Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Vefverslun með lyf Lyfseðlar Lyfjaverð ofl. Opnið 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 14.500,-Litir: Gulur og blár – grár – dökkblár – rauður Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is landinu, Tryggvaskála, með rjúk- andi, ja, allt að því spriklandi laxinn á borðum, ilmandi kaffi og þægileg legurúm. Fyrir hina uppgefnu lang- göngumenn létti þessi tilhugsun mik- ið gönguna. En fyrr en okkur varði rættist nokkuð úr fyrir okkur, því um það bil miðja vegu voru vegagerðarmenn að vinnu og voru þeir með nokkra hest- vagna, er unglingspiltar voru að flytja á ofaníburð í veginn. Var nú fal- azt eftir að fá léða vagnana fvrir góð orð og „betaling“, til þess að flytja okkur það sem eftir var leiðarinnar, því flestir voru að þrotum komnir á göngunni. En piltarnir þorðu ekki að lána okkur vagnana án leyfis verk- stjóra eða hinna fullorðnu verka- manna, er voru nú komnir langt aftur fyrir okkur, og vildi enginn leggja á sig það erfiði að ganga til baka, til þess að lá leyfi þeirra fyrir vögn- unum, enda alveg óvíst um leyfið eða jafnvel sennilegra að það fengist ekki. Þeir öldruðu teldu það senni- lega ekki ofraun þessum angur- göpum, að labba það sem eftir væri vegarins. Gylliloforð 12 stæltra stráka Þegar útséð þótti að vagnarnir fengjust með góðu, þótt við reyndum að múta piltunum, eða reyndum með ýmsu móti að „væla þá“. Þeir héldu fast við sína fyrri ákvörðun, að við yrðum að fá leyfi verkstjóra fyrir vögnunum. Fannst okkur flestum þetta bara vera stirðbusaháttur og óliðlegheit af strákunum að láta ekki undan okkur og lána okkur vagnana – en þeir héldu fast við sitt, hefur mig síðan oft langað til að vita deili á þessum piltum, sem þrátt fyrir ógn- anir og alls konar gylliloforð 12 stæltra stráka úr Vestmannaeyjum, og það „íþróttastráka“, er allir voru stærri en þeir og allmikið þóttust eiga undir sér – létu ekki tælast en reyndust húsbændum sínum trúir. Ég dáist nú að þeim, þótt sár væri ég þá sem fleiri mínir félagar. En eng- inn má við margnum, voru nú vagn- arnir teknir, sem nú mundi sennilega vera kallað hernámi, og piltarnir með.“ Miðaði nú vel það sem eftir var leiðar, hestarnir voru ekki mjög lúnir og piltarnir hinir beztu ökumenn. Brátt fóru Eyjamenn að fá smásam- vizkubit gagnvart piltunum og skildu þeir við vegavinnustráka, er áfanga- staðurinn nálgaðist. Greiddu Eyja- menn eina eða tvær krónur að skiln- aði fyrir hvern vagn og hesta. Reyndar kemur fram hjá Árna að trúlega hafi mestu um ráðið að þeim hafi heldur þótt það fyrir neðan sína virðingu að koma að Tryggvaskála í óhreinum vegavinnuvögnum. Ríflega af laxi úr Ölfusá og synt í straumhörðu jökulvatninu Gönguerfiðið var gleymt þegar loks var komið að Tryggvaskála, en pósturinn, sem átti að sækja Eyjalið- ið til Stokkseyrar var að spretta af hestunum, og ætlaði ekki að sækja það til Stokkseyrar fyrr en daginn eftir. Loforð fékkst fyrir mat og gist- ingu og var þá beðið um handklæði fyrir alla, „en upplitið á fólkinu varð dálítið skrítið, er það komst að raun um að við ætluðum allir með tölu að kasta okkur til sunds í ána. Það var alveg nýlunda að fá slíka gesti, er ekki víluðu fyrir sér að kasta sér í hið nístandi kalda, straumharða jökul- vatn. En það gekk allt ágætlega þótt nístandi kalt væri vatnið og straum- hart mjög, en ekki er ég viss um, að nútíma sundmenn, sem þjálfaðir eru í 20-25 stiga heitum sundlaugum, yrðu sérstaklega hrifnir af slíkri laug.“ Um kvöldið var glænýr, soðinn lax úr ánni á boðstólum og tóku Eyja- menn vel til matar síns. „Er óhætt að fullyrða, að ríflega var á borð borið og rausnarlega, en matarlystin orðin svo gífurleg eftir hina löngu göngu og sundíþróttirnar að það sem fram var borið, þótt ríflegt væri, náði ekki út, og urðu því einir 3 eða 4 að bíða með- an soðin var viðbót. Var talið, að sum- ir hefðu tæpast kunnað sér magamál enda búnir að vera algerlega mat- arlausir frá því við fórum í land úr „Perví“, og lax þar auki eitt hið mesta lostæti er við gátum hugsað okkur og mátti heita óþekktur á matborði í Eyjum þá. Það var ekki von að bless- að fólkið reiknaði með slíkum hámum er það lét í pottinn.“ Um kvöldið var gengið frekar snemma til náða, tveir og tveir í rúmi, en flest af rúmunum voru í upphafi ætluð aðeins einum. „Þegar allir voru komnir til „kojs“, hófst hið einkennilegasta baðstofuhjal, sem ég hef heyrt. Því svo var nefnilega mál með vexti, að þarna voru aðeins þunn panilþil milli herbergja svo hvert orð heyrðist greinilega á milli herbergj- anna, jafnvel þótt ekki væri talað mjög hátt. Var því samræðum með gamni og glensi haldið óspart áfram nokkuð fram eftir nóttu, enda margir vel orðheppnir og fyndnir.“ Eitthvað sterkara í kaffið Daginn eftir var lagt snemma af stað í póstvagninum, og segir ekki af ferðum fyrr en komið var að Kot- strönd. „Þar var drukkið kaffi og ekki er mér grunlaust um að sumir hafi náð í eitthvað sterkara,“ skrifar Árni. Í öðrum heimildum kemur fram að brytinn á s.s. Perví hafi verið aflögufær með veigar og einhverju sterkara frá honum hafi verið hellt út í kaffið. Bæði Árni J. Johnsen og annar leikmaður FV, Ársæll Sveinsson, síð- ar skipstjóri, útgerðarmaður og kaupmaður á Fögrubrekku í Vest- mannaeyjum, leggja mikla áherslu á að ekki hafi verið mikil brögð að þessu enda blátt hann við slíku í ferð- inni, að minnsta kosti þar til keppnin hefði farið fram. Þeir voru sammála um að íþróttamennska og áfengi færu ekki saman. Ársæll segist þó ekki útiloka að þetta hafi haft einhver áhrif á úrslit kappleiksins næsta dag, en viðtal við Ársæl um ferðina birtist árið 1963 í 50 ára afmælisriti Þórs. Í lýsingu Árna kemur fram að frá Kotströnd hafi ferðin gengið greið- lega að Kömbum. Þar urðu íþrótta- mennirnir að fara úr vögnunum, leggja land undir fót og ganga upp alla Kambana í sterkju hita. Var margur móður er upp kom. Næsti áfangi var að Kolviðarhóli og var þar matazt og kaffi drukkið. Til Reykjavíkur var komið um kvöldið og fengu flestir gistingu á Hótel Reykjavík, „hjá hinni gagn- merku frú Margréti Zoëga, er lét okkur í té bæði gistingu og mat fyrir ekki neitt og máttum við vera þar al- gerlega eins og heima. Hef ég sjald- an orðið slíks viðmóts aðnjótandi hjá óvandabundnu fólki eins og við urð- um hjá þeirri heiðurskonu, blessuð sé minning hennar. Til stóð að senda eitthvað af svartfuglseggjum upp í greiðsluna, jafnvel megnið af fram- leiðslunni heima, en því miður varð minna úr en til stóð, en eitthvað var þó sent.“ Grófir mótherjar, Eyjamenn grandalausir Var þá komið daginn eftir að fyrsta kappleik Eyjamanna á Ís- landsmóti. Við ofurefli var að etja því Fótboltafélag Reykjavíkur vann Knattspyrnufélag Vestmannaeyja 3:0 og í lýsingu sinni segir Árni J. Johnsen það enga furðu þegar tekið er tillit til ástæðna. „Tveir okkar langbeztu manna, Árni Gíslason og Jóhann [Antonsson Bjarnasen] voru báðir slasaðir og langt frá því að vera í fullu fjöri, völlurinn var malarvöllur en við hinsvegar vanir grasvelli að heiman og síðast en ekki sízt spiluðu mótherjarnir vægast sagt mjög „brú- talt“, en við grandalausir og hinir prúðustu, að minnsta kosti framan af. T.d. um hrottaskap þeirra verð ég að geta þess, þótt leitt sé, að við Ár- sæll vorum báðir bókstaflega spark- aðir niður og vorum við hvorugur þá neinar veimiltítur. Vorum við báðir bornir út af vellinum og lagðir þar til að jafna okkur, er tók sem betur fór ekki mjög langan tíma. Þegar á allt þetta var litið má furðu gegna að þeir skyldu ekki „bursta“ okkur eftir- minnilegar en raun varð á.“ Ársæll Sveinsson segir m.a. svo frá: „Harkan var mikil á báða bóga; þeir heimamennirnir léku svo harka- lega að við sem vorum slíkum aðför- um óvanir, stóðum ekki klárir að í fyrstu, en svo sáum við að prúð- mennska dugði lítt gegn víkingum og létum ekki okkar eftir liggja.“ Georg Gíslason, kaupmaður í Eyj- um, sagði þannig frá í samtali við Þjóðviljann 1942. „Næsta kvöld er svo keppt þrátt fyrir erfiða ferð. Gekk sá leikur nokkuð hart fyrir sig, því daginn eftir þegar farið var að kanna liðið, kom á daginn, að aðeins sjö voru leikhæfir, „hinir voru allir meira og minna bláir, bólgnir, brák- aðir og hrumlaðir, bæði á höndum og fótum og bol, en þar sem ekki var farið með nema einn varamann, en það var álitið nóg, var ekki til í lið, svo leikir okkar urðu ekki fleiri það mót- ið.“ Frítt far á fyrsta farrými Blóðtaka Eyjaliðsins var mikil og þar sem aðeins sjö menn voru leik- færir urðu þeir að gefa leikinn við Fram. Á sunnudeginum 30. júní héldu þeir því aftur heim til Eyja. Árni J. Johnsen skrifar: „Til Eyja fórum við með „Ceres“, og fengum allir frítt far á 1. farrými. Skipstjóri var hið góðkunna lipurmenni, Bro- bjerg, er sérstakur var í sinni röð gagnvart lágum sem háum, er hann flutti bæði með ströndum fram og í millilandasiglingum.“ Þar sem Fram og FV höfðu gert jafntefli í fyrsta leik mótsins og Framarar ekki fengið tækifæri til að leika gegn Vestmannaeyingum var ákveðið að úrslitaleikur mótsins færi fram strax þriðjudaginn 2. júlí og var því um sannkallað hraðmót að ræða. Svo fóru leikar að Fótboltafélag Reykjavíkur vann lið Fram 3:2 og hömpuðu Vesturbæingar því Ís- landsbikarnum í fyrsta skipti. Við samantekt þessa var byggt á efni úr Sjómanninum, blaði Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja 1953, Knattspyrnu í heila öld eftir Víði Sigurðsson og Sigurð Á. Friðþjófsson, 100 ára sögu Íslands- mótsins í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson, Afmælisriti Íþróttafélags- ins Þórs í Vestmannaeyjum 1913-2013, Frambókinni eftir Stefán Pálsson og grein eftir Leif Sveinsson í Morgun- blaðinu 4. maí 1996. Upphafið Leikmenn Fótboltafélags Reykjavíkur og Fram að loknum úrslitaleiknum á Íslandsmótinu 1912. Leik- menn FV, í hvítum skyrtum með bindi, eru frá vinstri í fremstu röð: Nieljohníus Ólafsson, Jón Þorsteinsson, Bene- dikt G. Waage með bikarinn, Geir Konráðsson með knöttinn, og Kristinn Pétursson. Í annarri röð eru Björn Þórð- arson, Kjartan Konráðsson, Skúli Jónsson, Ludvig A. Einarsson, Davíð Ólafsson og Guðmundur Þorláksson. Aftastur leikmanna FV er Sigurður Guðlaugsson. Í fremri röð Framara eru Magnús Björnsson, Karl G. Magnússon, Sigurður Ó. Lárusson, Arreboe Clausen, Pétur Hoffmann Magnússon og Ágúst Ármann. Í aftari röð eru Helgi Jóns- son standandi, Tryggvi Magnússon, Gunnar Halldórsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Gunnar Hjörleifsson Kvaran og Sigurður Ingimundarson. Dómari mótsins var Ólafur Rósinkranz og stendur hann aftast hægra megin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.