Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Side 49
FRETTAPUNKTUR Hjúkrunersamskiptastarfþarsemtungumáliðeraðalsamskiptatækið og það veldur vanda í sambandi við erlent starfsfólk. Þó er vert að geta þess að örfáar stofnanir hafa brugðist við með því að halda námskeíð í íslensku fyrir ófaglært erlent starfsfólk. í gegnum skólaheimsóknir til Norðurlanda hef ég komist að því að þar eru kröfur um tungumálakunnáttu mun strangari en hér og enginn ráðinn til umönnunarstarfa nema hann geti tjáð sig á tungu landsins. Sjúkraliðanemar, sem hafa farið í starfsþjálfun til Danmerkur á vegum Fjölbrautaskólans við Ármúla, hafa til dæmis allir þurft að taka sérstakan undirbúningsáfanga í dönsku til þess að mega starfa á dönskum sjúkrastofnunum. Það er hvorki við erlent starfsfólk né ófaglært að sakast en þegar kröfur um menntun, fagmennsku og kunnáttu í tungumálinu eru sí og æ fyrir borð bornar við ráðningar í hjúkrunarstörf er eðlilegt að virðing fyrir þeim í samfélaginu minnki. Að lokum Störf hjúkrunarfræðinga breytast og þróast eins og öll önnur störf í takt við samfélagsbreytingar á hverjum tíma. Fleiri og fleiri hjúkrunarfræðingar starfa nú utan hefðbundinna heilbrigðisstofnana og það hefur vart farið fram hjá neinum að það vantar fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Flestir hjúkrunarfræðingar eru sammála um að kjarni hjúkrunarstarfsins sé að annast sjúka, efla heilbrigði með forvörnum og fræðslu og vinna að þekkingarþróun og hagnýtingu hennar. En er ekki kominn tími til að hjúkrunarfræðingar sjálfir marki sér skýra stefnu um það hvernig þeir vilji að störf þeirra þróist í framtíðinni? Annars er hætt við að aðrir geri það. Ég skora á Ingu Lútersdóttur hjúkrunarfræðing að skrifa næsta þankastrik Höfundur er kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla en starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á spítölum í 16 ár. Vegleg gjöf í Rannsöknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur borist 300.000 kr. framlag til eflingar sjóðsins og er gefandi Nanna Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur. Nanna segir ástæðu framlags síns vera af tvennum toga, annars vegar vegna hjartastopps sem hún hlaut í fyrra og slapp ótrúlega vel frá og hins vegar vegna þess merka frumkvæðis Ingibjargar að stofna sjóð af þessu tagi sem vakti athygli hennar og áhuga. Nanna hlaut hjúkrunarleyfi árið 1961 og starfaði í rúm 30 á Landspítalanum, lengst af á handlækningadeildinni. Hún færði sig síðan yfir á Kleppsspítalann og var hjúkrunarframkvæmda- stjóri þar í rúm 15 ár og fór sjálf í framhaldsnám í Nýja hjúkrunarskólanum á meðan hún vann á Kleppi. Tímarit hjúkrunarfræðinga fjallaði um stofnun sjóðsins á bls. 44 í 4. tölublaði 2007. Bent hefur verið á tvær villur í þessari umfjöllun. Stefán Bragi, fulltrúi Ingibjargar í stjórn sjóðsins, er Bjarnason og ekkert annað. Hildur Friðriksdóttir er forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og Land- spítala. Leiðréttist þetta hér með. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.