Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 47
FRA FELAGINU
Aöalfundur CNR og ráöstefna
ICN í Tapei í Taívan
Nýr formaður kjörinr, dr. Hiroko Minami frá Japan
fyrir þau gildi sem ICN velur til að heiðra þau
sem eru og hafa verið leiðtogar í hjúkrun á
aðþjóðavísu. Stephen Lewis var heiðraður með
viðurkenningunni Health and Human Rights
Award. Hvor tveggja þessi viðurkenning er veitt
á fjögurra ára fresti.
Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru á
ráðstefnunni. Þar voru í boði meira en 1.500
kynningar, sem skiptust í aðalfyrirlestra, málþing,
vinnusmiðjur, sérsvið og veggspjaldakynningar.
Tveir af aðalfyrirlestrunum voru fluttir af þeim
Stephen Lewis, sem verið var að heiðra, en hann
er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna v. HIV/
AIDS í Afríku og fjallaði um AIDS í Afríku með
yfirskriftinni „Heilbrigði og mannréttindi". Síðan
rökræddi Pelanetete Stowers frá Samóaeyjum í
Kyrrahafinu um kenningar Virginiu Henderson;
hvort þær ættu við í dag og þá helst í hennar
umhverfi, Samóa - eyjaklasanum.
er hægt að nálgast fyrirlestrana, annaðhvort í heild sinni eða
skyggnurnar.
Aðalfundur CNR
Samhliða þessum ráðstefnum var haldinn aðalfundur CNR,
dagana 21.-23. maí. Á þeim fundi fóru fram hefðbundin
stjórnarstörf þar sem byrjað var á að kynna nýtt aðildarfélag, sem
boðið var velkomið í hópinn. Að þessu sinni var það hjúkrunarfélag
Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þrjú önnur hjúkrunarfélög
höfðu sótt um aðild að ICN en niðurstaða samþykktar annarra
aðildarfélaga lá ekki íy'rir áður en fundurinn byrjaði. Voru það
hjúkrunarfélög frá Rússlandi, Georgíu og Serbíu-Svartfjallalandi.
Á fundinum var kallað eftir að þau aðildarfélög sem samþykktu
að þessi lönd gengju í ICN gæfu samþykki sitt áður en fundinum
lyki og var það gert og hafa því þessi fjögur félög fengið fulla aðild
að ICN frá og með þessum fundi.
Fjögur málefni höfðu verið undirbúin af stjórn ICN sem
umræðuefni í vinnuhópum. Málefnin voru:
Ásta Möller var eini fslendingurinn sem hélt
fyrirlestur á ráðstefnunni, hún fjallaði um
mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar hefðu
áhrif í stjórnmálum. Ásta Möller stjórnaði einnig
málstofu á ráðstefnunni. Til frekari upplýsinga er
bent á heimasíðu ICN http://www.icn.ch/. Þar
1. Geðheilbrigði
2. Hlutverk stjórnvaida við reglugerðasetningar varðandi
réttindi fagfólks.
13. Oryggi sjúklinga og tengsl þess við mönnun og endurbætur
f hjúkrun.
4. Alnæmi, HIV/AIDS.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005