar muni
einfaldlega ekki eftir að hafa fengið fræðslu þar
sem athygli og orka fór í annað. Orkan, sem mjög
veikir sjúklingar hafa, er gjarnan notuð til að ráða
við líkamleg og andleg einkenni veikindanna. Þess
vegna er vilji bráðveikra sjúklinga til að læra oft
mjög takmarkaður. Hugsanlegt er að sjúklingar
á bráðamóttökunni hafi haft takmarkaða getu til
að meðtaka fræðsluna þar sem ýmsir innri og ytri
þættir geta hafa haft áhrif, einnig að miklar annir
hafi verið á bráðamóttökunni eða sjúklingarnir
farið mjög brátt í skurðaðgerð. Þátttakendur
virtust helst hafa tekið eftir því að þeir fengu
fræðslu frá svæfingalæknum fremur en öðrum
læknum og hjúkrunarfræðingum. Rannsakendur
telja einfalda skýringu hugsanlega á þessu:
Svæfingalæknar eru tiltölulega auðþekkjanlegir
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
23