Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 36
Rannveig Sigurðardóttir, Rósa María Guðmundsdóttir og Sylvía Ingibergsdóttir FAGDEILD GEÐHJÚKRUNARFRÆÐINGA Fagdeild geðhjúkrunarfæðinga var formlega stofnuð 23. mars árið 1994. Áður hafði verið starfrækt deild frá árinu 1970 sem var fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem lokið höfðu sérnámi og höfðu sérleyfi innan geðhjúkrunar. Við stofnun hinnar nýju deildar var ákveðið að þeir hjúkrunarfræðingar, sem störfuðu við geðhjúkrun, gætu einnig orðið félagar og ef einhverjir aðrir óskuðu þess sérstaklega að ganga í deildina gætu þeir sótt um inngöngu til stjórnar fagdeildarinnar. Ný stjórn tók viö í maí 2006 og hefur hún lagt áherslu á að efla deildina, hlúa að faginu og skoða þau réttindi sem framhaldsnám í geðhjúkrun veitir. Má þar nefna að í janúar 2006 útskrifaðist stór hópur hjúkrunarfræðinga með diplóma í geðhjúkrun, en svp virðist sem námið veiti óljós réttindi. Ætlunin er að skoða nánar hvort hægt er að fá frekari viðurkenningu á diplómanámi í framtíðinni, til dæmis með þvf að auka klínískan þátt námsins. Stjórnarmenn hafa einnig mikinn áhuga á að skoða möguleika á klínískum námskeiðum innan fagdeildarinnar. Stjórn fagdeildar, frá vinstri Rósa María Guðmundsdóttir, ína Rós Jóhannesdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Sylvía Ingibergsdóttir og Sigríður Hafberg Hlutverk deildarinnar er að vera stjórn Einnig er hlutverk hennar að auka samstarf FÍH og nefndum til ráðgjafar í öllu er viðaðrahjúkrunarfræðingajafntinnanlands snýr að viðkomandi fagi, stuðla að bættri sem utan, efla þverfaglegt samstarf og geðhjúkrun og efla menntun innan fagsins. kynna geðhjúkrun í samfélaginu. Eitt fyrsta verkefni stjórnarinnar var að taka þátt í könnun á vegum WHO en tilgangur hennar var að safna upplýsingum um fjölda geðhjúkrunarfræðinga, menntun þeirra og starfsumhverfi. Þetta verkefni var unnið samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarfræðideild HÍ, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landspítala- háskóla- sjúkrahúsi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og landlæknisembættinu. Hvaö á bókin að heita? Félagíslenskra hjúkrunarfræðingagengstfyrirsamkeppni um heiti bókar um sögu hjúkrunar á íslandi sem gefin verður út í tilefni 90 ára afmælis félagsins árið 2009. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur hefur unnið að ritun bókarinnar fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. í bókinni er m.a. fjallað um þróun starfa og menntunar hjúkrunarfræðinga, og þróun félaga þeirra á 20. öldinni. Leitað er hugmynda að aðal- og undirtitli bókarinnar. Tillögum skal fylgja stuttur skýringartexti þar sem fram kemur til hvers er vísað með titlinum. Tillögum skal skilað á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga að Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að senda tillögur með tölvupósti á hjukrun@hjukrun.is. Skilafrestur er til 1. febrúar 2008. Tillögum þurfa að fylgja upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang höfundar. 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.