Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friöfinnsdóttir Tími til breytinga Starfsáætlun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga fyrir tímabilið 2005-2007 var afgreidd samhljóða á fulltrúaþingi félagsins í maí sh Segja má að tvennt einkenni þessa starfsáætlun, þ.e. að aðalkjarasamningar félagsins eru í höfn til 2008 og að mikil endurskoðun á starfsemi félagsins er framundan. A tímamótum hefur tíðkast að líta yfir farinn veg, meta árangur af störfum, horfa til framtíðar og breytinga sem hugsanlega væru til bóta. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnaði 10 ára sameiningarafmæli og 85 ára afmæli á síðasta ári. Slík tímamót eru kjörin til endurskoðunar á starfsemi félagsins. Ljóst má vera að uppbygging og ýmsar áherslur í starfi félagsins hafa að mörgu leyti ekki verið í takt við nýja tíma, nýja tækni og nýjar áherslur í menntunarmálum og heilbrigðisþjónustu. Forsvarsmenn félags, sem í senn er fagfélag og stéttarfélag, þurfa jafnan að vera vakandi yfir kröfum og þörfum iélagsmanna sinna og leitast við að félagið þjóni félagsmönnunum sem best. Þá er einnig mikilvægt að uppbygging félagsins sé þannig að hjúkrunarfræðingum finnist þeir geta haft áhrif á áherslur í störfum þess og framgang mála eftir því sem við á hverju sinni. I starfsáætluninni er gert ráð fyrir að gerð verði viðamikil könnun á starfsemi félagsins nú á haustmánuðum. Um fjórþætta könnun verður að ræða; í fyrsta lagi verður almenn þjónusta skrifstofu og starfsmanna félagsins skoðuð; í öðru lagi verður kallað eftir viðhorfum félagsmanna til nýtingar þess fjár sem greitt er í orlofssjóð félagsins; í þriðja lagi verður leitað upplýsinga um símenntun hjúkrunarfræðinga og hvert hlutverk félagsins á að vera í þeim málum; og í fjórða lagi verður spurt um viðhorf hjúkrunarfræðinga til efnistaka í tímaritinu okkar. Hlutverk skrifstofu félagsins og starfsmanna þess er fyrst og fremst að þjónusta hjúkrunarfræðinga og gæta hagsmuna þeirra á víðum grunni. Með hreytingum í samskiptatækni og upplýsingagjöf opnast nýjar leiðir til að þjónusta hjúkrunarfræð- inga. Ymsir þjónustuþættir félagsins byggjast á gömlum hefðum sem krefjast endurskoðunar. Elsa B. Friöfinnsdóttir Upplýsingar frá félagsmönnum um ánægju þeirra t.d. með upplýsingagjöf og fræðslu, um hagsmunagæslu í réttindamálum, um vefsvæði félagsins, um almenna afgreiðslu, og reyndar starfsemina í heild, eru grundvöllur réttra áherslna í þjónustu félagsins. Á hverju vori berast allmargar kvartanir til skrifstofunnar vegna ráðstöfunar orlofsfjár félagsins. Launagreiðandi greiðir nú 0,25% af heildarlaunum hvers hjúkrunarfræðings í orlofssjóð félagsins. Eins og fram kemur í starfsreglum orlofssjóðs Fíh er tilgangur sjóðsins að auðvelda hjúkrunarfræðingum að njóta orlofs síns. Hvort það er best gert með því að bjóða upp á sem flesta sumarbústaði, orlofsíbúðir hérlendis og/eða erlendis, eða veita hjúkrunarfræðingum orlofsstyrki, er hjúkrunarfræðinga sjálfra að svara. Hjúkrunarfræðingar leggja milda áherslu á að viðhalda þekkingu I sinni í hjúkrun og afla sér þekkingar á öðrum sviðum. Fjölmargar umsóknir í starfsmenntunarsjóð félagsins bera því glöggt vitni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undanfarin ár ekki átt virka aðild að sí- og endurmenntunarmálum hjúkrunarfræðinga. Að því leyti hefur faghluti félagsins vikið fyrir stéttarfélagshlutanum. Hvert hlutverk félagsins á að vera í símenntunarmálum er þó óljóst, ekki síst með hliðsjón af ágætu framboði á styttri og lengri námskeiðum og formlegu námi. Tímarit félagsins hefur löngum mátt sæta gagnrýni. Sitt sýnist hverjum um efnistök. Á meðan sumir hjúkrunarfræðingar kvarta yfir því að blaðið sé allt of þungt, allt of mikið sé af rannsóknagreinum þar sem hver tilvitnunin relcur aðra, kvarta aðrir yfir því að auka þurfi vægi fræðilegs ritrýnds efnis til að gera tímaritið að sönnu vísindariti. Gagnrýni á efnistök blaðsins er ekki ný af nálinni. I 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags Islands frá 1970 birtist lesendabréf þar sem finna mátti eftirfarandi umsögn um tímaritið og í raun einnig félagið: „Blaðið er, eins og félagið, sem gefur það út: dauf glansmynd. Þar er svo til aldrei tekið á þeim málefnum, sem verða að teljast stórvægileg fyrir hjúkrunarstéttina.“ Vonandi líta fáir hjúkrunarfræðingar félagið sitt og tímaritið þessum augum í dag en áherslur í efnistökum blaðs, sem í senn á að vera fræðandi og upplýsandi fyrir félagsmenn en einnig að vera kynning á félaginu út á við, verða að vera þannig að hver og einn hjúkrunarfræðingur kynni sér meginefni hvers tölublaðs og sé stoltur af „tímaritinu sínu“. Afrakstur könnunar eins og hér er lýst er alfarið háður þátttöku hjúkrunarfræðinga sjálfra. Því fleiri svör og því fleiri ábendingar sem fást, þeim mun betri árangurs má vænta. Eg biðla því hér með til hjúkrunarfræðinga að þeir bregðist vel við, svari könnuninni fljótt og vel og hjálpi þannig stjórn og starfsmönnum félagsins við að gera gott félag enn betra. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.