Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýfætt barn liggur í glærri plast- vöggu undir einhverju sem helst lík- ist litlum ljósabekk, annað kríli í ljósbleikum galla sefur vært og rótt undir hvítri sæng og dæsir af og til í svefnrofunum. Í vöggum og hita- kössum liggur á annan tug ný- fæddra barna, sum fædd talsvert fyrir tímann, tengd við allskonar tól og tæki sem blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins kunna engin skil á. Hjá mörgum þeirra eru foreldrar og aðrir aðstandendur. Einhvern veginn svona er umhorfs á vökudeild Landspítalans um hádeg- isbil á þriðjudaginn. Á hverju ári leggjast um og yfir 400 börn, um 10% allra barna sem fæðast hér á landi, inn á deildina, sem er gjörgæsludeild fyrir fyr- irbura, nýbura og ungbörn. Sum hafa þar nokkurra klukkustunda viðdvöl, önnur dvelja á deildinni í allt að fimm mánuði og dvalartíminn getur verið allt þarna á milli. Deildin er á 3. hæð Barnaspítala Hringsins, þar eru 22 rúm og að auki er eitt rúm í einangrunarherbergi. Á deild- ina koma börn sem þurfa t.d. önd- unarstuðning, lyfjameðferðir eða sértækar meðferðir vegna vanda- mála sem upp koma hjá fyrirburum. Deildin skiptist í þrjú rými. H1 þar sem veikustu börnin leggjast inn og þau sem þurfa á öndunarvél- armeðferð að halda, þar eru fjögur rúm. H2, þar sem flest börnin leggj- ast inn til mats og meðferðar og þar eru sex rúm. Á vinstri væng deild- arinnar, sem einnig kallast „vaxt- arræktin“, eru rúm fyrir 12 börn sem eru vel á veg komin í átt til heilsu. Á vökudeild er einnig dag- deildarþjónusta sem sinnir nýburum sem þurfa ýmiss konar eftirlit, t.d. í kjölfar erfiðrar fæðingar eða sýkla- lyfjameðferðar, en þarfnast ekki innlagnar yfir nótt. Tæplega 700 ný- burar koma á dagdeildina á ári hverju. Áður dóu þessi börn Vökudeildin var stofnuð árið 1976. Áður var engin sérhæfð nýbura- gjörgæsla hér á landi, en þegar tveir íslenskir læknar, þeir Atli Dag- bjartsson og Hörður Bergsteinsson, og hjúkrunarfræðingurinn og ljós- móðirin Ragnheiður Sigurðardóttir komu erlendis frá úr sérnámi var hægt að hefja þá sérhæfðu meðferð sem veitt er á deildinni. Fram að því var vöggustofa inn af kvennadeild Landspítalans, þar sem nýburar voru í súrefni og hitakössum, þar var einnig hægt að skipta um blóð í börnum, en öndunarvélameðferð og önnur gjörgæslumeðferð fyrir ung- börn var ekki í boði. „Þau börn, sem þurftu á því að halda, dóu því áður en deildin tók til starfa,“ segir Þórð- ur Þórkelsson, yfirlæknir deild- arinnar. Pípandi tæki og hátækni Sjúkrahúsdvöl er líklega ekki það sem verðandi foreldrar sjá fyrir sér fyrstu daga nýfædds barns. Margrét Thorlacius, hjúkrunardeildarstjóri vökudeildar, segir algengt að for- eldrar upplifi óöryggi og ótta þegar nýfætt barn þeirra þarf að leggjast inn á vökudeild. „Það er eðlilegasti hlutur í heimi. Fólk áttar sig oft ekk- ert á því hvað er að gerast og þetta er alls ekki það sem það sér fyrir sér að gerist. Hérna pípa alls konar tæki, þetta er hátækniumhverfi og skiljanlegt að fólki bregði.“ Þórður tekur undir þetta. „Í þessu er svo mikilvægt að tala saman, að ræða við foreldrana þannig að þeir séu með- vitaðir um allt sem er að gerast. Það skiptir öllu máli,“ segir hann. Á deildinni eru tvö foreldra- herbergi sem foreldrar geta gist í og að auki fær deildin afnot af einu her- bergi á annarri deild um helgar fyrir foreldra. Að sögn Margrétar er nýt- ingin á þessum herbergjum 100%. „Þörfin á þessari aðstöðu er mikil og óskastaðan er að vera eingöngu með einbýli þar sem hvert barn hefur sína stofu og foreldrar geta verið þar hjá barninu sínu.“ „Sú þróun hefur orðið í nágrannalöndunum að for- eldrar séu sem mest með börnunum sínum á sjúkrahúsum,“ segir Þórð- ur. „Það væri auðvitað æskilegt að við gætum þróast í sömu átt. Verður áfram í sama húsi Spurð hvort stefnt sé að slíku fyr- irkomulagi á nýjum Landspítala segja Margrét og Þórður svo vera, en ekki liggur annað fyrir en að deildin verði áfram starfrækt í húsi Barnaspítalans hvað sem öðrum áformum um staðsetningu nýs Landspítala líður. „Við sjáum fyrir okkur að við þurfum tvöfalt meira rými þegar nýr Landspítali verður til svo við getum framfylgt þeim væntingum sem við höfum til starf- seminnar,“ segir Þórður. Gríðarlega góður árangur Á deildinni starfa 7-8 nýbura- læknar, um 50 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, þar af 20 með ýmiss konar sérnám, auk eins sjúkraliða og sérhæfðra starfsmanna. Þau Margrét og Þórður segja starfsemi deildarinnar koma vel út í sam- anburði við ungbarnagjörgæslu í öðrum löndum og þar komi margt til. „Við erum með jafnhæft og jafn- vel menntað starfsfólk og í öðrum löndum. Árangur okkar er gríð- arlega góður, en hann er að mestu leyti mældur í tíðni ungbarnadauða sem hér á landi er sá minnsti í heimi,“ segir Þórður. Margrét segir að tækjabúnaður deildarinnar sé vel samanburð- arhæfur við það sem best gerist í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Nánast hvert einasta tæki og tól á deildinni er þangað komið fyrir tilstilli gjafafjár og kemur meirihluti þess frá Kven- félaginu Hringnum sem hefur gefið mest af þeim tækjum og búnaði sem deildin hefur yfir að ráða, en einnig hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki látið fé af hendi rakna til deildarinnar. „Við búum við þann lúxus að þurfa nánast ekki að kaupa neitt sjálf,“ segir Þórður. „Þessi deild hefur algera sérstöðu innan Landspítalans hvað þetta varðar. Við eigum heldur betur marga vini og velunnara.“ „Þessi deild varð til fyrst og fremst vegna gjafafjár og vegna þess er hún jafn öflug og raun ber vitni,“ segir Margrét. En er ekki eitthvað skrýtið við það fyrirkomulag að gjörgæsludeild á sjúkrahúsi, sem rekið er fyrir skattfé almennings, þurfi að treysta svo mikið á gjafafé? „Jú, það ætti kannski ekkert að vera þannig. En þetta er sá veruleiki sem við búum við,“ svarar Margrét. 40% eru fyrirburar Um 40% skjólstæðinga deild- arinnar eru fyrirburar og að sögn Þórðar fæðast þeir yngstu á 23. viku meðgöngu. Algengt er að börn, sem fæðast svo snemma á meðgöngu, séu Við upplifum reglulega gleði og sorg  Um 10% allra nýbura á Íslandi fara á vökudeild  Þyrftu tvöfalt meira rými  Nánast allur bún- aður er keyptur fyrir gjafafé  Ekki fjármagn til að manna deildina með þeim fjölda lækna sem þarf Morgunblaðið/Golli Vökudeild Á hverju ári leggjast um og yfir 400 börn inn á deildina, sem er gjörgæsludeild fyrir fyrirbura, nýbura og ungbörn. Börnin eru þar mislengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.