Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 52
og vinnuaðstæður félagsmanna, sem kalla má hina eiginlegu
verkalýðsbaráttu. Ég kem því inn sem ákveðinn sérfræðingur í
kjaramálum og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.
Ég varð formaður nefndar innar stjórnar samtakanna sem
hafði yfirumsjón með þeim málum. ICN vinnur náið með
Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og Alþjóðaheilhrigðis-
málastofnuninni (WHO) að ýmsum verkefnum og sem ráðgjafi,
en höfuðstöðvar þessara stofnana eru í Genf’ í Sviss eins og
skrifstofur ICN.
„Ég hef m.a. beitt mér fyrir því aö
efla rödd hjúkrunarfræöinga í umræöu
um heilbrigðismál á alþjóöavettvangi.
Þetta er stærsta heilbrigðisstéttin
innan heilbrigðiskerfisins í heiminum
og í beinu sambandi viö sjúklingana.
Þeir ættu því aö vera í sterkri aðstööu
til þess aö hafa áhrif á hvernig
heilbrigðisþjónustan er mótuö. Ég var
innan stjórnar ICN talsmaður þess að
hjúkrunarfræðingar töluöu út."
Ég get nefnt sem dæmi að á starfstíma
mínum sem varaformaður ICN kom
ég að starfi ráðgjafarnefndar á vegum
þessara alheimssamtaka sem fékk
það hlutverk að gera rannsóknir
um ofbeldi gagnvart starfsfólki á
heilbrigðisstofnunum og gefa út
leiðbeiningar um hvernig taka ætti á
slíkum málum, m.a. með forvörnum
og stuðningi við starfsfólk. Þetta efni
er nú til og aðgengilegt á vef ICN.
Hér heima hafði Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga staðið fyrir
rannsókn ásamt Sókn og Starfsmannafélagi ríkisstofnana um
ofbeldi á vinnustöðum. Sú rannsókn leiddi í Ijós að mjög hátt
hlutfall hjúkrunarfræðinga, eða um 20%, haf'ði lent í ofbeldi á
vinnustað á síðustu sex mánuðum, hæði af hálfu samstarfsfólks
og sjúklinga, áður en rannsóknin var gerð. Ofbeldið var bæði
líkamlegt og andlegt. Ég gat því miðlað af reynslu minni hér
heima á þessu sviði."
Menntun hjúkrunarfræöinga misjöfn eftir heimshlutum
Ásta segir að menntun hjúkrunarfræðinga sé mjög mismunandi
eftir því hvar í heiminum þeir starfa, þótt starfsheitið sé það;
sama. Menntunin geti verið allt frá því að vera starfsnám í eitt
ár þegar viðkomandi er kannski ekki nema 16 til 17 ára, þótt í
dag sé almennt miðað við þriggja ára nám hið minnsta, upp í
að vera hjúkrunarfræðingar með doktorsgráðu.
Grunnnámið á Islandi stendur mjög framarlega og segir Asta að
Island hafi verið fyrsta iandið í hciminum sem bauð eingöngu
upp á hjúkrunarnám á háskólastigi. Það gerðist árið 1986.
ICN leggur ríka áherslu á menntunarmál hjúkrunarfræðinga og
hefur aðstoðað félög hjúkrunarfræðinga víða um heim við að
þrýsta á stjórnvöld um bætta menntun stéttarinnar. Jafnframt
má segja að ICN sinni ákveðinni þróunaraðstoð gagnvart
þeim þjóðum sem standa höllum fæti. I mörgum löndum hafi
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
hjúkrunarfræðingar mjög lélega aðstöðu til að
semja um kaup og kjör.
„Eitt af því sem ICN hefur tekið að sér með hjálp
alþjóðlegra styrkja, t.d. frá þróunarsjóðum ríkja og
styrkjum frá stórfyrirtækjum eða einstaklingum,
er að fara af stað með verkefni sem eiga að styðja
við þróun hjúkrunar í viðkomandi löndum. I
mörgum Suður-Ameríkulöndum, Afríkulöndum;
og á Kyrrahafseyjum hafa
verið sett af stað námskeiðj
sem miða að því að taka
inn hjúkrunarfræðinga semj
eru líklegir leiðtogar innan
stéttar og kenna þeim að
semja um kaup og kjör
og kenna þeim að byggja
upp félag sem bakhjarl
fyrir hjúkrunarfræðinganai
í landinu. Einnig kenna
þeim að ýta á stjórnvöld
til þess að sett verði
hjúkrunarlög í viðkomandi
Iandi, setja ramma utan
um starfsgreinina. Því
er víða mjög ábótavant. Víða um lönd hafai
hjúkrunarfræðingar Iitla sem enga faglega vernd."
Stærsta heiIbrigöisstéttin innan heil-
brigöiskerfisins
— Vortí það einhver mál eða málaflokkar sem
þii barðist sérstaklega fyrir meðan þii varst í
stjórn Alþjóðasamtaka hjiikrnnarfræðinga?
„Ég varð þingmaður árið 1999, og þetta var í fyrsta
sinn sem þingmaður sat í stjórn samtakanna.
Ég var hins vegar komin í stjórn ICN áður en
ég var kjörin til setu á Alþingi. Ég hef m.a.
beitt mér fyrir því að rödd hjúkrunarfræðinga
heyrðist innan samtakanna. Þetta er stærsta
heilbrigðisstéttin innan heilbrigðiskerfisins í
heiminum og í beinu sambandi við sjúklingana. j
Þeir eru því í sterkri aðstöðu til þess að hafa
áhrif á hvernig heilbrigðisþjónustan er mótuð.
Ég var innan stjórnar ICN talsmaður þess að
hjúkrunarfræðingar töluðu út.
Þeir eiga að tala meira um starf sitt og mikilvægi
þess og vera virkari út á við, s.s. í stjórnmálum,
og móta það samfélag sem þeir eru í.