Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 62

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 62
Marta María martamaria@mbl.is Kristrún ákvað að verða snyrti- fræðimeistari þegar hún var ung- lingur á Ísafirði. „Ég man fyrst eftir því að langa til þess að læra snyrtifræði þegar ég var unglingur á Ísafirði þar sem ég bjó. Ég dáðist alltaf að snyrti- fræðingnum í bænum og fannst hún svo flott kona. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á útliti, tísku og öllu sem því við kemur,“ segir Kristrún, sem er algerlega í draumastarfinu. Auk þess að sinna hefðbundnum snyrtifræðingaverkefnum er hún sérfræðingur í LPG-meðferðum. Áður en meðferð hefst klæðir fólk sig í teygjanlegan heilgalla. „Meðferðarhaus með sogi og nuddi er rennt yfir líkamann með ákveðnum hreyfingum, allt til þess að ná fram hámarksárangri á með- an viðskiptavinurinn slakar á,“ segir Kristrún. Hún segir jafnframt að hægt sé að velja sér mismunandi prógrömm eftir því sem fólk sækist eftir. „Hægt er að fara í ummáls- minnkun eða grenningu. Með því að nota tækið náum við að vinna að ummálsminnkun á fyrir fram ákveðnum svæðum líkamans sem oft geta verið erfið, eins og til dæm- is handleggir, bak, kviður, mitti, rass og læri. Það er gert með því að örva fitufrumur líkamans til þess að losa um fitu á náttúrulegan hátt. Svo er hægt að fara í meðferð við appelsínuhúð. Þá erum við að örva húðina og fituvef líkamans til þess að mýkja upp og slétta úr hruf- óttum frumum. Á sama tíma losum við um fitusöfnun á svæðinu og örv- um blóðflæði til svæðisins og kom- um sogæðakerfinu í gang. Þeir sem vilja þéttingu húðarinnar koma líka í LPG-meðferðir. Þar erum við að örva yfirborð húðarinnar til þess að vekja upp þær frumur líkamans sem bera ábyrgð á framleiðslu kollagens og elastíns, sem svo aftur eykur teygjanleika húðarinnar og viðheldur stinnleika,“ segir Krist- rún. Kristrún segir að meðferðin virki líka vel til að auka vatnslosun í lík- amanum. „Með þessu erum við fyrst og fremst að örva sogæðakerfi lík- amans til þess að losa líkamann við úrgangsefni sem safnast upp og mynda bólgur og bjúg ásamt því að örva blóðflæðið. Svo hefur fólk með gigt líka verið mjög hrifið af þessari meðferð bæði hér heima og erlend- is. Þetta virðist létta á verkjum sem fylgja mörgum gigtarsjúkdómum með því að mýkja upp og örva blóð- flæði, til dæmis hafa fjölmargir vefjagigtarsjúklingar fundið já- kvæðan mun eftir meðferð með tækinu.“ Hvað finnst þér LPG-tækið gera fyrir þig? „Mér finnst tækið frábært í alla staði og nýti mér það gjarnan til þess að losa um bjúg, til dæmis eftir flug, og svo hef ég líka nýtt mér það til þess að hjálpa til við að minnka appelsínuhúð, en meðferðin okkar við appelsínuhúð með LPG-tækinu er eina sogæðameðmeðferðin í heiminum sem hefur fengið vottun frá FDA, eða lyfjaeftirliti Banda- ríkjanna,“ segir Kristrún. Hún segir að lýtalæknar mæli með meðferð í LPG-tækinu eftir fitusog og svuntuaðgerðir. „Við hjá Blue lagoon spa höfum fengið sérþjálfum í að meðhöndla fólk eftir þessar aðgerðir. Eftir fitu- sog og svuntuaðgerðir hafa læknar víðs vegar um heim mælt með LPG- meðferð til þess að hjálpa til við að flýta fyrir náttúrulegu viðgerð- arferli líkamans. Meðferðina sér- sníðum við að þörfum hvers og eins eftir því hvar aðgerðin var fram- kvæmd. Eftir fitusog myndast bólgur í lík- amanum sem hjaðna hægt og rólega en það ferli getur oft tekið langan tíma og það sem við gerum er að mýkja upp þessi svæði með nuddi frá tækinu og að örva sogæðakerfi líkamans til þess að losa líkamann við þessar uppsöfnuðu bólgur. Svuntuaðgerðir mynda einnig bólgur og við vinnum á þeim með saman hætti og eftir fitusog en við það bætist að við flýtum fyrir gró- andanum á skurðinum með því að örva blóðflæði til svæðisins og þá minnkum við einnig líkurnar á því að örvefurinn þykkni og verði út- stæður.“ Vatnslosandi og bólgueyðandi meðferð Hver þráir ekki stinn appel- sínuhúðarlaus læri og tón- aða upphandleggi? Kristrún Sif Gunnarsdóttir snyrti- fræðimeistari í Blue lagoon spa segir að það sé alltaf að færast í vöxt að fólk nýti sér LPG-meðferðina, ekki bara til að líta betur út heldur líka eftir lýtaaðgerðir og til að örva blóðflæðið í lík- amanum. Hún segir að meðferðin njóti mikilla vin- sælda ekki bara vegna ár- angursins heldur líka vegna þess að meðferðin er ekki sársaukafull. Morgunblaðið/Golli Góður árangur Kristrún mælir með því að fólk komi í fimm til tíu tíma til að byrja með en viðhaldi svo árangrinum með því að koma einu sinni í mánuði. Með vottun LPG er eina sogæðameðmeðferðin í heiminum sem hefur fengið vottun frá FDA, lyfjaeftirliti Bandaríkj- anna. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Ný glæsileg heimasíða acredo.is Hátúni 6a Sími 577 7740 carat.is acredo.is Trúlofunarhringir fh Giftingarhringir fh Demantsskartgripir DIMMALIMM Ný sending frá Kjóll kr. 6.295 Str. 128-162 DimmalimmReykjavik.is Kjólar Peysur Buxur Sumarjakkar Skírnagjafir Skírnaföt Afmælisgjafir Páskagjafir Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.