Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 22
20
Geta þeir meðtekið fræðslu?
Flestir vita hve miklu máli skiptir að fræöa sjúklinga um aðgerðir af ýmsu tagi, ekki síst skurðaðgerðir.
Þær Þórgunnur Jóhannsdóttir og Margrét Marín Arnardóttir gerðu rannsókn undir leiðsögn Lauru Scheving
Thorsteinsson á þeirri fræðslu sem sjúklingar frá bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut
fá og hvaða upplýsingar þeir hefðu viljað fá.
Um símakönnun var að ræða, þátttakendur voru 31 talsins á
aldrinum 20-89 ára. I ljós kom að sjúklingarnir fengu flestir
fræðslu fyrir aðgerðina, en hún hefði að mati þeirra mátt vera
ýtariegri og betri. I flestum tilfellum voru það læknar sem sáu
um fræðsluna þótt fjölmargir aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafi
tekið þátt í henni. Sjúklingunum fannst fræðslan almennt
skiljanleg og nýtast þeim vel. Flestallir sjúklingarnir vildu fá
munnlega fræðslu við þessar aðstæður. Það var mat þeirra
Þórgunnar og Margrétar að heilbrigðisstarfsfólk þyrfti að vera
meira vakandi fyrir fræðslu sjúklinga, einkum hvað það er sem
einstaldingurinn vill vita og hvað hann þarf nauðsynlega að
vita fyrir aðgerð.
Mikilvægi skipulagðrar sjúklingafræðslu
Fræðsla, sem hjúkrunarfræðingar veita skjólstæðingum sínum,
hefur fylgt hjúkrunarstarfinu frá upphafi. Florence Nightingale
lagði mikla áherslu á að fræða sjúklinga og svo gerði einnig
Lillian Wald. Skipulögð sjúklingafræðsla var þó talin nánast
engin hér á landi fram til ársins 1965 en frá þeim tíma var
markvisst farið að fræða sjúklinga. Erlendar rannsóknir hafa
sýnt að mikilvægt er að auka sjúklingafræðslu og mikilvægt
er talið að hjúkrunarfræðingar taki þátt í að útbúa og velja
fræðsluefni þar sem þeir þekki vel þarfir sjúklinganna.
Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga frá
1997 eiga sjúklingar rétt á fræðslu um heilsufar,
ástand og batahorfur og rétt á fræðslu um
fyrirhugaða meðferð, framgang og gagnsemi. 1
siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
kemur fram að hjúkrunarfræðingur á að vera
málsvari sjúklinga og standa vörð um réttindi
þeirra og stuðla að því að skjólstæðingur eða
forráðamaður hans geti tekið upplýsta ákvörðun.
Algengasta fræðsluefni til sjúklinga er prentað
efni. Rannsóknir hafa sýnt að prentað efni er
mjög árangursríkt við fræðslu og munnleg fræðsla
fylgir þar fast á eftir. Hvort tveggja hefur kosti og
galla og því nrælt með að veita sjúklingum bæði
munnlega og skriflega fræðslu.
Margir þættir geta haft áhrif á sjúklingafræðslu.
Tii að aðstoða hjúkrunarfræðinga við fræðsluna
er því gagnlegt að gera sér grein fyrir hvað það
er í umhverfinu sem getur dregið úr athygli
sjúklingsins og huga að ýmsum líkamlegum
atriðum, svo sem aldri, streitu, kvíða og áföllum
sem sjúklingurinn hefur orðið fyrir.
Sjúklingafræðsla hefur lítið verið rannsökuð á íslandi undanfarin
ár og getur þessi rannsókn því gefið fyllri mynd af fræðslu sem
skurðsjúklingar al bráðamóttöku fá hér á landi. Þær Þórgunnur
og Margrét Marín störfuðu á bráðamóttöku Landspítala -
háskólasjúkrahúss við Hringbraut meðan á námi stóð og kynntust
því ferli sem einstaklingar ganga í gegnum fyrir skurðaðgerð. Þær
höfðu mikinn áhuga á að kanna hvort sjúklingar geta meðtekið
fræðslu meðan verið er að undirbúa þá fyrir skurðaðgerð og
hvernig þeir vilja hafa þá fræðslu. Þær voru einnig á þeirri skoðun
að fræðsla væri nrjög mikilvæg fyrir sjúklinga þar sem hún getur
veitt sjúklingum innsýn í það ferli sem þeir eru að ganga í gegnum
og getur dregið úr óvissu, kvíða og þunglyndi vegna veikindanna og
aukið virkni og vellíðan fyrir og eftir skurðaðgerð. Fræðslan getur
einnig stuðlað að samvinnu sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna og
hjálpað sjúklingum að búa sig undir tímabilið eftir skurðaðgerðina
og flýtt raunverulegum bata.
Þegar ákvörðun hefur verið tekin um skurðaðgerð
hefst undirbúningsferlið en því lýkur þegar
sjúklingur hefur verið fluttur á skurðstofuna.
Lykilhlutverk hjúkrunarfræðinga í þessu ferli
er að fræða sjúklinga um mikilvægi þess að
fyrirbyggja fylgikvilla. Misjafnt er hvernig staðið
er að undirbúningi fyrir skurðaðgerð. Sú staða
getur komið upp að ekki gefist tími til að veita
sjúklingum ýtarlegan undirbúning þegar þeir
þarfnast bráðrar skurðaðgerðar.
I þeim tilfellum skiptir vitaskuld mestu máli
að bregðast við lífshættulegu ástandi sjúklings
og minnka sársauka. Þar sem mikið veikir
sjúklingar hafa um margt að hugsa og hafa
takmarkaða orku er ekki gott að gefa þeim meiri
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005