Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 48

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Einföld og snjöll hönnun Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Tvöfaldur, ryðfrír 7.500 kr. Sápuskammtari Þrefaldur, ryðfrír 9.900 kr. Sápuskammtari Spegill 14 cm, 10 x stækkun 13.500 kr. Eyjafirði er augljóslega veruleg hætta á því. Þar eru stórir bleikju- stofnar sem hafa verið í lægð. Við teljum að fiskeldi myndi valda miklu álagi á þá, jafnvel svo að aldrei aftur yrði leyfð veiði á bleikju í Eyjafirði á meðan eldi væri stundað þar. Laxa- lúsin er það vandamál sem Norð- mönnum hefur gengið einna verst að finna lausn á, hún veldur þeim miklum búsifjum,“ segir Jón Helgi. Varðandi aukna hættu á sjúkdóm- um segir hann að í þéttu eldi magn- ist upp sjúkdómar. Nefnir hann nýrnaveiki sem kom upp í nokkrum stöðvum hér á síðasta ári og olli miklu tjóni þótt menn hafi eflaust reynt að vanda sig. Það sýni áhætt- una. Þá getur hann um skæðan veirusjúkdóm, ISA, sem komið hef- ur upp í nágrannalöndunum og vald- ið miklu tjóni. Nú síðast kom hann upp á eldissvæði í Færeyjum. Þarf fyrirtækið Bakkafrost að slátra öll- um laxi þar og er áætlað að tjónið samsvari 1,6 milljörðum króna, sam- kvæmt færeyskum fjölmiðlum. „Við vitum að það eru ýmsir sjúk- dómar í náttúrunni þótt við höfum blessunarlega verið lausir við þá í villtum fiskum. Þeir magnast upp í eldi og breiðast út,“ segir Jón Helgi. Missir erfðaeiginleika Veiðifélögin hafa þó langmestar áhyggjur af erfðamengun villtra laxastofna hér á landi. „Sá norski lax sem verið er að nota er með aðra erfðauppbyggingu en íslenskur lax. Hann hefur verið kynbættur mikið svo hann henti í eldi. Þegar verið er að ala jafn mikið magn og til dæmis er verið að tala um í Ísafjarðardjúpi þarf 15 milljónir laxa í kvíarnar. Það sleppur alltaf eitthvað. Reynslan frá Noregi bendir til að það sé einn lax á móti hverju tonni í eldi. Eldis- menn segja að það sé minna. En ef það væri einn fiskur á móti tonni má búast við að það sleppi 30 þúsund laxar í Ísafjarðardjúpi. Til saman- burðar má geta þess að laxastofn- arnir í Djúpinu telja 150 til 500 fiska hver stofn. Það segir sig sjálft að þeir myndu ekki þola þá blöndun sem því fylgdi. Laxinn missir þá erfðaeiginleika sem honum eru nauðsynlegir til að halda lífi í sínu náttúrulega umhverfi. Við teljum að þetta varði við náttúruverndarlög. Engum sé heimilt að valda slíkum skaða á náttúrunni,“ segir Jón Helgi. Hann telur að reynslan frá Nor- egi sýni að staðlar sem notaðir eru við búnað þar og hér komi ekki í veg fyrir slysasleppingar. „Ég sé ekki aðra lausn en að nota geldan lax við eldið,“ segir hann. Enginn íslenskur lax eftir Þótt framleiðsla í laxeldi sé ekki mikil hér á landi enn sem komið er hafa fiskeldisfyrirtækin áform um mjög mikla aukningu á næstu árum. Gangi öll áform eftir gæti fram- leiðslan orðið hátt í 200 þúsund tonn á ári eftir nokkur ár. Jón Helgi seg- ir að þá yrðu 90 milljón laxar í kví- unum. Nefnir til samanburðar að í hrygningarstofni íslenska laxa- stofnsins séu að meðaltali 35 þúsund fiskar. „Við teljum þetta allt of mikla áhættu, stofninn þoli þetta ekki. Enginn íslenskur lax yrði eftir í ánum eftir nokkra áratugi, aðeins norskur. Um þetta standa átökin,“ segir Jón Helgi. „Ég tel það reyndar,“ segir hann spurður hvort hægt sé að snúa þró- uninni við úr þessu. „Ef haldið yrði áfram með það eldi sem þegar er búið að leyfa og það kæmi í ljós að það hefði þau áhrif sem við teljum yrði að endurmeta stöðuna og snúa við. Það er óviðunandi að atvinnu- starfsemi hafi þessi umhverfis- áhrif.“ Gera ekki athugasemdir við umhverfisvænt fiskeldi  Landssamband veiðifélaga varar eindregið við auknu laxeldi  Óttast mest eyðileggingu íslenska laxastofnsins vegna slysasleppinga  Reyna þessi misserin að verja Ísafjarðardjúp og Eyjafjörð Morgunblaðið/Einar Falur Opnun Jón Helgi Björnsson á Laxamýri, formaður Landssambands veiði- félaga, með fyrsta lax síðasta sumars á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldal. Með honum er systir hans, Halla Bergþóra Björnsdóttir. Tekjur veiðifélaga Tekjur annarra Óbein og afleidd áhrif Efnahagslegt virði stangveiða* *Áætlað út frá skýrslu Hagfræðistofnunar frá 2004 Milljónir kr. 18.000 15.000 12.000 9.000 6.000 3.000 0 13.000 2.2000 1.800 43% 19% 13% 10% 7% 6% 2% Skipting arðs Vesturland Norðurland vestra Austurland Norðurland eystra Suðurland Höfuðborgarsvæðið Vestfirðir VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum ekki á móti fiskeldi, held- ur viljum við koma í veg fyrir að það hafi áhrif á villta lax- og silungs- stofna hér á landi. Ef menn ala fisk- inn í landstöðvum eða finna leiðir til að gera það í hafinu án áhrifa á um- hverfið gerum við ekki athugasemd- ir við það,“ segir Jón Helgi Björns- son, formaður Landssambands veiðifélaga. Samtökin hafa varað sterklega við áformum um stóraukið fiskeldi í sjókvíum hér við land. Landssambandið berst gegn áformum um margföldun eldisins og sérstaklega gegn áformum um að hefja eða stórauka laxeldi í Ísa- fjarðardjúpi og Eyjafirði. Sjókvía- eldi er ekki bannað í þessum fjörð- um þótt þar séu lax- og silungs- veiðiár. Smit magnast upp í eldi Jón Helgi nefnir þrjú atriði þegar hann er spurður um hættuna af fisk- eldi fyrir náttúrulega fiskistofna. Það eru aukin hætta á lúsasmiti og sjúkdómum og erfðamengun í villtu stofnunum. Varðandi lúsasmitið segir Jón að örfáar lúsir á náttúrulegum laxi sýni að hann sé nýgenginn úr sjó og valdi honum ekki erfiðleikum. Smitið magnist hins vegar upp í eldi. Það hafi tvenns konar áhrif á villta laxa- stofna. Annars vegar geti seiðin sem gangi til sjávar orðið fyrir miklu smiti þegar þau gangi framhjá kví- unum. Erlendis hafi það valdið mikl- um afföllum í laxastofnum. Þá geti aukið lúsasmit haft mikil áhrif á stofna bleikju og sjóbirtings sem verði fyrir ítrekuðu smiti í fjörðum þar sem sjókvíar eru. „Í Fleiri en forysta Landssambands veiðifélaga berjast gegn laxeldinu eða veita því aðhald, eftir því hvernig á málið er litið. Nefna má að Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), lætur málið mikið til sín taka. Þá hefa verið stofnuð mál- sóknarfélög sem krefjast þess fyrir dómi að rekstrarleyfi tveggja fisk- eldisfyrirtækja sem gefin voru út á síðasta ári verði felld úr gildi. Þeir hyggjast stofna fleiri málsókn- arfélög til að verjast fiskeldi á öðr- um stöðum. Eigendur Haffjarðarár gerðu at- hugasemdir við útgáfu starfs- og rekstrarleyfa fyrir auknu eldi hjá Arnarlaxi í Arnarfirði. Töldu þeir að eldið gæti stefnt í hættu lífríki árinnar og villtum lax- og silungs- stofnum hennar. Málið fór fyrir úr- skurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála, sem vísaði kærunum frá. Benti úrskurðarnefndin á hversu fjarri Haffjarðará er sjókvíunum. Hún rennur í sjó í Faxaflóa en sjókvíarnar eru í djúpum firði á Vestfjörðum. Þótti skorta á að kær- endur ættu lögvarða hagsmuni af útgáfu leyfanna. Málið heldur áfram og nú fyrir dómstólum. Að málsóknarfélaginu Náttúruvernd 1 standa veiðiréttar- eigendur Haffjarðarár og Veiði- félag Laxár á Ásum í Húnavatns- sýslu auk þriggja landeigenda og veiðiréttarhafa í Arnarfirði. Málsóknin er reist á röksemdum um að ekki hafi verið gætt réttra aðferða við útgáfu leyfanna, svo sem með því að afla mats á burð- arþoli náttúrunnar og skilríkja til afnota hafsins, en einnig er byggt á efnislegum röksemdum, svo sem að ekki hafi verið til að dreifa gildri heimild til að gefa leyfin út. Starf- semin fari gegn ákvæðum laga, meðal annars náttúruverndarlaga og laga um fiskeldi, og loks að rekstur stöðvarinnar fari í bága við einkaréttarlega hagsmuni þeirra sem að málsóknarfélaginu standa. Sérstaklega er vísað til þess að sterkar líkur séu á því að eldi með norskættaðan lax í opnum sjókvíum muni skaða varanlega náttúrulega laxastofna. Haft var eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni málsóknarfélagsins, á mbl.is í vetur að lax sem slyppi úr sjókvíum gæti valdið tjóni á náttúrulegum laxa- stofnum, jafnvel í verulegri fjar- lægð. Sagt var frá því í fréttum Rík- isútvarpsins í gær að stofnað hefði verið annað málsóknarfélag, Nátt- úruvernd 2, sem fari fram á að fyrir dómi að rekstrarleyfi sem Mat- vælastofnun hefur veitt Löxum - fiskeldi fyrir laxeldi í Reyðarfirði verði ógilt. Málsóknarfélög reyna að stöðva laxeldi í sjó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.