Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 90

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 90
90 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Er ekki tilvalið að skipta um starfsvettvang þegar maður erkominn á þennan aldur?“ segir Margrét Bryndís Haralds-dóttir, sem á 60 ára afmæli í dag. Hún hefur unnið í 10 ár á skrifstofu sveitarfélagsins Garðs þar sem hún býr, en ásamt því hefur hún rekið fyrirtækið Völundarhús ásamt manni sínum. „Það er orðið svo brjálað að gera hjá okkur í Völundarhúsi að ég ætla alfarið að snúa mér að því í sumar,“ en Völundarhús flytur inn garðhús, gestahús og sumarhús. „Þetta eru bjálkahús frá Eistlandi og við höfum selt þau út um allt land, en við erum búin að vera í þessu síðan árið 2006.“ Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og er í stjórn kvenfélags- ins Gefnar og situr jafnframt í stjórn KSKG, Kvenfélagssambands Gullbringu- og Kjósarsýslu. „Ég skellti mér í námið á gamals aldri, út- skrifaðist árið 2010. Ég hef verið í kvenfélaginu síðan 1991 en er ný- komin í stjórn KSKG.“ Eiginmaður Margrétar er Ástþór Bjarni Sigurðsson og börn þeirra eru Jón Ragnar, Særún Rósa, Berglind Harpa og Sigurður Freyr. Margrét og Ástþór eiga sjö barnabörn. „Ég veit ekki alveg hvernig afmælisdagurinn verður. Fjölskyldan er að skipuleggja eitthvað sem ég veit ekki hvað er, en ég mun eyða honum í faðmi fjölskyldunnar.“ Ljósmynd/Nýmynd Fjölskyldan Margrét og Ástþór, börn og barnabörn í í tilefni af 60 ára afmæli Ástþórs og 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna í fyrra. Flytur inn garðhús og sumarhús Margrét Bryndís Haraldsdóttir er sextug F riðrik fæddist í Reykja- vík 6.4. 1977 en ólst upp í Njarðvík. Hann var í Njarðvíkurskóla og út- skrifaðist þaðan 1993, stundaði síðan nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja strax að loknum grunnskóla og tók síðan upp náms- þráðinn mörgum árum síðar, fór til Danmerkur og útskrifaðist með BS- gráðu í Value Chain Management frá VIA University vorið 2009. Veturinn 1994-95 var Friðrik í málaskóla í Þýskalandi í litlum smábæ sem heitir Murna am Staffelsee til að læra þýsku og var síðan aftur þar í tvo mánuði 1998. Friðrik hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu frá því á unglingsárun- um, eða frá árinu 1991. Þá vann hann við gistiþjónustu í Njarðvíkurskóla og starfrækti síðan gistingu þar á sumr- in til ársins 2001. Árið 1994 starfaði hann við Hótel Kristínu í Njarðvík og starfrækti síð- an sjálfur hótelið, auk þess sem hann hafði umboð fyrir bílaleiguna Geysi og sá um allar útleigur hennar í Leifs- stöð. Árið 2000 hóf Friðrik störf hjá fyr- irtæki sem hét A-Ferðir og var ferða- skipuleggjandi í eigu Geysis – vél- sleðaferða og bátafólksins: „Þar var nú ýmislegt í gangi. Við byrjuðum t.d. að selja norðurljósaferðir á kvöldin Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri Hótel Bláfells – 40 ára Börnin Sindri, Emilía Glóð og Logi á göngu úti í Örfirisey með hina einu sönnu Esju í baksýn í fallegri vetrarkápu. Í ferðaþjónustu af lífi og sál frá 13 ára aldri Hótelstjórinn Friðrik í gestamóttökunni á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík. Haraldur Stefáns- son, fyrrverandi slökkvistjóri á Keflavíkurflug- velli, og Erla Ingi- marsdóttir hús- móðir eiga sextíu ára brúðkaups- afmæli í dag, 6. apríl. Þau eign- uðust fjögur börn og eiga nú níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Árnað heilla Demants- brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.