Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 8
Hildur Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi, hildurma@landspitali.is JÓL Á NEYÐARSJÚKRAHÚSI RAUÐA KROSSINS f PAKISTAN Frá jólum árið 2004 og fram í október næsta ár urðu mannskæðar hamfarir víða um heim. Á jóladag varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Suður- Asíu, í september varð fellibylur í Bandaríkjunum og í október varð jarðskjálfti í miklu fjalllendi í norðausturhluta Pakistan. Um 75.000 létu þar lífið, um 130.000 manns slösuðust og um 3,5 milljónir manna urðu heimilislausar. Uppsetning og rekstur neyðarsjúkrahúss í Abbottabad í útjaðri skjálftasvæðisins var eitt af verkefnum Alþjóða Rauða krossins. Ég fór utan um miðjan október og stýrðí sjúkrahúsinu í 3 mánuði eða nær allan tímann sem það var opið. Spítalinn var um 20 stór tjöld sem hýstu sjúkradeildir (samtals rúm fyrir um 150 manns), skurðstofu, myndgreiningu, barnaleiktjald, bænahús, eldhús, birgðastöð og skrifstofu. Ég var þar um jólin og var það sérkennileg reynsla og jólalegri en ég átti von á. Ég bjóst ekki við neinni tilbreytingu um jólin því múhameðstrú er þjóðtrú Pakistana og svæðið, sem ég var á, var strangtrúað. Ég hafði áður verið um jól í Afganistan, Aserbædjan og Sierra Leone sem öll eru múslímsk lönd að mestu leyti og þar voru jólin aðeins inni á heimilum okkar útlendinganna. í Pakistan er hefð fyrir því að skreyta með lituðum Ijósaperum á hátíðum og hafði lokum ramadan, föstumánaðarins, í nóvember verið fagnað með því að hengja Ijós milli sjúkratjaldanna á spítalanum. Þetta gladdi mig mjög og tók ég út svolitla jólatilfinningu þarna strax í nóvember. Ekki var gleði mín minni þegar innfæddir ráðgjafar mínir í menningarmálum sögðu að hefð væri fyrir því að hengja upp slík Ijós á jóladag en þá er fæðingardagur stofnanda Pakistan, Quaid-i-Azam Mohammad Ali Jinnah, en hann fæddist 25. desember 1876 og er nefndur faðir landsins. Við leigðum því litrík Ijós og hengdum þau á milli tjaldanna. Þar sem ég fór oftast ekki heim úr vinnu fyrr en eftir myrkur gat ég notið Ijósanna og tekið hátíðleika þeirra með mér heim á kvöldin. Aðfangadagskvöld var rólegt og Hildur Magnúsdóttir fábrotið. Fýrr um daginn hafði ég talað við útvarpsstöð heima og við mömmu en að öðru leyti var ég ein og borðaði held ég bara eitthvað snakk. Danski Rauðakrosshópurinn í bæ í um 30 mínútna akstursfjarlægð bauð í kvöldverð en ég leyfði öllu kristnu starfsfólki mínu að fara og varð eftir sjálf fyrir öryggissakir. Ekki er vænlegt að herinn sé höfuðlaus ef eitthvað gerist og sjúklingar streyma inn. Það var óvenjumikill áhugi á að fara því vín var í boði (í laumi) en það var annars bannað á svæðinu. Fólkið þurfti að gista því við máttum ekki keyra eftir myrkur af öryggisástæðum en umferð í Pakistan er stórhættuleg, jafnvel að degi til, vegna aksturslags. Ég var því bara ein heima og vorkenndi sjálfri mér svolítið yfir því að bræður mínir skyldu ekki hringja í mig. Ég gat þó yljað mér með jólakortum og gjöfum, sem innfætt samstarfsfólk hafði gefið mér, og litlu gjöfunum sem mamma 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5;tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.