Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 19
FRÆÐSLUGREIN Fyrst manneskja þar á eftir sjúklingur hefur rétt til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð og enga meðferð má veita án hans samþykkis (7. gr). Læknir skal skrá ákvörðun sjúklings sem hafnar meðferð eða stöðvar meðferð í sjúkraskrá og jafnframt skrá að hinn sjúki hafi verið upplýstur um hugsanlegar afleiðingar ákvörðunarinnar (6. gr). Samþykki meðvitundarlauss sjúklings gagnvart meðferð er tekið sem gefið nema ef fyrir liggur örugg vitneskja um að hann hefði hafnað meðferð, t.d. með lífsskrá, þá ber að taka það til greina (9. gr). Það er ástæða til að hvetja til umræðu um þessi mál innan fjölskyldna. Dauðinn er hluti lífsins, að velta fyrir sér siðfræðilegum efnum sem þessum auðveldar sanngjarna ákvarðanatöku sem byggð er á virðingu ef til þess kemur að taka þurfi ákvörðun um meðferð við lífslok. meðferð hefur verið ákveðin þar með talda endurlífgun og þarf ekki sérstök fyrirmæli eða skráningu í sjúkraskrá til að tryggja það. Markmið meðferðar er að ná bata. 2. Full meöferð að endurlífgun Full meðferð að endurlífgun felur í sér alla meðferð svo sem sýklalyf og skurðaðgerð en ef starfsemi hjarta eða lungna stöðvast er ekki brugðist við með endurlífgun. 3. Líknandi meðferð Þegar Iitið er til Iíknandi meðferðar þá er dauði fyrirsjáanlégur vegna sjúkdóms eða öldrunar. Líknandi meðferð getur falið í sér sýklalyfjagjöf og skurðaðgerð en markmið meðferðar eb fyrst og fremst að auka gæði þess lífs sem lifað er. Rýmd til að nota deyfilyf er meiri en í öðrum meðferðum. I leiðbeiningum um meðferð við lok lífs segir: „Meðferð sem Iengir líf dauðvona sjúklings án þess að fela í sér lækningu eða líkn er ekki réttlætanleg“ (Landlæknisembættið, 1996, 2. grein). Meðferðarmöguleikar Sigfinnur Þorleifsson (Munnleg heimild 26. nóvember 2002) bendir á að það sé hvorki hlutverk læknavísinda að meta hvenær líf sé þess virði að lifa því né hvenær byrði lífs verður of þung til að lifa lífinu. Það eru ekki til svör við öllum spurningum sem vakna, en sjúklingurinn áj alltaf rétt á heiðarlegu svari án þess að hann sé sviptur allri von. Það er mest um vert að hlusta, hlusta á þann hátt að við hjálpum honum að finna eigin svör. Við höfum eklci rétt til að segja dauðvona manneskju hver sé tilgangur lífsins, en við getum lagt lið í þeirri merkingarleit. Lög um réttindi sjúklinga tryggja réttinn til að leita eftir áliti annars læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna á greiningu, meðferð, ástandi og batahorfum (20. gr.). Það getur þurft ákveðinn kjark til að snúa sér annað ef virðingu er ábótavant eða ósætti ríkir um meðferð. Það ber vott um ófagleg vinnubrögð ef snúið er baki við manneskju sem neitar ákveðinni meðferð eða ákveður að leita annað eftir áliti. En virðing fyrir friðhelgi manneskjunnar og að geta virt ólíkar skoðanir ber vott um víðsýni. Þegar meðferðarmöguleikar á íslandi voru skoðaðir út frá lögum um réttindi sjúklinga, leiðbeiningum urn takmörkun á meðferð við lífslok og lífsskránni lcorn í ljós að valið stendur um ferns konar meðferðarmöguleika: 1. Full meðferð Flestir sjúklingar fá fulla meðferð ef engin önnur Rannsóknir Neuberger (1998) og Sheehan og Schrim (2003) benda til þess að sjúklingar öðlist innri frið við að taka ákvörðun um líknandi meðferð þegar horft er fram á að lífslok verði von bráðar. Við það að taka ákvörðun um meðferð er óvissu eytt, ný von fæðist, von um friðsælan dauðdaga. Það að fá tækifæri til að gera ráðstafanir var einn af þeim þáttum sem leiddu til þess að dauðanum var mætt með reisn og æðruleysi eins og réttur sjúklinga stendur til. Akvarðanirnar sem slíkar og ferli eins og að ráðstafa eigum sínum eru erfið en sú þjáning hefur tilgang. Heilbrigðisvísindin hafa allar forsendur til að korna í veg fyrir tilgangslausan sársauka en þau mega ekki vera blind á tilgang þjáningar. Geðlæknirinn Frankl (1962/1996), sem lifði af þriggja ára dvöl í Auschwitz, setti fram þá kenningu að ef manneskja finnur tilgang þá geti hún þolað ákaflega mikið. Orð hans má túlka þannig að þjáning sem hefur tilgang vísar veginn til andstæðu sinnar, gleðinnar. Tilgangsleysi hlýtur þar með að vera ávísun á andlegan sársauka. Rannsóknarniðurstöður Gentile og Fello (1995) styðja mikilvægi þess fyrir fjölskyldu deyjandi einstaklings að meðlimir fjölskyldunnar upplifi sig gera gagn. Það hafði mikið að segja við úrvinnslu tilfinninga í fyrirfram söknuði sem óhjákvæmilega fylgir dauðastríði ástvinar. Að hafa gert gagn í sjúkdómsstríðinu mildaði sorgina við brotthvarf ástvinarins. Sjúklingar og fjölskyldur sem ekki settu sér markmið hvað meðferð varðaði voru Ifklegri til að taka ákvarðanir sem leiddu til þarflausrar þjáningar. Þegar viðhorf þeirra breyttist í að umbera það sem áður var óásættanlegt urðu ákvarðanir varðandi meðferð auðveldari, markvissari og Ieiddu til meiri lífsgæða fyrir alla aðila. 4. Meðferð hætt I bæklingnum Líffæragjafi segir: „Þegar algert heiladrep hefur Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.