Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Einn vinsælasti umboðsmaður landsins í dag er hinn 28 ára gamli Reykvíkingur Sindri Ástmarsson. Hann stefndi að því að klára nám til flugumferðarstjóra þegar um- boðsmannsstarfið datt óvænt upp í hendurnar á honum fyrir um þremur árum. Síðan þá hefur hann komið að tveimur stórum útgáfu- samningum erlendis og stofnað sitt eigið umboðsfyrirtæki sem vinnur með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Skipulagði fyrstu tónleikana í 9. bekk Sindri segist hafa verið bara frekar venjulegur gaur sem hafi farið að fikta með DJ-græjur í Tónabæ á unglingsaldri. „Síðan varð ekki aftur snúið. Ég held að ég hafi verið í 9. bekk þegar ég skipulagði fyrstu tónleikana mína einmitt í Tónabæ. Þá bókaði ég fullt af hljómsveitum og seldi inn á 300 kr.,“ segir Sindri sem síðan varð mjög virkur í félagslífinu í framhaldsskóla þar sem hann skipulagði alls kyns viðburði. „Þegar ég var 16 ára var ég líka byrjaður að spila á skemmtistöð- um og skólaböllum sem DJ og hélt því áfram næstu tíu árin af mikl- um krafti. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég svo sem útvarpsmaður á útvarpsstöðinni Flass og var þar þangað til stöðin hætti í loftinu. Þar var ég dagskrárstjóri um tíma en meðfram því að vera í útvarpi vann ég í allskonar viðburðum,“ segir Sindri. Varð umboðsmaður alveg óvart Þrátt fyrir að Sindri hafi frá unga aldri starfað í kringum skemmtanabransann við skipu- lagningu og sem plötusnúður var starf umboðsmannsins ekkert endilega á stefnuskránni hjá hon- um. „Ég var, eins og áður sagði, dagskrárstjóri á útvarpsstöðinni Flass og man eftir því að ég fékk lag sent frá strákunum í Kaleo. Ég varð strax mjög hrifinn og vissi að þetta gæti orðið stórt. Ég bókaði þá á tónleika á vegum út- varpsstöðvarinnar og í kjölfarið fórum við að ræða allskonar hluti,“ segir Sindri og bætir við að allt í einu hafi hann gerst umboðsmaður þeirra, eiginlega alveg óvart. Nokkrum vikum síðar kom endur- útgáfa þeirra af „Vor í Vagla- skógi“ út sem skapaði þeim miklar vinsældir hér á Íslandi. Sindri seg- ir að strákarnir í Kaleo hafi frá upphafi verið mjög einbeittir í að ná langt. „Það kom einhvernveg- inn aldrei neitt annað til greina en akkúrat þetta. Strákarnir voru mjög metnaðarfullir og þá sér- staklega Jökull (Júlíusson, söngv- ari sveitarinnar, innskot blaðam.). Ég hef aldrei hitt neinn sem er jafn ákveðinn og metnaðarfullur og hann. Frá fyrsta degi var stefnt að þessu og hættu strák- arnir allir að vinna frekar snemma í ferlinu. Þá var vinnudagurinn þeirra einfaldlega þannig að þeir mættu upp í æfingahúsnæði og æfðu,“ segir Sindri og bætir við að lagið „All the pretty girls“ sem kom út árið 2015 hafi verið vendi- punktur fyrir sveitina. „Þá vorum við búnir að vinna saman í um 18 mánuði og restin gerðist á um það bil tveimur mánuðum. Allt í einu voru þeir fluttir til Austin með samning við Atlantic Records og hent beint í hljómsveitarrútuna. Ég sá þá í London í febrúar spila á uppseldum tónleikum fyrir 3.000 manns og hugsaði þá einmitt til baka til fyrstu tónleikanna sem ég sá fyrir 13 manns á Hressó. Þetta er ótrúlegt ævintýri fyrir strákana en því fylgdi líka mikil vinna og þeir eru vel að þessu komnir,“ segir Sindri, greinilega mjög stolt- ur af strákunum. Stofnaði eigið fyrirtæki Sindri var í námi til flugumferð- arstjóra þegar ævintýri Kaleo er- lendis hófust. „Ég kláraði bóklega grunnnámið þar en svo fékk Kaleo allt í einu þessa svakalegu athygli og ég sá fyrir mér að flytja til Bandaríkjanna að vinna með þeim. Með enga reynslu af svona stórum samningum var bara eitt í stöð- unni og það var að fá stóran og vanan umboðsmann inn í dæmið til að klára það almennilega. Upp- runalega planið var að við ynnum þetta saman en það gekk ekki al- veg upp,“ segir Sindri. Þegar hann kom aftur heim frá Banda- ríkjunum var hann í rauninni verkefnalaus. Þá varð úr að hann og vinur hans, Arnar Bjartmarz stofnuðu fyrirtækið Mid Atl- antic Management. „Þetta rúllaði mjög hratt af stað og allt í einu vorum við farnir að vinna með fullt af tón- listarfólki,“ segir Sindri en meðal þeirra listamanna sem hann er að vinna með eru Jón Jónsson, Emmsjé Gauti og Salka Sól. Síðan Sindri stofnaði fyrirtækið árið 2015 hefur hann verið á ferð og flugi um heiminn. „Ég hef verið að túra mikið með bæði Axel Fló- vent og Mána Orrasyni sem eru að gera flotta hluti erlendis þó að Ís- lendingar viti ekki mikið um þá. Svo hef ég verið duglegur að fara á tónlistarráðstefnur hér og þar í heiminum með allskonar hljóm- sveitum,“ segir Sindri en flest ferðalögin undanfarið hafa verið tengd tónlistarkonunni Glowie. Sindri hefur verið umboðsmaður hennar hér á landi og aðstoðaði hana við samningagerð erlendis en hún gerði risa samning við útgáfu- risann Columbia í mars sl. eins og greint var frá hér í Morgun- blaðinu. Sindri mun halda áfram að starfa með Glowie á erlendum vettvangi. Frekari landvinningar fyrirhugaðir Sindri segir að starfið hans sé alltaf að færast meira í að vinna að samningagerð erlendis og eru frekari landvinningar fyrirhugaðir. „Við bindum miklar vonir við nokkur atriði hjá okkur sem öll eru frekar ólík. Það eru nýir og spennandi markaðir að opnast í Austur-Evrópu sem við erum virkilega spenntir yfir ásamt því að við fylgjumst náið með mark- aðnum í Indlandi og Kína sem gætu skipt miklu máli fyrir ís- lenska tónlist í framtíð- inni,“ segir Sindri en bætir við að hans helsti fókus næstu mánuði verði á að vinna með Glow- ie. „Það er eitt að gera samning og annað að slá í gegn,“ segir Sindri fullur bjart- sýni. Ungur umboðsmaður á uppleið Sindri Ástmarsson er einn ötulasti umboðsmaður landsins um þessar mundir. Hann er fyrrverandi um- boðsmaður Kaleo og núver- andi umboðsmaður Glowie. Hann hefur komið að tveim- ur stórum útgáfusamn- ingum erlendis. Heimshornaflakkari Sindri hefur í störfum sín- um verið á ferð á flugi um allan heim. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mestaúrval af trommumí öllum verð�lokkum.Hjá okkur færðufaglega þjónustu,byggða á þekkinguog áratuga reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.