Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 51
VIÐTAL Geir Guösteinsson Efldi tengslanet hjúkrunar- fræöinga ... Efldi tengslanet hjúkrunarfræðinga í stjórnmálum og við rannsóknarstörf Ásta Möller var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá stofnun félagsins árið 1994 og í fimm ár. Áður hafði Ásta verið formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga fram að því að félagið sameinaðist Hjúkrunarfélagi íslands. Hún sleppti þó ekki hendinni af félagsstarfi fyrir hjúkrunarfræðinga því hún tók sæti í stjórn ICN, „International Council of Nurses", á árinu 1999 og var kjörin varaformaður 2001. Hún lét af þeim störfum á fulltrúaþingi ICN sem haldið var í Taívan í maímánuði sl. Ásta hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði sem varamaður og aðalmaður, en var eftir síðustu alþingiskosningar fyrsti varaþingmaður Sjálfstæöisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nú þegar Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur látið af þingmennsku, er Ásta aftur komin á þing sem aðalmaður. Frá vinstri Ásta Möller 2. varaformaður ICN, Elenor Ross 1. varaformaður ICN frá Kanada, og Yu Mei Shou 3. varaformaður ICN frá Taiwan, en þær gengu allar úr stjórn ICN i Taiwan. — ICN eru mjög öflug samtök. Hver var tilgangurinn með stofnun þeirra og hver eru meginatriðin í starfi samtakanna í dag? | „ICN var stofnað árið 1899 í London af hjúkrunarfræðingum í nokkrum löndum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Tilgangurinn var að efla samtakamátt hjúkrunarfræðinga og var ICN fyrsta fagfélag heilbrigðisstarfsmanna í heiminum. I heila öld hafa svo verið að bætast ; við ný landsfélög hjúkrunarfræðinga og eru þau nú frá 130 þjóðlöndum. I dag eru þrjár meginstoðir í starfi ICN. I fyrsta lagi eru það málefni sem varða velferð, starfskjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, í öðru lagi fagleg málefni sem snúa aðallega að menntun hjúkrunarfræðinga, þróun fagsins, vísindum, rannsóknum o.fl., og í þriðja lagi lagaumhverfi hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og staða innan heilbrigðis- kerfisins,“ segir Ásta Möller. Efla samtakamátt — Hver var aðdragandinn að því að þú varst kjörin í stjórn ICN og hver voru og hafa verið þín helstu verkefni innan stjórnar samtakanna? Hjúkrunarfélag íslands gekk í ICN árið 1930, áður en Island varð sjálfstætt ríki. Þetta var mikil framsýni enda var félaginu stjórnað af valkyrjum. Á þessum tíma gáfust ekki margir kostir fyrir konur til að mennta sig. Hjúkrun var þá önnur tveggja viðurkenndra menntaleiða fyrir konur, hin leiðin var kennsla. Þetta voru því klárustu konurnar í samfélaginu, oft konur af háum stigum, konur sem höfðu mikla löngun til menntunar. :„Þegar ég kem inn í stjórn ICN árið 1999 er það við nokkuð sérstakar aðstæður. Árið 1997 var stjórnarkjör á fulltrúafundi í Vancouver í Kanada en tveimur árum seinna hætti norski fulltrúinn í stjórninni vegna þess að hún varð ráðherra í ríkisstjórn Noregs. Þá var ég beðin að taka sæti hennar. Eg var þar í tvö ár og var svo kjörin í stjórn ICN árið 2001 og tók við embætti varaformanns. Ég hafði þá verið formaður hjá félögum hjúkrunarfræðinga um tíu ára skeið og hafði m.a. beitt mér fyrir því að bæta kjör Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.