Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 49
I Nýr formaöur ICN er dr. Hiroko Minami frá Japan. Það er bætt oft upp með minna menntuðu og illa þjálfuðu fólki sem aftur Ieiðir til mikils óöryggis. Betur menntaðir hjúkrunarfræðingar flýja úr landi sem setur ástandið í enn verri stöðu. Því er þetta orðinn vítahringur. Þróunarlöndin kölluðu eftir leiðbeiningum frá ICN. í vestrænum ríkjum er staöan allt önnur, þar er aukin krafa um hagræðingu og framleiðni Sjúkrastofnunum er í dag stjórnað sem framleiðslufyrirtækjum með fjárhags- og viðskipta- sjónarmiðum. I umræðunni kom t.d. fram frá einu landinu að krafa er um að minna menntað fólk taki að sér störf í öldrunarþjónustu, semj hefur valdið því að hjúkrunarfræðingar vilja ekki vinna við slíkar aðstæður og því er skortur á hjúkrunarfræðingum á öldrunarstofnunum, semi ekki var áður. Það er ekki skilningur hjá þeim| sem stjórna með peningasjónarmiðum að það þurfi vel menntað fólk til að sinna sjúklingum. Þar kom einnig fram að það vantaði leiðbeiningar frá alþjóðlegu samtökunum. I umræðunni frá Vesturlöndunum kom einnig fram að þar sem eru sterk tengsl á milli hjúkrunarsamfélagsins og yfirvalda væri líka unnið markvisst að þessum málefnum, m.a. í Bretlandi. Þar væri viðurkennt að „umhverfi FRA FELAGINU Aöalfundur CNR og ráöstefna ICN í Tapei í Taívan Glefsur úr gömlum blöðum Þegar ég valdi hjúkrun aö ævistarfi, vissi ég harla lítið um hvers var aö vænta. I huga mínum bar ég þá mynd, er ég öölaöist viö lestur blaöagreina og af aö virða fyrir mér myndir hjúkrunarkvenna - hvítur einkennisbúningur og öryggi í svipnum. Fyrstu vonbrigðin urðu að í stað hvítu skónna tandurhreinu biðu mín svartir sokkar og skór. í kjölfarið fylgdu fleiri afhjúpanir raunveruleikans - lexíur, bekjur og stólpípur, jafnvel blóðslettur á einkennisbúningnum. Það var eigi fyrr en eftir að námið hófst, að mér varð Ijóst að ég þurfti fleiru að sinna en hjúkrun sjúkra líkama, starfiö hafði einnig sína sálrænu og trúarlegu hlið. Ég minnist að hafa lesið eitthvað á þá leið að „hver dagur er reynslu ríkari". Á hverjum degi við hjúkrunarstörf hefi ég reynt eitthvaö nýtt, sem hefur kennt mér margt og auðgað líf mitt. Ég hefi komist að raun um að umhyggja fyrir öðrum gefur manni fullnægingu og hugarró, ekki vegna þess að skyldan býður svo að gjöra, heldur vegna þess að kalliö verður manni hugljúft. Eigi er maður ávallt svo lánsamur aö fá „fyrirmyndar sjúklinginn" til að annast, þvert á móti, stundum eru þeir næsta erfiðir og heimtufrekir. Engu síöur lærist okkur að sjá yfir slíkt og reynum að lina þrautir og létta áhyggjur með vinsemd og skilningi." (Hjúkrunarkvennablaöiö 1. tbl. 1958, Hvers ber að vænta af hjúkrunarnámi þýtt úr „The Canadian" Nurse desemberhefti 1957) Vindur rannsókna blæs yfir hjúkrun á Norðurlöndum í haust. Hjá okkur öllum starfa nefndir, sem kynna sér grundvallarreglur rannsókna og ræða rannsóknaáætlanir. Við ritum um rannsóknir, hugsum um rannsóknir, skipu- leggjum rannsóknir. Innan tíðar munum við taka þátt í mikilsverðri rannsóknarráðstefnu, þar sem sérfræðingar Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna mæta, undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfólk, sem hefur staðgóöa reynslu og innsýn í þessa tiltölulega nýju grein hjúkrunar. Okkur er alltaf að verða betur og betur Ijóst að þetta mun verða á næstunni; rannsóknarstörf í hjúkrun verða fyrr eða seinna stöðugur hluti starfsins, sjálfur tengiliðurinn. (Tímarit hjúkrunarfélags islands 4 1966, bls. 107. Helga Dagsland, Hvernig á aö koma á og halda við rannsóknarstörfum í hjúkrun?) Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.