Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 6

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 margar víddir. Fjárstreymi og starfshefðir í háskólaumhverfinu ráði því hvort af slíku geti orðið. Nokkur ár eru nú síðan Háskóli Íslands setti á laggirnar, í sam- vinnu við háskólana í Árósum, Kaupmannahöfn og Ósló – svo og Árnastofnun – norrænt meist- aranám í víkinga- og mið- aldafræðum. Formlegt heiti er Vik- ing and Medieval Norse Studies og er þetta tveggja ára alþjóðleg námsbraut þar sem nemendum ut- an Norðurlandanna býðst fjölbreytt meistaranám í fræðum fyrri alda. Nemendum fjölgar á hverju ári og nú síðast voru samþykktar milli 60 og 70 umsóknir fyrir næsta vetur. Þá þurfti, segir Gísli Sigurðsson, að hafna mörgum umsækjendum sem uppfylltu ekki kröfurnar en vildu engu að síður koma. Miðað við reynslu fyrri ára megi gera ráð fyrir að um helmingur þessara nemenda hefji nám hér næsta vet- ur. Þó að Íslendingar beri því við að þeim þyki erfitt að lesa forna málið ættu flest að komast yfir þá hindr- un fljótlega eftir að heimur forn- sagnanna opnast fyrir þeim, segir Gísli. Háskólinn megi ekki láta reglur um þreyttar einingar og fjármögnun námsbrauta verða til þess að hér sé fjölbreytt úrval meistaranámskeiða í þessum ein- stöku bókmenntum ekki alltaf í boði, þvert á alla deilda- og sviðam- úra. Slíkt nám laði hingað tugi námsmanna sem hafi svo sannar- lega gert sér grein fyrir hinni al- þjóðlegu sérstöðu. Ekki sé hægt að senda íslenska háskólastúdenta frá skólanum án þess að hafa gefið þeim kost á að hrífast af þessum bókmenntum. Samstarf um miðaldanám Gísli segir að vel sé gerlegt að breyta náminu til að bregðast við dvínandi aðsókn – enda spanni ís- lensku fornritin og efni þeirra Samgöngustofa hafnaði því að flug- félaginu Icelandair yrði gert að greiða skaðabætur vegna glataðs Iphone-síma um borð í vél félagsins sem kom frá Washington og lenti í Keflavík. Þá uppgötvaði 12 ára stúlka sem var farþegi í vélinni að hún hefði gleymt síma sínum í sæt- isvasa vélarinnar. Var henni og að- standanda ekki heimilað að fara aftur um borð og var þeim bent á upplýsingaborð. Síminn fannst aldrei og var kvartað til Samgöngu- stofu vegna málsins. Óumdeilt að síminn var í vélinni Farið var fram á skaðabætur frá Icelandair fyrir hönd stúlkunnar vegna þess tjóns sem hún hafði orð- ið fyrir vegna glataða símans. Ice- landair sagði að öryggisástæður stæðu í vegi fyrir því að flugliðar mættu hleypa farþegum um borð eftir að þeir hefðu farið frá borði. Flugfélagið benti einnig á að í flutningsskilmálum Icelandair stæði að félagið væri ekki ábyrgt fyrir handfarangri. Í ákvörðun Samgöngustofu kemur fram að ekki sé um það deilt í málinu að sími kvartanda hafi verið í óinnrit- uðum farangri. Samgöngustofa rekur sakareglu skaðabótalaga um að það þurfi að liggja fyrir orsaka- samband mill tjóns og athafna þess sem ber sakaábyrgð. Samgöngu- stofa mat það svo að ekki lægi fyrir að höfnun flugliða á því að hleypa kvartanda aftur um borð hefði or- sakað tjón kvartanda. Icelandair bætir ekki týndan síma  Gleymdist í sætisvasa vélarinnar Aðgerðir stjórn- valda á undan- förnum árum til að efla starfsnám á framhalds- skólastigi hafa ekki náð tilætl- uðum árangri. Að mati Rík- isendurskoðunar hljóta ómarkviss stefnumörkun og ófullnægjandi að- gerðir stjórnvalda að eiga umtals- verðan þátt í því að starfsnám stendur enn höllum fæti. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluút- tekt Ríkisendurskoðunar sem birt er á vef stofnunarinnar. Ekki náð árangri í starfsnámi segir Ríkisendurskoðun Starfsnám Árang- ur ekki náðst. Íbúum allra sveitarfélaganna í Ár- nessýslu hefur verið boðið að segja álit sitt á kostum og göllum núver- andi fyrirkomulags sveitarfélaganna og sameiningar. Könnunin er gerð af ráðgjafarsviði KPMG, sem vinnur að sviðsmyndagreiningu fyrir sveitar- stjórnirnar vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaga í sýslunni. Í bréfi bæjar- og sveitarstjóranna átta þar sem íbúar eru hvattir til að taka þátt segir að undirbúningur fari fram með sviðsmyndavinnu þar sem leitast sé við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og at- vinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verði til sveitarfélaga. Samhliða þessari könnun eru tvær aðrar í gangi. Annars vegar eru lagð- ar spurningar fyrir alla kjörna sveitarstjórnarmenn og nefndar- menn og kannaður hugur nokkurra almennra íbúa í hverju sveitarfélagi. Í framhaldi af þessu verður hugar- flugsfundur seinnihluta aprílmánað- ar með öllum sveitarstjórnarmönn- um og íbúafundir í öllum sveitar- félögunum í kjölfarið. Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, seg- ir stefnt að því að fá fram tillögur um framtíðarskipan sveitarfélaganna á haustdögum. Ef tillagan verður að ráðast í einhverjar sameiningar þurfi að kjósa um hana tímanlega fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Ef ákveðið verði að sam- eina ekki þurfi að huga að fyrir- komulagi verkefna sem nú eru rekin í byggðasamlögum. helgi@mbl.is Hugmyndir íbúa kannaðar  Sameiningarnefnd Árnessýslu lætur kanna hug íbúa og sveitarstjórnarfólks til sameiningar sveitarfélaga  Stefnt að því að tillaga liggi fyrir á haustdögum Sameining » Átta af níu sveitarfélögum í Árnessýslu taka þátt í grein- ingu á kostum og göllum sam- einingar. Bláskógabyggð er ekki aðili að sameiningarvinn- unni en tekur þátt í sviðs- myndavinnunni. » Tillaga um sameiningu á að vera tilbúin á haustdögum. Flestir þeirra erlendu stúdenta sem koma hingað til að nema miðalda- fræði og fræðast um fornbókmenntir við HÍ eru frá Norður-Ameríku en aðrir koma frá meginlandi Evrópu, Asíu og víðar að. Gísli Sigurðsson segir þetta fólk hafa staðið sig vel. Margir hafi komist í doktorsnám við helstu háskóla heimsins og fengið störf við rannsóknir og háskólakennslu. „Það er sérlega ánægjulegt að sjá að þau eru líka orðin mjög áberandi og virk á alþjóðlegum ráðstefnum í fræðunum,“ segir Gísli. Áberandi og virk í fræðunum STÚDENTAR KOMA VÍÐA AÐ ÚR VERÖLDINNI SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til þess að glæða áhuga á íslensk- um fornbókmenntum meðal ís- lenskra stúdenta í meistaranámi á sviðum hug- og félagsvísinda við Háskóla Íslands er nauðsynlegt að opna margar leiðir að textunum með rannsóknarspurningum úr ýmsum fræðigreinum. Þetta segir Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófess- or á Árnastofnun. Textar þykja tormeltir Aðsókn að námi í íslenskum forn- bókmennum við HÍ er ekki sem vera skyldi, segir Gísli Sigurðsson. Áhugi meðal almennings er að sönnu mikill, sem kemur þó ekki fram í námsvali íslenskra stúdenta. „Mig grunar að stúdentunum þyki textarnir tormeltir og sjái ekki hvernig þeir geti skipt máli fyrir þau nútímalegu fræði sem nú eru stunduð á hinum ýmsu náms- brautum við Háskóla Íslands,“ seg- ir Gísli. „Við þurfum að búa þannig um hnútana að öll þau sem hafa áhuga á bókmenntum, sögu, mann- lífi, menningu og hvers kyns hug- myndum mannsandans fái að kynn- ast þessum stórkostlegu textum á forsendum ólíkra fræða og í nú- tímalegu samhengi. Fornbókmennt- irnar eru einstakur gluggi inn í hugmyndaheim og mannlíf miðalda, allt aftur til heiðni, skrifaðar á tungumáli sem er enn móðurmál flestra sem hér eiga heima.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fornrit Gísli Sigurðsson er prófessor við Árnastofnun, hér í stálklefa Árnagarðs þar sem íslensku handritin eru. Einstakur heimur bókmennta opnast  Erlendir stúdentar í fornsögur  Íslendingar sjást síður 30% afsláttur Af sumarjökkum og buxum. Fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.