Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 39
 Menn eru síbreytilegir í síbreytilegum heimi Desmond segir ekki gert ráð fyrir öðru nú á tímum en fólk fari annað veifið í gegnum líf sitt, ígrundi það og geri viðeigandi breytingar. „Hin nýja endurbót vex upp af þessari ígrundun. Við lifum á tímum þar sem vísindi og trúarbrögð sem áður voru á öndverðum meiði eiga nú mun meira sameiginlegt en áður, þar sem þau halda að þau hafi öll svör við spurningum sem leitast við að finna sannleikann. Samfélagið hefur þróast út úr þessum hefðbundna hugsunargangi og segir: „Það er ekki til neinn endanlegur sannleikur." Við erum alltaf að endurskapa okkur í nýjum aðstæðum og erum ekki þau sömu frá einni stund til annarrar. Ungt fólk er búið að tileinka sér þessa nýju endurbót. Það grípur hugmyndir við ólíkar aðstæður og breytist. Það lítur gjarnan á eldri kynslóðina sem staðnaða, kynslóð sem heldur á lofti gildum um að stöðugleiki sé dyggð og ef þú breytir hugmyndum þinum og viðhorfum sé ekki hægt að treysta á þig og það sé merki um vanþroska. Tiltekin stöðnun er einnig í heilbrigðiskerfinu, flestir sjúklinganna eru gamlir en starfsfólkið yngra." Hann er í lokin spurður hvort hann hafi ígrundað hver sé rauði þráðurinn í rannsóknum hans, sem fljótt á litið virðast vera ólíkar innbyrðis. „Ætli það sé ekki persónulegur vöxtur, fullnægja í því sem ég hefst að, áhugi á að gera stofnanir betri og manneskjulegri. Mér finnst samfélög áhugaverð þar sem fólk hefur tök á að rækta hæfileika sína eins og t.d. á Kúbu en stjórnvöld stuðla að því að fólk rækti persónulega hæfileika sína, hvort sem þeir eru á því sviði að viðkomandi verður ballettdansari eða hafnaboltaspilari," svarar hann og brosir. Fréttamolar. Hægt aö nálgast lífsskrá á heimasíöu Landlæknis- embættisins, sjúkrahúsum og heilsugæslustöövum Nefnd á vegum Landlæknisembættisins, sem unniö hefur aö gerö lífsskrár og leiöbeininga meö lífsskrá, hefur lokið störfum og er lífsskráin nú oröin aögengileg almenningi. Tilgangur lífsskrár er að einstaklingar fái að deyja með reisn og að aðstandendur séu eins sáttir við ákvarðanir sem teknar eru við lífslok og kostur er. I lífsskránni eru óskir um meðferð við lok lífs og tilnefning umboðsmanns sem hefur umboð til að koma fram fyrir hönd viðkomandi, taka þátt i umræðum um óskir varðandi meðferð við lífslok, hvort heldur það er að þiggja, hafna eða draga til baka meðferð. Einnig erfólki gefinn kostur á að taka afstöðu til hvort það vill gefa vefi eða líffæri. Ýtarlegar leiöbeiningar til höfunda greina í tímaritinu á heimasíðu „í meginatriðum á góð frœðslugrein að hafa: Fyrirsögn sem vekur forvitni og áhuga. Inngang sem setur lesandann vel inn í efni greinarinnar og viðheldur áhuga hans. Meginmál með dœmum og/eða rókstuðningi. Sömuleiðis verðurað huga að því að textinn „renni vel" og það „lofti" vel um efnið en það er best tryggt með millifyrirsögnum. Lokaorðin eiga að draga fram niðurstöður eða a.m.k. það markverðasta úr meginmálinu. Þau eiga líka að haldast i hendur við fyrirsögn og inngang. Töflur og myndir eiga að vera á viðeigandi stöðum og vera í góðu samhengi við textann. Þœr eru ekki til skrauts heldur til oð styðja eðo ouíco innihald greinarinnar." m Tímarit hjúkrunarfræðinga •--¦"'¦ - rr, L*i3M>nngjr til hifunda timJ'IUgrtúu Textinn hér að ofan er tekinn úr leiðbeiningatexta til höfunda fræðslugreina fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga sem settur hefur verið á heimasíðuna www.hjukrun.is. Ritnefnd og fræðiritnefnd hafa undanfarið unnið ötullega að því að aðstoöa höfunda viö ritun fræði- og fræðslugreina til að auðvelda skriftir fyrir tímaritið. Ritstjórnarstefnan hefur einnig verið uppfærð og búnar til starfsreglur ritnefndanna sem er einnig að finna á heimasíðunni. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.