Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 96

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is D A N I E L W E L L I N G T O N FERMINGAR- TILBOÐ 20% afsláttur af öllum DW úrum AF KVIKMYNDUM Í FÓRN Brynja Hjálmsdóttir hjalmsdottir@gmail.com Rýnir Morgunblaðsins, EinarFalur, hitti naglann áhöfðið þegar hann lýsti Fórn sem „gesamtkunstwerk“ í umfjöllun sinni nú á dögunum, þar sem orðið „danssýning“ dugar skammt til að lýsa þeirri miklu listahátíð sem Íslenski dansflokk- urinn stendur fyrir í Borgarleik- húsinu. Á þessu karnivali, sem hefur undirtitilinn „hátíð nýrra helgisiða“, ægir saman fjölbreyti- legum listformum í einni langri og ofhlaðinni listasprengingu. Innan- borðs eru tvö kvikmyndaverk; Dies Irae eftir Gabríelu Friðriks- dóttur og Union of the North eftir Matthew Barney, Ernu Ómars- dóttur og Valdimar Jóhannsson. Þegar tilraunamyndir eru annars vegar er ekki alltaf auð- velt að ákvarða hvort þær teljast til myndlistar eða kvikmynda- listar. Í árdaga kvikmyndamiðils- ins voru myndlistarmenn úr röð- um framúrstefnuhreyfinga einna fyrstir til að beita honum með til- raunkenndum hætti og eimir enn af afrakstri þeirra tilrauna í kvik- myndum dagsins í dag. Dies Irae sver sig í ætt við fyrstu tilrauna- myndirnar og notar frumstæðar tæknibrellur á borð við að spila mynd og hljóð aftur á bak og nota „invert“-liti. Ríkulega er unnið úr því sem kalla mætti kjarna kvik- myndarinnar, forsendur þess að kvikmynd geti orðið til; ljós og myrkur. Leikið er með andstæður svarts og hvíts og myndir spretta fram úr myrkri jafnt sem ljósi. Við sjáum svart hár bærast í sjón- um á hvítri strönd og inn í svarta flötinn er skeytt hvítum myndum. Á öðrum stað birtist hvítt hörund upp úr svörtu vatni og á ljósu blettunum sindra svartar skugga- Í nafni guðs kleinuhringjanna, listar og heilagrar neyslu Neysluhof Í Union of the North herjar leikhúsið á neysluhofið Kringluna og umturnar þar öllu. myndir. Ljóst er að myndin er unnin af fullkominni meðvitund um sögu framúrstefnumynda og miðillinn sjálfur, með öllum sínum töfrandi möguleikum, er gerður að umfjöllunarefni. Mynd Gabríelu tengist heild- armynd Fórnar fagurfræðilega, þar sem við sjáum t.a.m. bregða fyrir sams konar búningum og eru í danssýningunni Shrine, en Union of the North tengist frekar rödd Fórnar, inntaki hátíðarinnar svo að segja, sem er ofgnótt. Ofgnótt lista, neyslu og trúariðk- unar. Það var að sjálfsögðu ákveðið hámark í gerræðislegri neyslufíkn landans þegar fjöldi manns beið klukkustundum saman eftir árs- birgðum af kleinuhringjum á ný- opnuðum stað Dunkin’ Donuts. Í Union of the North er gengið að því sem vísu að hinn raunverulegi guð í íslensku samfélagi sé Mammon og ægivald hans birtist okkur í formi áðurnefndrar kaffi- og kleinuhringjasamsteypu. Sviðs- myndin er vitaskuld hof kaupæð- issafnaðarins; Kringlan. Í upphafi myndar sjáum við hina kynngi- mögnuðu söngkonu Sofiu Jern- berg, íklædda bleikum kjól, stand- andi bakvið afgreiðsluborðið á Dunkin’ Donuts líkt og prestur við altari. Hún serenaðar áhorfendur með sinni íðilfögru rödd líkt og til að undirbúa þá fyrir þá þeysireið sem er fyrir höndum. Þegar hin eiginlega atburða- rás hefst er skjánum skipt í tvennt og aðalpersónurnar, Erna og Valdimar, ganga inn í hofið. Við tekur langur og listrænn að- dragandi að eins konar hjóna- vígslu eða helgri sameiningar- athöfn, sem nær hápunkti þegar Erna og Valdimar eru gefin sam- an af kleinuhringjaprestinum. Undirbúningurinn fyrir helgi- athöfnina felst í ýmiss konar gjörningum sem byggjast á ýktri útlits- og heilsudýrkun. Hjónin eru mökuð með blóði og skít í stað brúnkukrems, látin hamast á æfingahjóli og troðin út af orku- drykkjum og próteinhristingum þar til þau kúgast. Kókosolíuæðið sem tröllriðið hefur öllu undan- farin ár nær hér nýjum hæðum þar sem dansarar rífa hvert stykkið af palmínfeiti á fætur öðru úr hillum Hagkaupa, maka sig alla og engjast um í tryllings- legum dansi. Myndin tekst á við andstæður á borð við karlkyn og kvenkyn, fegurð og ljótleika, alþýðumenn- ingu og hámenningu, með því að blanda þeim saman í einn blóði drifinn skíta- og fæðubótarefn- ishrærigraut þannig maður veit varla lengur hvað snýr upp og hvað niður. Andstæðan sem er hvað áhugaverðust er tækluð á sviði sýningarinnar í heild sinni og það er sú á milli Borgarleikhússins og Kringlunnar, þessara húsa sem standa hlið við hlið en fela í sér svo gjörólíka merkingu. Á hátíð- inni í Borgarleikhúsinu eru lög- mál Kringlunnar færð inn fyrir viðjar menningarhússins, þar sem hefur verið komið upp „markaði“ og í hléi geta gestir flakkað á milli bása, keypt ýmsa muni eða farið í bíó. Í Union of the North herjar leikhúsið á neysluhofið Kringluna og umturnar þar öllu. Munurinn milli húss andans og holdsins er þar með afmáður, list- in og almenningsrýmið sameinað. Í þessu kjarnast e.t.v. sú viða- mikla rannsókn á samtímanum sem Fórn tekur sér fyrir hendur, samtíma þar sem guð er alveg jafn greinanlegur í ofsafengnu dansverki og spánnýjum íþróttaskó. » Þegar tilrauna-myndir eru annars vegar er ekki alltaf auð- velt að ákvarða hvort þær teljist til mynd- listar eða kvikmynda- listar. Þýski barnabókahöfundurinn og myndskreytirinn Wolf Erlbruch hlaut í fyrradag barnabókaverð- launin sem kennd eru við sænska rithöfundinn Astrid Lindgren, Litteraturpriset till Astrid Lind- grens minne, eins og þau heita á sænsku, og eru þau veitt fyrir fram- úrskarandi starf barnabókahöf- undar, -myndskreytis eða stofn- unar. Að launum hlýtur Erlbruch fimm milljónir sænskra króna, jafn- virði um 63 milljóna íslenskra króna, og er það hæsta verðlauna- upphæð sem veitt eru í heiminum þegar kemur að barnabókum. Erlbruch hefur verið tilnefndur til verðlaunanna margsinnis og hlotið fjölda annarra verðlauna fyr- ir bækur sínar, en í þeim er oft tek- ist á við erfið umfjöllunarefni sem tengjast barnæskunni og jafnvel drungaleg, m.a. dauðann. Verðlaunin sem hann hlaut úr minningarsjóði Lindgren eru einkar eftirsótt og í umsögn dóm- nefndar segir m.a. að Erlbruch sé umhyggjusamur hugsjónamaður sem nálgist tilvistarlegar spurn- ingar með þeim hætti að lesendur á öllum aldri eigi auðvelt með að skilja þær. Kostuleg Meðal þeirra bóka sem Erlbruch hefur myndskreytt er hin bráð- fyndna Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Wolf Erlbruch hlaut verðlaun Lindgren
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.