Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 35
Fréttamolar...
þyrstir í nýjungar. Heilbrigðiskerfið er orðið svo
eitrað að hjúkrunarfræðingar vilja ekki lengur
vinna á sjúkrahúsunum. Þessi tilraun var leið til
að fá þá til að vinna í umhverfi þar sem þeir gátu
veitt meiri hjúkrun, meiri nærveru, leið sem gefur
fólki von. Eg er alveg furðu lostin yfir því sem er
að gerast, það er mikill sköpunarmáttur sem er
að verki þegar menn opna augun fyrir þessu.
Það eru fleiri en hjúkrunarfræðingar sem taka
þátt í þessum breytingum, líka félagsráðgjafar,
iðjuþjálfar og prestar. Læknirinn getur vegið og
metið hvað er mikilvægt fyrir þennan sjúkling,
hvers vegna þarf að gera þetta, og þessar
upplýsingar eru nú veittar öllu starfsliðinu. Það
er því mikið að breytast um þessar mundir. Miklu
skiptir að skoða hver er að baki sjúklingnum,
hver er manneskjan á bak við sjúklinginn."
- Er því verið að sameina lækningar austursins
og vestursins? „Já, algjörlega. Visku austursins og
niðurstöður rannsókna vestursins. Einn vinnufélagi
minn heiur sagt, þegar við höfum verið að innleiða
þessar nýjungar, að það sé eins og heilbrigðiskerfið
hafi fram að þessu eingöngu notað helming þeirra
möguleika sem fyrirfinnast til lækninga.
Spítalarnir hafa því verið veikir fram að þessu,
sumir baneitraðir. Þeir hafa verið sjúkir vinnu-
staðir fyrir starfsfólk og sjúkir staðir fyrir sjúklinga
að vera á. Hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum
hafa hætt í stórum stíl, farið að vinna hjá
lyfjafyrirtækjum, hjá fasteignasölum eða náð sér í
aðra menntun. Við erum með þessum tilraunum
að reyna að gera kerfið heilbrigðara því annars
lifir það ekki af.“
Jean Watson segir í lokin að mikið hafi að
undanförnu verið rætt um öryggi sjúklinga og
starfsfólks. „Það verður að líta á það frá sjónarmiði
sjúklinganna. Við getum unnið tæknivinnuna
vel og rétt en samt verið eyðileggjandi ef við
erum ekki umhyggjusöm. Eða við erum ef til
vill ekki að gera það sem við þurfum fyrir þessa
manneskju. Ég hef unnið heilmikið í sambandi
við meðvitund eða hvernig við erum nálæg.
Hvernig við vinnum með sjúklingnum, litlir hlutir
skipta máli, það eru þessi umhyggjuaugnablik
sem geta verið eyðileggjandi eða heilandi. Og ef
við opnum augun fyrir því opnum við fyrir allan
sköpunarmátt heimsins."
Úthlutun úr sjóöum
Úthlutað hefur verið úr sjóðum í vörslu Félags íslenskra hjúkrunar-
fræöinga. Helga Sif Friðjónsdóttir hlaut styrk til doktorsnáms í
geöhjúkrun úr Minningarsjóði Hans Adólfs Hjartarsonar og Jónína
Sigurgeirsdóttir og María Titia Ásgeirsdóttir vegna meistaranáms. Alls
bárust 13 umsóknir um styrki. Tvær umsóknir bárust vegna úthlutunar
úr Rannsókna- og visindasjóði hjúkrunarfræðinga frá þeim Hrafnhildi
Baldursdóttur vegna klínískrar rannsóknar og Þórdísi Katrínu Þorsteins-
dóttur vegna meistaranáms og fengu þær báðar styrki. 11 umsóknir
bárust vegna úthlutunar úr Minningarsjóöi Kristínar Thoroddsen en
styrkur var veittur Brynju Ingadóttur vegna meistaranáms.
Upplýsingamiðstöö heilsugæslunnar í síma 1700
Heilsugæslan hefur opnað upplýsingamiðstöð í síma 1700. Um er að
ræða nýja þjónustu til viðbótar við aðra þjónustu heilsugæslunnar.
Upplýsingamiðstöðin er opin frá 8-17 virka daga. Við hana starfa
reyndir hjúkrunarfræðingar sem leitast við að svara fyrirspurnum frá
öllum sem hringja, hvort sem þeir eru á höfuðborgarsvæðinu, úti á
landsbyggðinni eða í útlöndum, spurningum er varöa forvarnir, veikindi,
vanlíðan, slys og heilbrigðisþjónustu.
Að sögn hjúkrunarfræðinganna sem þar starfa er þjónustan enn í mótun,
en fyrirspurnir koma aðallega frá almenningi en einnig frá fagfólki í
heilbrigðisþjónustunni. Upplýsingamiðstöðin starfar í nánu samstarfi
við stjórnsýslu heilsugæslunnar og starfsfólk á heilsugæslustöðvunum
og er því í góöri aðstööu
til aö afla þeirra upplýsinga
sem þarf og getur haft
milligöngu um þá þjónustu
sem þar er veitt ef þörf er á.
Miðstöðin hefur einnig veriö
í sambandi við aðra aðila í
heilbrigðiskerfinu sem sinna
móttöku sjúkra og slasaðra
og átt samvinnu um að finna
réttan farveg fyrir þá sem til
hennar leita. Þjónustan er
án endurgjalds að öðru leyti
en því sem símtalið kostar. Öll símtöl við síma 1700 eru hljóörituö og
erindin skráð í Sögu-kerfið á kennitölu nema viðkomandi óski eftir
að gefa ekki upp kennitölu. Þessari þjónustu er ekki ætlað að koma í
staöinn fyrir þá símaþjónustu sem þegar er veitt af hjúkrunarfræðingum
á heilsugæslustöðvum, heldur er um viðbótarþjónustu að ræða, einkum
fyrir þá sem ekki vita eöa eru í vafa um hvert þeir geta leitaö eftir
ráðgjöf. Sjá ennfremur www.hr.is
HEILSUGÆSLAN
Upplýsingamiðstöð
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
33