Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 30
Laura Scheving Thorsteinsson, laura@landlaeknir.is LÍF OG STARF í GLEÐI Að hemja hugsanir og tilfinningar og lifa og starfa í gleði Hvers virði er líf og starf í gleði? Hvað stjórnar þvf hvort við getum eignast það? Er það alfarið undir kringumstæðum komið eða getum við haft einhver áhrif á það? Ef við lítum á okkur sjálf og samferðafólk okkar sjáum við að aðstæður fólks geta svo sannarlega haft áhrif á hvort það lifir í gleði. Við sjáum líka fólk sem býr við erfiðar aðstæður en á samt líf í gleði. Hvernig getum við haft áhrif á hvort við eigum líf í gleði? Hugsun Hugsanir hafa mótandi áhrif á hegðun og líðan, en hugsanir þjóta um hugann með ógnarhraða og við tökum ekki alltaf eftir því hvað við erum að hugsa. Ýmsir þekktir aðilar hafa fjallað um hugsanir og hér er smásýnishorn frá nokkrum þeirra. Líf þitt er það sem hugsanir þínar gera það (Marcus Aurelius) Hugsanir mannsins móta hann (Norman Vincent Peale) Maðurinn erþað sem hann daglega hugsar (Raiph Waldo Emerson) Breyttu hugsun þinni og þú breytir lifi þínu (John C. Maxwell, 2003) Þú gætir lyklanna að huga þínum. Hverjum ætlar þú að hleypa inn í dag? (John C. Maxwell, 2003). Hugsanir hafa mikil áhrif á hvernig okkur líður og á því byggist hugræn atferlismeð- ferð. Um hvað erum við að hugsa - eru það neikvæðar hugsanir eða jákvæðar? Þorum við að skrifa hugsanir okkar hjá okkur í viku, skoða þær með gagnrýnu hugarfari og ef útkoman er ekki góð reyna þá að temja okkur jákvæðari hugsanir? Þetta gæti verið hugmynd að áramótaheiti. En hvað þá með tilfinningar sem við ráðum oft ekkert við og sem geta jafnvel hlaupið með okkur í gönur? Tilfinningar Við erum tilfinningaverur, sköpuð með marg- víslegar tilfinningar og hver þeirra hefur Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri gæðamála hjá Landlæknisembættinu ákveðið hlutverk. Tilfinningar hafa áhrif á framkomu, samskipti og frammistöðu fólks á vinnustað, þær hafa líffræðilega virkni og áhrif á mikilvæg líffæri, heilsu og orku. Neikvæðar tilfinningar þekkjum við: ótta, reiði, þunglyndi, sektarkennd, hatur, öfund, afbrýðisemi og hryggð. Ekki er þetta skemmtileg upptalning en þó hafa þessar tilfinningar ákveðna kosti því þær fela í sér tækifæri til vaxtar. Neikvæðar tilfinningar, í réttum skammti, geta hjáipað okkur að fara rétta leið og þær gefa einnig upplýsingar um að eitthvað sé að. Reiði getur til dæmis verið uppspretta orku ef hún er nýtt á skynsamlegan hátt. Uppbyggileg reiði (constructive anger) getur þannig verið til gagns, gefið kraft eða hugrekki til góðra verka, að berjast gegn óréttlæti eða bæta aðstæður. Hins vegar getur niðurbrjótandi reiði (destructive anger) leitt til haturs og hræðilegra hluta. Niðurbæld reiði getur skaðað manneskjuna sjálfa (valdið þunglyndi) og stjórnlaus reiði skaðar bæði mann sjálfan og aðra. Reiðistjórnun er einn mælikvarði á tilfinningagreind sem er hæfileikinn til að stjórna sjálfum sér og samböndum sínum á markvissan hátt. Ákveðinn munur er á tilfinningum og skapferli því tilfinningar lýsa viðbrögðum við ákveðnum áreitum en skapferli er nokkurs konar langtímatilfinningar sem móta lífssýnina, svo sem svartsýni, bjartsýni, leiði, kátína eða kvíði. Fólk hefur tilhneigingu til ríkjandi skapferlis og það hefur síðan mótandi áhrif á hegðun. Hver er okkar iífssýn? Hvort finnst okkur glasið háiffullt eða hálftómt? Sir Winston S. Churchill lét eftirfarandi orð falla: Svartsýnismaðurinn sér erfiðleika við öll tækifæri en bjartsýnismaðurinn sér tækifæri í öllum erfiðleikum. Hvort viljum við vera og ráðum við því sjálf? Ef litið er til um það bil 3000 ára gamallar heimildar, þ.e. Orðskviðanna í Biblíunni, kemur eftirfarandi fram: Hinn volaði sér aldrei glaðan dag en sá sem vel liggur á er sífellt í veislu (Orðskv. 15, 15) og enn fremur: Glatt hjarta veitir góða heilsubót (Orðskv. 17, 22). Þessi gömlu sannindi eru engan veginn fallin úr gildi heldur hafa ýmsar rannsóknir staðfest þau. 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.