Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verði frumvarp félags- og jafnrétt- ismálaráðherra um jafnlaunavottun að lögum á vorþinginu, eins og stefnt er að, ná þau til 1.180 fyr- irtækja og stofnana og alls um 147 þúsund launamanna, sem jafngildir um 80% þeirra sem virkir eru á vinnumarkaði, skv. nýjustu tölum Hagstofunnar. „Því má leiða að því líkur að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi þessu muni vega þungt í þeirri viðleitni stjórnvalda að uppræta kynbundinn launamun,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdasstjóri SA, segir spurður álits á frumvarpinu að niðurstaðan sé skynsamlegri en lagt var upp með. Meðal annars sé nú búið að setja skynsamlegri stærðarflokkanir inn í frumvarpið. Vegna þess hvernig jafnlaunastað- allinn er úr garði gerður geta kom- ið upp mjög flókin vandamál í litlum fyrirtækjum að sögn hans. Erfitt geti t.d. reynst að taka með- altöl af tveimur starfsmönnum sem eru í sama flokki starfa og ráða þarf fram út fleiri praktískum úr- lausnarefnum. Öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri munu þurfa að innleiða jafnlaunastaðalinn sem miðað verður við og fá endurnýjaða jafnlaunavottun á þriggja ára fresti. Eins og fram hefur komið er nú gert ráð fyrir að samtökum aðila vinnumarkaðarins verði heimilt með kjarasamningum að kveða á um að fyrirtæki eða stofnanir með 25-99 starfsmenn (alls 868 launa- greiðendur) geti öðlast jafn- launavottun með staðfestingu þeirra á því að jafnlaunakerfi fyr- irtækja og framkvæmd þess full- nægi skilyrðum jafnlaunastaðalsins. Ekki hefur verið gengið frá gerð kjarasamnings milli aðila vinnu- markaðarins um hvernig þau munu annast úttektir á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana eða annast eftirlit. Þetta þýðir að fyrirtæki og stofn- anir með 25-99 starfsmenn hafa val um hvora úttektarleiðina þau kjósa að fara, þ.e. hvort faggiltur vott- unaraðili sjái um úttekt á jafn- launakerfi á hverjum vinnustað og gefi út vottunarskírteini ef þau upp- fylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85, eða þá að samtök vinnumark- aðarins annist úttektina og staðfesti hvort fyrirtæki og stofnanir upp- fylla kröfur jafnlaunastaðalsins. Er samtökum vinnumarkaðarins einnig ætlað stórt hlutverk við að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn öðlist jafnlaunavottun og að hún sé endurnýjuð á þriggja ára fresti. Nái þau ekki samningum um þetta kemur það væntanlega í hlut Jafnréttisstofu. Frumvarpið kveður á um að til að gera samtökum aðila vinnumark- aðarins kleift að sinna eftirlitinu verða hlutaðeigandi fyrirtæki og stofnanir skylduð til að veita sam- tökum aðila vinnumarkaðarins þær upplýsingar og gögn sem samtökin telja nauðsynleg til að sinna eftirlit- inu. Jafnréttisstofa heldur skrá Jafnréttisstofu er einnig ætlað veigamikið hlutverk. Hún fær vott- unarskírteinin ásamt skýrslu um niðurstöðu úttekta og heldur skrá yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa fengið jafnlaunavottun og á að birta hana á vef stofnunarinnar. „Enn fremur er gert ráð fyrir að Jafnréttisstofa haldi skrá yfir fyr- irtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn sem hafa ekki öðlast jafnlaunavottun og er lagt til að samtökum aðila vinnumarkaðarins verði veittur aðgangur að skránni,“ segir í skýringum. Ef fyrirtæki eða stofnun fær ekki jafnlaunavottun eða hefur ekki end- urnýjað vottunina innan áskilins frests geta samtök aðila vinnu- markaðarins tilkynnt það til Jafnréttisstofu og hún gefið fyr- irmæli um úrbætur innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum. Dagsektir Jafnréttisstofu geti num- ið allt að 50.000 kr. hvern dag. Innleiða á jafnlaunavottunina í áföngum á þriggja ára tímabili, og veita atvinnulífinu þar með svigrúm til að bregðast við þeim kröfum sem lagðar verða á stofnanir og fyrirtæki. Veittir eru þrír mismun- andi frestir eftir fjölda starfs- manna. Er lagt til að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfsmenn eru 250 eða fleiri hafi öðlast vottun eigi síðar en þann 31. desember 2018 en minni fyrirtæki fá lengri frest. Nær til 1.180 fyrirtækja og stofnana  Flókin vandamál geta komið upp í minni fyrirtækjum við innleiðingu jafnlaunavottunar  Endurnýja þarf jafnlaunavottunina á þriggja ára fresti  Dagsektir geta orðið allt að 50 þúsund Fjöldi launagreiðenda og launþega í nóvember 2016 Fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn sem þurfa að fá jafnlaunavottun eða staðfestingu hagsmunaaðila. Heimild: Hagstofa Íslands og Samtök atvinnulífsins Starfsmannafjöldi launagreiðenda Fjöldi launagreiðenda Fjöldi launamanna 25-49 557 18.900 50-100 311 21.000 101-250 194 29.700 251- 118 77.300 Samtals 1.180 146.900 25-100 868 39.900 101- 312 107.000 Niðurstöður kannana á kyn- bundnum launamun hafa verið á reiki en í greinargerð frum- varpsins er fullyrt að hann sé viðvarandi vandi á íslenskum vinnumarkaði. Þó að hann hafi farið minnkandi megi telja víst að honum verði ekki útrýmt nema með aðgerðum. Vitnað er m.a. í rannsóknir sem sýni að á almenna vinnumarkaðnum hafi kynbundinn launamunur verið 7,8% en 7% hjá hinu opinbera. Nokkru minni munur kom þó fram í ítarlegri rannsókn sem Sigurður Snævarr hagfræðingur vann fyrir aðgerðahóp stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar- ins árið 2015. Þar var óskýrður launamunur metinn 5,9% árin 2008–2012 og 5,1% 2011– 2013. „Óskýrður launamunur felur í sér þann hluta launamun- ar sem skýribreytur og mats- aðferð skýra ekki. Aðrar skýri- breytur og aðrar aðferðir gætu þannig skilað allfrábrugðinni niðurstöðu. Varlega þarf því að fara í að túlka óskýrðan launa- mun sem hreina launa- mismunun,“ sagði þar. Fara þarf var- lega í túlkun LAUNAMUNUR KYNJA www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Opið mán–fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is Michelin CrossClimate Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Dekk sem hentamargbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika. Michelin Energy Saver Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað. Michelin Primacy 3 Einstakir aksturseiginleikar. Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin ámarkaðnum í dag. Hluti af vorinu Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.