Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 52

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Félagasam-tökin Hug-arafl voru stofnuð árið 2003 í því skyni að veita fólki, sem hefur átt við geðræn vanda- mál að stríða, stuðning og hjálpa því að ná bata. Ein af forsendum Hugar- afls er að þar séu allir jafn- ingjar og á þeim grundvelli fer starfsemin fram. Segja má að samtökin brúi að ákveðnu leyti bilið þar sem hlutverki heilbrigðiskerfisins sleppir í að hjálpa fólki að koma undir sig fótunum. Lyk- ilhugtak í starfseminni er vald- efling. Hugarafl er líkt og Geysir, Hlutverkasetur og Geðhjálp grasrótarsamtök. Þessi samtök hafa meðal annars hlaupið í skarðið þar sem hið opinbera heilbrigðiskerfi bregst. Margir hafa notið hjálpar hjá Hugarafli og greinilegt er að samtökin vinna þarft starf. Nú er hins vegar óvissa um framhaldið. Í fyrra fékk Hug- arafl rúmlega átta milljónir króna í styrk frá hinu opin- bera, en á þessu ári er ráðgert að þau fái aðeins eina og hálfa milljón. Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, brást hart við þessum fréttum og sagði að verið væri „að leika sér með mannslíf“. Sagði hann að nær væri að samtökin fengju árs- laun þingmanna en mán- aðarlaun. Hann hefur nýtt sér samtökin eins og kom fram í máli hans þegar hann gagnrýndi niðurskurðinn: „Ég veit ekki hvort ég væri hér ef Hugarafl væri ekki til.“ Fleiri geta tekið undir þessi orð. Á heimasíðu samtakanna er að finna vitn- isburði um starf Hugarafls. Þar skrifar Þórey Guðmunds- dóttir að þegar „öll von um betri tíma var fokin og öll ljós slökkt þá var Hugarafl viti í myrkrinu“. Í lok þessa mánaðar verður ár liðið frá því að Alþingi sam- þykkti þingsályktunartillögu um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjög- urra ára. Þá er í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar lögð áhersla á geðheilbrigðisþjón- ustu og aukið (ekki minnkað) aðgengi að henni. Niðurskurð- urinn til Hugarafls er hvorki í anda þeirrar þingsályktunar né stefnuyfirlýsingar stórn- arinnar og það er ekki of seint að endurskoða þessa ákvörðun. Hugarafl og önnur sambæri- leg grasrótarsamtök vinna mikilvægt starf. Hugarafl ger- ir fólki kleift að koma undir sig fótunum, oft þegar öll önnur sund virðast lokuð. Árlega leita þangað hátt í þúsund manns og starfsemin er borin uppi með sjálfboðavinnu. Það er ótækt að slík samtök þurfi að berjast með kjafti og klóm fyrir styrkj- um ár eftir ár til að koma í veg fyrir að slökkt verði á „vitanum í myrkrinu“. Niðurskurður á framlögum til gras- rótarsamtaka á borð við Hugarafl er óskiljanlegur} „Viti í myrkrinu“ Jens Stoltenberg,framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins, vakti athygli fyrr í vik- unni þegar hann sagði í viðtali við þýskan fjöl- miðil að Þjóðverjar ættu að auka framlög sín til varnarmála. Með því má segja að hann hafi tekið sér stöðu með Trump Banda- ríkjaforseta, sem gagnrýnt hef- ur Þýskaland fyrir að leggja ekki meira af mörkum til varna Evrópu. Það flaug hátt fyrir nokkru, þegar óstaðfestar fregnir bárust um að Trump hefði rétt Angelu Merkel Þýskalandskanslara út- prentaðan reikning upp á um 300 milljarða evra til þess að undirstrika þá kröfu sína að Þjóðverjar legðu meira af mörk- um. Átti upphæðin að vera mis- munurinn á milli þess sem Þjóð- verjar hafa lagt fram, sem nú er rétt rúmlega 1% af landsfram- leiðslu, og þess sem þeir hafa skuldbundið sig til þess að leggja fram fyrir árið 2024, sem er 2% markmiðið. Hvíta húsið og Trump hafa neitað þessari frásögn, enda var hún færð í stílinn til þess að láta forsetann líta sem verst út. Engu að síður er umhugsunarvert hvað Þjóð- verjar virðast tregir til þess að huga að öryggis- og varnar- málum Evrópu. Reyndar eru þeir þar í „góð- um“ félagsskap, þar sem ein- ungis fimm ríki Atlantshafs- bandalagsins hafa náð 2% markinu, þar á meðal Bandarík- in, Bretland og Pólland. Frakk- land er enn undir, en það munar ekki miklu. Það kemur því á óvart að sjá hvað Þýskaland dregur lappirnar, þrátt fyrir að hafa meira svigrúm en flest hinna bandalagsríkjanna til þess að bæta úr. Líkt og Stoltenberg sagði í viðtali sínu, þá snýst þetta ekki um að „gleðja Bandaríkin“, heldur að þau Evrópuríki, sem hafa skuldbundið sig til sameig- inlegra varna sinni öryggis- málum sínum eins og þörf er á. Stoltenberg hjálpar Trump við að ýta á Þjóðverja} Ótrúleg tregða Þ að má kannski segja um okkur Ís- lendinga að við séum stundum svo- lítið bláeyg. Við eigum það til að halda að allir vilji öllum það besta; að allir gangi um landið af virðingu, selji og kaupi banka með heiðarleikann að leiðarljósi eða stingi ekki saklausa borgara með hnífi úti í búð. Við erum bláeyg og það kemur okkur oft í koll. Þó að frásagnir af ferðamönnum sem ganga örna sinna úti um allar koppagrundir berist reglulega til eyrna sló veruleikinn eflaust marga þegar frétt birtist í fyrradag um ferðamanninn sem skeit á hlaðið hjá bónda í Fljótshlíð. Sem betur fer þurfa ekki margir að kljást við þann veruleika að ókunnugt fólk geri sig svo heima- komið, en þó virðist þetta orðið nánast daglegt brauð hjá ákveðnum íbúum þessa lands sem búa á fjölförnum ferðamannaslóðum – og auðvitað hjá íbú- um miðborgarinnar sem þurfa að kljást við djammlið sem verður brátt í brók. Þetta er ólíðandi framkoma við landið og íbúa þess, að skíta hvar sem er og hlæja svo framan í þann sem gerir athugasemd við athæfið. Þvílík vanvirðing. Við erum svo bláeyg gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað koma, höldum að þeir elski allir landið eins og við. Hingað hrúgast nú ferðamenn og stór hluti þeirra kemur bara því Ísland er í tísku, markmið þeirra er að njóta alls þess sem landið hefur upp á að bjóða og þeim er alveg sama hvernig þeir skilja við það því hingað ætla þeir ekki að koma aftur. Þetta er oft fólk sem kemur úr þéttbýlum milljónasamfélögum þar sem þarf að vera frekur og tillitslaus til að vera ekki troðinn undir, það segir þeim enginn fyrir verkum. Það er ekki eðlilegt að þeir sem búa við vin- sælar ferðamannaleiðir kalli „mannara“ sem liggja á víð á dreif „ferðamanninn“ – „passaðu þig á ferðamanninum“ er kallað þegar einhver er við það að stíga í einn slíkan. Það er ekki eðli- legt að það fyrsta sem fjölskylda á ferðalagi um Snæfellsnes reki augun í þegar kíkt er inn í fjöl- farinn helli sé mannari. Á meðan ferðamenn breyta Íslandi í einn allsherjar skítahaug sitja þeir sem stýra á kont- órnum í Reykjavík og velta fyrir sér, ár eftir ár, hvað eigi að gera til að sporna við þessu. Það má því velta upp þeirri spurningu hverjir van- virði landið meira; ferðamennirnir sem skíta á víð og dreif eða ráðamennirnir sem geta engar ákvarðanir tekið og á meðan drabbast allt niður. Það er ekki eðlilegt að hingað komi tvær milljónir ferðamanna á ári sem geti vaðið um allt án þess að greiða krónu fyrir eða þurfa að sýna smá ábyrga ferðamennsku. Hvar er gjaldtakan, hvar er stýr- ingin, hvar eru klósettin og útskotin sem er búið að ræða um nú ár eftir ár en enginn hefur kjark né þor til að taka ákvörðun um? Að skipa í nefndir og ráð og setja á laggir stofnanir er ekki að gera eitthvað í málinu, eins og staðan er í dag virðist það aðeins tefja fyrir. Ferðamenn munu gefa skít í landið þar til ráðamenn girða sig í brók. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Gefa skít í landið skammarlaust STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íúthlutun velferðarstyrkja ásviði heilbrigðismála í ár fórusamtals 3.818.750 kr. til sam-taka sem sjá um fræðslu og stuðning í geðheilbrigðismálum. Þetta er um tveim milljónum lægra en í fyrra en þá var úthlutað 5.675.000 kr. til samtaka sem tengjast mála- flokknum. Árið 2016 fékk Hugarafl 3.000.000 kr. Lifa, landssamtök að- standenda eftir sjálfsvíg, fékk 2.675.000 kr. til fræðslu og vinnu með fólki í sjálfsvígshættu. Hugarafl fékk úthlutað 1.548.750 kr. í ár en sam- tökin stóðu fyrir mótmælum í gær fyrir utan velferðarráðuneytið vegna niðurskurðar. Á sviði geðheilbrigð- ismála í ár fékk einnig Pieta Ísland, sem sinnir sjálfsvígsforvörnum, 1.770.000 kr. og Hugrún, geðfræðslu- félag fyrir ungmenni, fékk 500.000 kr. Velferðarstyrkir til samtaka tengdra geðheilbrigðismálum lækka þannig um 1.856.000 kr. á milli ára. Hugarafl fékk einnig 5.000.000 kr. aukalega í fyrra úr fjárlaganefnd en að sögn ráðuneytisins fékkst ekki styrkur úr nefndinni í ár. Hugarafl lækkar því úr rúmum 8.000.000 kr. í fyrra niður í 1.500.000 kr. í ár. Velferðarstyrkir til heilbrigðis- mála voru í heildina 72.028.570 kr. í ár til samanburðar við 75.029.000 kr. í fyrra. Fimm fleiri stofnanir fengu velferðarstyrki í ár. Stærstu styrkina fengu SÍBS (Samband íslenskra berklasjúklinga) og Krabbameins- félag Íslands upp á 6.500.000 kr. hvort félag. Munu funda með ráðherra Samtökin Hugarafl munu á næstu dögum funda með heilbrigðis- og félagsmálaráðherra vegna nið- urskurðar á fjárveitingum. Mótmæl- endur á vegum samtakanna mættu fyrir utan velferðarráðuneytið í gær og fengu stuttan fund með aðstoðar- mönnum ráðherra. Að sögn ráðu- neytisins voru allir jákvæðir eftir fundinn en ekki var hægt að lofa fjár- veitingum að svo stöddu. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hug- arafls, afhenti aðstoðarmönnum ráð- herra umslag með bréfi frá Hugarafli þar sem krafist er varanlegrar úr- lausnar. Í umslaginu var einnig að finna sögur frá aðstandendum og not- endum Hugarafls, þar sem þau fara yfir af hverju Hugarafl virkaði sem úrlausn fyrir þau. Málfríður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún vildi engar skyndilausnir eins og hafa verið síðustu ár. Ekki hefur fengist nákvæm tímasetning á fund- inn að sögn Málfríðar. Óvissan veldur meiri kvíða Gunnar Hrafn Jónsson, þing- maður Pírata, mótmælti í gær með Hugarafli og sat fundinn með aðstoð- armönnum ráðherra. Gunnar þekkir samtökin af eigin raun og þakkaði þeim veittan stuðning fyrir rúmum 10 árum. Hann segist í samtali við Morgunblaðið hafa verið ánægður með svörin sem fengust frá ráðuneyt- inu í gær, svo lengi sem þau halda. Gunnar sagði einnig að aðstoðar- menn hefðu sýnt vilja til að finna sátt í málinu og vildu að starfsemi Hugar- afls myndi halda áfram. Hann sagði þó að óvissan um fjárveitingar fyrir samtökin væri gríðarlega slæm. „Mikilvægi punkturinn er að þetta hefur virkileg áhrif á fólkið sem er þarna núna. Það síðasta sem þú þarft sem kvíðasjúklingur er óvissa um kvíðameðferðina þína.“ Hann segir að til lengri tíma væri gott að fá Hugarafl á fjár- lög en hann telur að samtökin spari rík- inu töluvert. Styrkir lækkuðu til geðheilbrigðismála Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Málfríður Hrund , formaður Hugarafls, ræðir við aðstoðarmenn ráðherra í gær. Gunnar Hrafn, þingmaður Pírata, fylgist með gangi mála. Heilbrigðisráðuneytið segir að reynt verði að ná fundi með Hugarafli fljótlega eftir helgi. Ráðuneytið áréttaði einnig mikilvægi geðheilbrigðismála og benti á að verið væri að bæta í málaflokkinn með aukn- um fjárframlögum úr fjár- málaáætlun. Þar er verið að auka aðgengi að geðheilbrigð- isþjónustu á heilsugæslu- stöðvum, meðal annars með fjölgun stöðugilda sálfræðinga úr 22,5 í 40 fyrir árið 2022. Unnið er að styttingu biðtíma eftir þjónustu á göngudeildar Barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans. Stefnt er að því að skipa fastanefnd eða samráðsvettvang að tillögu starfshóps sem leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímu- efnaneyslu í ís- lensku sam- félagi. Geðheil- brigðismál RÁÐHERRA TEKUR MÁLA- FLOKKINN ALVARLEGA Óttarr Proppé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.