Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 37

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Færeyjar Tveir fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . . . . . . . .kr. 34.500 Danmörk Tveir fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . . . . . . .kr. 74.500 Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík · Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 · info@smyril-line.is · www.smyrilline.is Viljum við benda þeim sem hyggja á ferð með okkur að bóka sem fyrst meðan ennþá er hægt að finna pláss. Bæklingurinn okkar fyrir 2017 er komin út og í honum finnur þú frábær tilboð og verð. Bæklinginn má nálgast á www smyrilline.is Taktu bílinn með í ferðalagið til Færeyja og Danmerkur Bókaðu núna og tryggðu þér pláss 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að Brynjar Níelsson, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, muni áfram gegna for- mennsku í nefndinni, þótt forræði við vinnslu með skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis um einkavæð- ingu Búnaðarbankans, verði í hönd- um Jóns Steindórs Valdimarssonar, 1. varaformanns nefndarinnar. „Það er ekki verið að skipta um formann í nefndinni. Þetta snýst ekki um formennskuna, heldur snýst þetta um það, að í einstökum málum geti nefnd valið svokallaðan framsögumann, til þess að stýra meðferð máls,“ sagði Birgir í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það sem fundur stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar snérist um í gær, var að niðurstaða fundarins varð sú, að Jón Steindór Valdimarsson, yrði framsögumaður málsins, alla vega um sinn,“ sagði Birgir. Skilja mátti frétt RÚV í gær- morgun á þann veg RÚV að Brynj- ar væri hættur formennsku og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefði tekið við for- mennsku. „Þetta er röng frétt. Ég hef ekki tekið við formennsku í nefndinni,“ sagði Jón Steindór í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hið rétta er að nefndin fól mér forræði þessa til- tekna máls (skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis) í nefndinni og framsögu,“ sagði Jón Steindór. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, var verjandi Bjarka Diego áður en hann tók sæti á Alþingi. Bjarki gegndi lykilhlutverki í gerð leyni- legra baksamninga í tengslum við kaup Ólafs Ólafssonar og fleiri í Búnaðarbankanum, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis. Það er ekki verið að skipta um formann  Jón Steindór, fyrsti varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, verður framsögumaður Brynjar Níelsson Jón Steindór Valdimarsson Gefin hefur verið út reglugerð um hrognkelsaveiðar í ár og er leyfileg- ur fjöldi veiðidaga á vertíðinni 36. Það er fjölgun um fjóra veiðidaga frá síðustu árum og er ákvörðunin í samræmi við tillögur Lands- sambands smábátaeigenda. Hafrannsóknastofnun lagði til að loknum mælingum í vor að aflinn færi ekki umfram 6.355 tonn, sem er 445 tonnum minna en miðað var við í fyrra. Þá var ráðgjöf stofnunarinnar um að hámarksveiði á grásleppu yrði 6.800 tonn, en aflinn varð um 5.400 tonn. Mörg undanfarin ár hafa grá- sleppuveiðar verið leyfðar í 32 daga. Aflinn hefur hins vegar sveiflast frá um 4.200 tonnum í um 6.300 tonn. Veiðarnar eru bundnar sérstökum leyfum og hefur það verið breytilegt frá ári til árs hversu margir hafa nýtt leyfi sín og meðal annars farið eftir verði fyrir afurðir. aij@mbl.is Veiðidögum fjölgað á grásleppu Með nýrri reglugerð sjávarútvegs- ráðuneytisins hafa heimildir til að flytja aflaheimildir á milli ára verið auknar úr 15% í 30%. Ákvæði í nýrri reglugerði er svohljóðandi: „Heimilt er að flytja allt að 30% af aflamarki hverrar botnfisktegundar frá fisk- veiðiárinu 2016/2017 yfir á fisk- veiðiárið 2017/2018. Ástæður þessa eru þær að lítill afli barst á land í rúmlega tveggja mán- aða verkfalli sjómanna í vetur. Því voru auknar líkur á að útgerðir næðu ekki að veiða heimildir sínar og þær gætu fallið niður á milli ára. Í yfirliti á vef Fiskistofu 22. mars kom fram að á fyrri helmingi yfir- standandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 31 þúsundi tonna minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um 7,5 þús- und tonn. Heildaraflinn í botnfiski var á fyrri helmingi fiskveiðiársins tæp 176 þúsund tonn upp úr sjó en var 240 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 27%. aij@mbl.is Heimilt að flytja 30% á milli ára  Lítill afli á land í verkfalli sjómanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Ólafur Sigurðsson við löndun, en aflabrögð hafa verið góð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.