Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 20
verið staðfest er manneskjan úrskurðuð látin. Þá er allri meðferð hætt. Ef nema á brott Iíifæri til ígræðslu er meðferð haldið áfram þar til þau hafa verið fjarlægð" (Landlæknisembættið, 2003, 4. greinaskil). I fyrrnefndri lífsskrá og í bæklingnum Líffæragjafi er hægt að taka skriflega afstöðu til líffæraflutnings. Það að hver og einn taki siðferðilega afstöðu til líffæragjafar kemur í veg fyrir að nánustu aðstandendur þurfi að taka ákvörðun um þetta viðkvæma og sársaukafulla málefni, ef þeir lenda í aðstæðum eins og fyrirvaralausu dauðsfalli ástvinar. Samskiptahættir Það er viðtekin venja um heim allan að heilsa og kveðja. I lögum um réttindi sjúklinga er lögð áhersla á að starfsmenn kynni sig og starfssvið sitt, að sjúklingar eigi rétt á Ieiðbeiningum við innlögn og fyrir útskrift og að þeir geti farið fram á skriflegar leiðbeiningar fyrir útskrift (22. grein). Með þessu ákvæði er beinlínis verið að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn kynni sig þannig að sjúklingurinn geti persónugreint hver sé að veita honum meðferð og viti hver ber ábyrgð á meðferðinni sem hann fær. En getur hugsast að ástæðan fyrir þessari lagagrein endurspeglist í orðum Braga Skúlasonar (Munnleg heimild 28. mars 2003): „Ég hitti of oft sjúldinga Sem hafa þá neikvæðu upplifun að þeir hafa ekki verið kvaddir með formlegum hætti. Sú lítilsvirðing ýtir undir umkomuleysi þeirra. Við sem fagfólk hljótum að gera okkur grein fyrir því að sá sem fer er ekki sá sami og kom.“ Kenning Sigríðar Halldórsdóttur (2003) um mikilvægi þess að starfsfólk geri sér grein fyrir framkomu sinni, hvort beitt er eflandi eða niðurbrjótandi samskiptahætti, er í samhljómi við þessi orð. Samskipti ýmist efla rödd þess sem fyrir verður eða þagga niður í viðkomandi. Vilhjálmur Arnason (2003) hefur vakið athygli á því að hugsunarháttur heilbrigðisstétta byggist alltof oft á tæknihyggju í heilbrigðisþjónustu og sjálfdæmishyggju um siðferðileg efni. Það viðhorf standi í vegi fyrir því að siðferðilegur hugsunarháttur verði lifandi afi í starfi heilbrigðisstétta. Sigfinnur Þorleifsson (2001) bendir á sama hlutinn þegar hann hvetur heilbrigðisstarfsmenn til að líta á sig sem samferðamenn sjúklinga og aðstandenda þeirra. Að sem slíkir megi þeir hvorki dragast aftur úr né fara langt á undan veittum upplýsingum og svörum. Skyldan við sjúklinginn felist í því að leiðbeina á grundvelli þekkingar og umhyggju en er ekki ætlað að fyrirskipa. sjúkdóms eða fundið nýjan tilgang þar sem sjúkdómurinn er settur í það sæti sem honum ber. Ef síðari kosturinn er valinn getur það Ieitt til þess að einstaklingur með sjúkdómsgreiningu getur í raun orðið heilbrigðari en sá sem telst heilbrigður. Með öðrum orðum: Einstaklingurinn nær að þroskast fram á við í stað þess að verða bitur og fastur í sjúkdómshlutverkinu. Frankl (1962/1996) skrifar um að vonin geri óþolandi aðstæður þolanlegri svo við missum ekki móðinn. Við sjúkdóma ryður vonin hindrunum úr vegi, von er andsvar óumbreytanlegs ástands, að eiga von er það að hugsa í möguleikum. Gentile og Fello (1995) komust að því í rannsóknum sínum að allt bendir til þess að góð líkamleg líðan sé forsenda fyrir því að hægt sé að sinna öðrum þáttum í heildrænni meðferð. Aðeins þegar sjúklingurinn er laus við líkamlega þjáningu, þarflausa þjáningu, er von um friðsæld. Heildræn nálgun tengir saman það sem er líkamlegt, félagslegt, sálarlegt og trúartilvistarlegt í lífi einnar manneskju. Þannig getur vísindaleg nálgun og nálgun sem snýst um tilgang og tilvist unnið saman að velferð líkama og sálar (Cobb, 1998). Vilhjálmur Árnason (2003) bendir á að virðing gagnvart manneskjunni sé þýðingarmesta hugmyndin í gjörvallri siðfræðinni og jafnframt sú sem erfiðast er að framfylgja. Síðustu áratugina hafa starfsstéttir í auknum mæli unnið saman að því að veita þjónustu sem miðar að því að styðja einstaklingaíað taka ábyrgðáeigin lífi. Teymisvinna þar sem sjúklingurinn og aðstandendur eru hluti af teymi sem setur sér markmið hefur sannað gildi sitt. Þverfagleg vinna byggist á að skoðal viðfangsefnin frá mörgum hliðum, sú íhlutun gefur kost á að kenna, læra og þiggja stuðning. I þessu sambandi er hægt að sjá fyrir sér bátverja, áratökin eru missterk en það er samhæfing þeirra sem skilar bátnum á leiðarenda. Lokaorð Viðhorf hins sjúka til lífsins tekur breytingum við langvinn veikindi og við það að fá sjúkdómsgreiningu. Togstreituglíman milli þess að vera fórnarlamb sjúkdómsins eða heilbrigður einstaklingur með sjúkdómsgreiningu getur opnað nýja möguleika. Lýsing sáifræðingsins Andersen (2003) á að heilbrigði búi í huganum er trúverðug, kannski í aðra röndina vegna reynslu hans af Parkinson-sjúkdómnum. Andersen leiðir að því líkum að maðurinn geti haldið áfram að vera fórnarlamb Að vera treyst fyrir lífi annarra leggur þá skyldu á herðar heilbrigðisstarfsfólks að axla ábyrgðina með sóma og virða rétt einstaldingsins til að velja hvernighann vill lifalífinu. Ef markmið meðferðar er að vera laus við tárin og leiðann er það eins og að hætta að lifa. Með lífsskránni er einstaklingum gert hægara um vik að axla ábyrgð á eigin heilsu og heilbrigðisstarfsmönnum auðveldað að standa vörð um réttindi skjólstæðinga sinna. Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.