Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 30
Herdís Jónasdóttir Ráðstefna um heildræna nálgun umönnunar innan heilbrigðisþjónustunnar „Do you know Erna Haraldsdottir?" var meðal þess sem Christopher Johns spurði mig á fyrsta fundi okkar á Englandi í febrúar 2003. Hann hafði samþykkt að vera leiðbeinandi minn í rannsóknarverkefni mínu til meistaragráðu við RCNI (Royal College of Nursing Institute) á Englandi (í fjarnámi í gegnum Háskóla Akureyrar). Það var mjög sérstakt að hann skyldi spyrja mig að þessu því viö Erna höfðum kynnst á sínum tíma þegar ég hóf störf á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Ég sagðist þekkja hana já, en vissi að hún væri nú flutt til Edinborgar og væri í doktorsnámi sínu þar í tengslum við líknandi hjúkrun. Þá sagöi hann mér að Erna, Sigríður Halldórsdóttir prófessor og hann hefðu hist á ráðstefnu fyrir nokkrum árum sem var um líknandi meöferð og þau hefðu haft áhuga á að setja saman ráðstefnu um svipað efni á Islandi. Christopher Johns er með þekktari nöfnum innan hjúkrunar hvað viðkemur þróun og innleiðingu á virkri ígrundun í starfi (reflective practitioner). Hann er upphafsmaður ráðstefnu sem er haldin árlega þar sem fagaðilar koma saman og ígrunda ákveðin málefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vera með þeim í að undirbúa ráðstefnu á Islandi sem væri ígrundun á heildrænni umhyggju (reflection on holistic care). Frá því ég kynntist ígrundun í meistaranámi mínu hef ég haft mikinn áhuga á því og hafði einnig leitt hugann að því hvernig hægt væri að hafa góða kynningu á því hér á landi. Með ráðstefnu er væri ígrunduð (reflective) gæfist einstakt tækifæri til að koma á fót almennri umræðu um virka ígrundun í starfi sem og heildræna nálgun innan heilbrigðisþjónustunnar. 28 Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.