Morgunblaðið - 06.04.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.04.2017, Qupperneq 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Mannfræðifélag Íslands efnir í sam- starfi við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands til málþingsins Upp- lifun flóttafólks og hælisleitenda ásamt móttöku heimamanna. Mál- þingið er haldið kl. 16.30-18.30 í dag, 6. apríl, í stofu 201 í Árnagarði. Kristján Þór Sigurðsson mann- fræðingur reifar þætti sem tengjast hugtakinu íslamófóbíu, eða íslams- fæð, en hugtakið og birtingarmyndir þess hafa verið áberandi í umræðu um flóttafólk, hælisleitendur og inn- flytjendur. Hverflugleiki ungra sýrlenskra flóttamanna í Aþenu nefnist erindi Árdísar Kristínar Ingvarsdóttur, mannfræðings og félagsfræðings, um flóknar lagalegar, félagslegar og menningarlegar áskoranir ungra karla sem komið hafa til Aþenu sem flóttamenn frá Sýrlandi. Í erindinu Ég er ekki sá sem þú heldur að ég sé fjallar Anna Lára Steindal heimspekingur um hvernig takmarkað sjónarhorn þeirra sem vinna með flóttafólki getur verið hamlandi. Loks segja Aizar Nakour og Enas Abo Hassoun, flóttamenn á Íslandi, frá flótta sínum, ástæðum og reynslu sinni í nýju landi Mannfræðifélag Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands Upplifun flóttafólks og hælis- leitenda og móttökurnar AFP Móttökur Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum fá mismunandi móttökur. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Akureyringar og nær-sveitamenn sem og margirhéðan og þaðan af landinubíða árlegrar leiksýningar Leikfélags Menntaskólans á Ak- ureyri, LMA, ávallt með nokkurri eftirvæntingu. Stóra stundin rann upp um liðna helgi þegar Söngleikurinn Anný var frumsýndur fyrir fullu húsi undir styrkri stjórn Heru Fjord. „Mér sýndist áhorfendur vera í skýj- unum, sumir gengu út með tár á hvarmi,“ segir leikstjórinn. „Ekki vegna þess að sagan sé svona sorg- leg, þvert á móti endar hún hamingjusamlega. Áhorfendur voru ein- faldlega snortnir af hæfileikum lista- fólksins,“ bætir hún við til að fyr- irbyggja misskilning. Um 90 nemendur; 25 leikarar, 8 dansarar, 10 manna hljómsveit, bún- inga-, leikmynda-, markaðs-, og hár- og förðunarteymi, taka þátt í upp- færslunni. Sjálfri komu Heru fjöl- breyttir hæfileikar hópsins mjög á óvart. „Einvalalið. Fimmtíu nem- endur með góðar söngraddir. Ég trúði varla mínum eigin eyrum og hélt fyrst að það væri eitthvað í vatn- inu hér fyrir norðan,“ segir hún í gríni. Lék Dúu kokk í London Hera útskrifaðist sem leikstjóri og leikari frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London árið 2015 og er Anný frumraun hennar í leikstjórn hér á landi. Áður hafði hún leikstýrt ýmsum sýningum í London, en þar stofnaði hún, ásamt breskri skóla- systur sinni, eftir út- skrift leikhúsfyrirtækið This & That Produc- tions. „Leikfélagið hafði alla þræði í hendi sér með val á leikriti, ég gaf einungis fagmann- legt álit. Mér leist vel á, enda þekkti ég verkið ágætlega, bæði lék ég kokkinn Dúu í leiklist- arskólanum fyrir nokkrum árum og hafði séð bíómyndina Annie frá 1982. Undirbún- ingur hófst í október og mitt fyrsta verk var að stytta og breyta lítillega handriti í þýðingu Gísla Rúnars Jóns- sonar, sem notað var í uppfærslu verksins í Austurbæ fyrir mörgum árum. Helsta breytingin fólst í að Anný á Akureyri á engan hund og því urðum við að breyta senunni þar sem hún syngur fyrir hann Á morgun, eitt aðallagið í söngleiknum. Þess í stað syngur okkar Anný lagið fyrir heim- ilislaust fólk í New York.“ Þaðan er Anný, eða Annie, sem fyrst kom fram í teiknimyndasögunni Little Orphan Annie, árið 1924. Síðan hefur hún víða farið, m.a. hafa verið gerðar um hana tvær bíómyndir og settir upp margir söngleikir um þessa hjartahlýju stúlku. Í kreppuhrjáðri borg Sagan gerist á fjórða áratug síð- ustu aldar og fjallar um hina 11 ára Anný, sem býr við hrörlegar að- stæður á munaðarleysingjaheimili í New York. Eftir að hinn vansæli milljarðamæringur Daníel Ólíver tekur hana að sér í tvær vikur til að bæta ímynd sína dregst hún inn í skemmtilega atburðarás og breiðir um leið út gleði og hlýju í kreppu- hrjáðri New York-borg. Til þess að gera sér í hugarlund andrúmsloftið í borginni, hvatti Hera leikhópinn til að sökkva sér niður í lestur heimilda frá þessum tíma. „Auk Anný og Daníels Ólívers, kemur Fríða, ritari milljarðamær- ingsins, mikið við sögu að ógleymdri vondu skessunni Karítas, sem rekur munaðarleysingjaheimilið. Söngleik- urinn Anný er fyrir alla fjölskylduna, tóninn er jákvæður og glaðlegur, enda færir Anný birtu í líf allra þeirra sem hún kynnist,“ segir Hera. Eftir að hafa skilað Anný á sviðið í öruggum höndum leikhópsins, hefur hún snúið sér að handriti einleiks um langalangömmu sína, Kristínu Dal- sted, veitingakonu í Reykjavík til fimmtíu ára. „Einleikur sem ég ætla að flytja á Act Alone-hátíðinni á Suð- ureyri í ágúst ásamt Sigrúnu Harð- ardóttur tónlistarkonu,“ segir hún. Munaðarleys- inginn Anný breiðir út gleði Hera Fjord þreytti frumraun sína sem leikstjóri á Ís- landi í söngleiknum Anný, sem Leikfélag Mennta- skólans á Akureyri setti á fjalir Samkomuhússins um liðna helgi með þátttöku um 90 nemenda skólans. Öllum var klappað lof í lófa. Örfáar sýningar eftir. Ljósmyndir/Jón Björnsson Kreppa Ingvar, Valgerður, Símon, Bergþóra og Freyr sem kreppulýður. Söngleikurinn Anný er sýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina, 7. og 8. apríl, og aðra helgi 21. og 22. apríl. Miðasala á tix.is og mak.is. Góð stúlka Hekla Liv Maríasdóttir leikur munaðarleysingjann Anný sem er hvers manns hugljúfi. Leikstjórinn Hera Fjord. Með milla Ester Alda, Hekla og Ívan sem Fríða, Anný og Daníel Ólíver. Kútur og Karítas Elmar Blær Arn- arsson leikur Kút og Agla Arn- ardóttir skassið Karítas, forstöðu- mann munaðarleysingjaheimilisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.