Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 18
Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur B.Sc. og
Hafdís Skúladóttir lektor við HA
Fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur
- ákvaröanir um meöferöarúrræöi
Tilgangurinn að baki skrifa um „fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur" er að opna umræðu um meðferöarmögu-
leika í Ijósi laga um réttindi sjúklinga. Þaö er ekki unnt aö skoöa meðferöarmöguleika án þess að hugleiða
jafnhliða mannleg samskipti innan heilbrigöiskerfisins.
Það sem lagt er til grundvallar í umfjölluninni er Leiðbeiningar
um meðferð við lok lífs (Landlæknisembættið, 1996), Lög
um réttindi sjúklinga nr. 74 (Alþingi, 1997) og Lífsskrá
(Landlæknisembættið, 2005). Markmið laganna er að
tryggja réttindi sjúklinga, styrkja réttarstöðu þeirra og styðja
trúnaðarsamband milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.
Vorið 2005 setti nefnd á vegum Landlæknisembættisins saman
svokallaða „lífsskrá", með henni gefst tækifæri til að ganga frá
hnútum sem lúta að dauðanum eins og hverjum og einum
hugnast best. Fjallað er um rétt einstaklinga til þess að sleppa
erfiðum rannsóknum og vonlausum meðferðartilraunum þegar
læknandi meðferð er ekki lengur inni í myndinni.
Fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur - ákvarðanir um
meðferðarúrræði
Allt til ársins 1997 byggðust réttindi sjúklinga á dreifðum
laga- og reglugerðarákvæðum. Réttindi sjúklinga voru fyrst og
fremst skoðuð út frá siðareglum starfsstéttanna sem önnuðust
þá. Árið 1996 setti Landlæknisembættið fram leiðbeiningar
um meðferð við lok lífs og hinn 1. júlí 1997 öðluðust gildi
sérstök lög, númer 74, um réttindi sjúklinga. Grunnhugsunin
er annars vegar að tryggja rétt hvers og eins til fullkomnustu
heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt
að veita og hins vegar að tekið sé mið af ástandi
sjúklingsins og horfum í samræmi við bestu
þekkingu sem völ er á.
Rökin sem fundust fyrir því að sett voru sérstök
lög um réttindi sjúklinga eru þau helst að
skýrleiki siðareglna er ekki alltaf ljós. Siðareglur
þróast með háttsemi og hugsjónum en lagareglur
styðjast við réttarheimildir. Lagareglur eru
skýrar og ákveðnar, byggjast á lagasetningu
og réttarvenjum. Lögin skipuleggja með öðrum
orðum tengslin milli nranna í samfélaginu en
hlutverk bæði laga og siðareglna er að draga úr
árekstrum og láta samskipti ganga snurðulaust
fyrir sig (Garðar Gíslason, 1991).
Ákvörðun um meðferð
Lög um réttindi sjúklinga gera ráð fyrir því að
læknir taki ákvörðun um meðferð í samráði við
skjólstæðinginn eða í samráði við ástvini hans
og oftar en ekki samstarfsfólk sitt. Sjúklingurinn
jkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005