Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 30
Herdís Jónasdóttir Ráðstefna um heildræna nálgun umönnunar innan heilbrigðisþjónustunnar „Do you know Erna Haraldsdottir?" var meðal þess sem Christopher Johns spurði mig á fyrsta fundi okkar á Englandi í febrúar 2003. Hann hafði samþykkt að vera leiðbeinandi minn í rannsóknarverkefni mínu til meistaragráðu við RCNI (Royal College of Nursing Institute) á Englandi (í fjarnámi í gegnum Háskóla Akureyrar). Það var mjög sérstakt að hann skyldi spyrja mig að þessu því viö Erna höfðum kynnst á sínum tíma þegar ég hóf störf á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Ég sagðist þekkja hana já, en vissi að hún væri nú flutt til Edinborgar og væri í doktorsnámi sínu þar í tengslum við líknandi hjúkrun. Þá sagöi hann mér að Erna, Sigríður Halldórsdóttir prófessor og hann hefðu hist á ráðstefnu fyrir nokkrum árum sem var um líknandi meöferð og þau hefðu haft áhuga á að setja saman ráðstefnu um svipað efni á Islandi. Christopher Johns er með þekktari nöfnum innan hjúkrunar hvað viðkemur þróun og innleiðingu á virkri ígrundun í starfi (reflective practitioner). Hann er upphafsmaður ráðstefnu sem er haldin árlega þar sem fagaðilar koma saman og ígrunda ákveðin málefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vera með þeim í að undirbúa ráðstefnu á Islandi sem væri ígrundun á heildrænni umhyggju (reflection on holistic care). Frá því ég kynntist ígrundun í meistaranámi mínu hef ég haft mikinn áhuga á því og hafði einnig leitt hugann að því hvernig hægt væri að hafa góða kynningu á því hér á landi. Með ráðstefnu er væri ígrunduð (reflective) gæfist einstakt tækifæri til að koma á fót almennri umræðu um virka ígrundun í starfi sem og heildræna nálgun innan heilbrigðisþjónustunnar. 28 Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.