Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 36
Valgeröur Katrín Jónsdóttir „Fjöltrúarleg endurbót er aö eiga sér stað" - segir Desmond Ryan Dr. Desmond Ryan er félagsfræöingur sem hefur notaö eigindlegar rannsóknaraöferöir í störfum sínum, en áhugasviö hans er að kanna menntun á háskólastigi og rannsaka störf þeirra sem vinna aö því aö bæta velferö fólks. Hann hefur gert rannsóknir á ítölskum kennurum og félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum í Skotlandi, prestum á Englandi, einkaháskólum í Argentínu og „grænu" heilbrigðisstefnunni á Kúbu. Nú um stundir er hann að vinna rannsókn á hvernig hinum andlega þætti er sinnt í heilbrigðiskerfinu í Skotlandi. Dr. Desmond flutti! fyrirlestur á ráðstefnunni um hlutverk ígrundunar til að^ komast yfir andlega neyö þegar vandamál koma upp í vinnu við rannsóknir. Hann er fyrst spurður hvers vegna hann hafi farið að vinna við rannsóknir á hjúkrun. Hann segist hafa verið beðinn að meta grunnmenntun hjúkrunarfræðinga 1986 en |þá var hjúkrunarmenntun ekki komin á háskólastig. „Flestir hjúkrunarfræðingar í Skotlandi voru menntaðir í skólum sem sjúkrahúsin ráku, þetta var hefðbundið þriggja ára nám. Skipt var niður í sex einingar og í hverri einingu voru tvær til þrjár ivikur á skólabekk og tíu vikna starfsþjálfun á sjúkrahúsinu. Stundum var vikunum tíu skipt niður í tvö fimm vikna tímabil | og í sumum tilfellum var um smásérhæfingu að ræða. Ég var beðinn að meta námið. Mér fannst þetta mjög áhugavert, þar sem ég hafði rannsakað menntun félagsráðgjafa áður I og doktorsritgerð mín fjallaði um kennaramenntun á Italíu. . Leiðbeinandi minn var með bestu sérþekkingu á þessu sviði jsvo ég hafði góða undirstöðumenntun og reynslu," segir Desmond. Skólar sjúkrahúsanna voru að mestu leyti verksmiðjuskólar Hann segir að með því að horfa gagnrýnisaugum á hjúkrunar- námið þá hafi skólar sjúkrahúsanna að mestu leyti verið verksmiðjuskólar, afurð iðnbyltingarinnar á Bretlandi. Á tímum iðnbyltingarinnar kröfðust stjórnvöld þess að börn ættu rétt á að fá menntun en verksmiðjum var leyft að setja upp skóla í verksmiðjunum svo börnin gætu unnið hálfan daginn og verið í skólanum hinn hluta dagsins. Tilgangurinn með þessu var að verksmiðjan missti ekki af vinnu barnanna Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005 Desmond Ryan er félagsvisindafræöingur meö sérstakan áhuga á menntun heilbrigöisstarfsfólks innan háskólakerfisins og hefur gert fjölmargar rannsóknir á þessu sviði. Undanfarin tvö ár hefur hann verið að rannsaka andlega umönnun innan skoska heilbrigðiskerfisins með tilliti til þeirrar menntunar og undirbúnings sem slík umönnun krefst af heilbrigðisstarfsfólki. Hann er einnig stundakennari við hjúkrunardeild háskólans í Edinborg. Hér er hann að undirbúa fyrirlestur sinn ásamt tauru Scheving Thorsteinsson. með því að þau færu í skólana. „Mér sýndist ýmislegt benda til að hjúkrunarmenntunin væri um margt lík þessu. Námið var skipulagt með tilliti til vinnunnar á sjúkrahúsinu. Ég skoðaði m.a. spennuna í nemendunum milli þess að vera nemandi og starfsmaður sjúkrahússins. Nemendurnir höfðu næstum engin réttindi þar sem þeir voru starfsmenn sjúkrahúsanna, J þeir höfðu engin réttindi sem nemendur, þeir borguðu ekki skólagjöld og voru ekki í þannig sambandi við kennara sína. Kennarinn var ekki bara kennari, heldur líka yfirmaður í vinnunni á sjúkrahúsinu. Mér sýndist þetta ekki mjög gott umhverfi til að læra í. Nemendurnir virtusf. nær eingöngu læra að verða öruggir sérfræðingar í klínísku umhverfi. Þetta hafði undarlegar afleiðingar, ein þeirra var að þeir endurtóku' hluti mjög oft því þeir voru aldrei alveg vissir, þeir voru nemendur að læra, það voru alls kyns menntunarlegir gallar á þessu fyrirkomulagi þar sem gert var lítið úr þeirri kennslu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.