Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Í nótt sem leið hófst akstur Strætó úr miðbæ Reykjavíkur í úthverfi og nágrannasveitarfélög. Er ætlunin með þessu að koma fólki heim eftir lokun skemmtistaða. Þessu verður sinnt með akstri á sex leiðum aðfaranætur laugar- og sunnudaga, það eru leiðir 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Á hverri leið verða jafnan farnar þrjár ferðir á nóttu og ekið er fram til kl. 04:30. Brottfararstaður næturvagna er ýmist við Stjórnarráðshúsið eða Hlemm. Morgunblaðið/Hari Næturstrætó er nýmæli og áætlun á sex leiðum manns á þessum viðræðu- og sam- ráðsfundum, sem ýmsum þykir of stór hópur til þess að raunverulega sé hægt að brjóta mál til mergjar og búa til sameiginlegt vinnuplagg. Það mun reyndar vera markmiðið að fækka til muna í hópnum, sem verði svo falið það verkefni að útbúa áætl- un fyrir aðila til þess að vinna eftir. Sá hópur verði fimm til sjö manns, þar sem ASÍ eigi einn fulltrúa, SA einn fulltrúa, opinberir starfsmenn einn fulltrúa og stjórnvöld einn full- trúa, auk einhverra sérfræðinga. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að þess hafi orðið áþreifanlega vart á tveimur ofangreindum fund- um að töluverðs vantrausts gæti hjá launþegahreyfingunni í garð ríkis- stjórnarinnar, en um leið hafa við- mælendur bent á að málið sé flókn- ara en svo, því fundarmenn hafi fengið upplýsingar um að mikið van- traust sé innbyrðis á milli stéttar- félaga og það trufli það starf sem vinna þurfi. „Staðreyndin er sú að það er bull- andi vantraust í ákveðnum stéttar- félögum, þar sem þau treysta ekki hvert öðru og sum treysta ekki for- mönnum sínum. Þetta á við ákveðin stéttarfélög á almenna vinnumark- aðnum, ég nefni VR, sem hótað hefur úrsögn úr ASÍ og Sjómannafélag Grindavíkur, sem sagði sig úr Sjó- mannasambandinu og ASÍ og ég nefni einnig BHM og BSRB,“ sagði viðmælandi sem vel þekkir til í gær. Það hafi m.a. sýnt sig í því að for- menn einstakra stéttarfélaga sem hafi verið á samráðsfundunum hafi nánast verið teknir á teppið hjá sín- um stéttarfélögum og yfirheyrðir í þaula um efni fundanna og hafðar uppi kröfur um að fjölgað verði enn í þeim hóp sem fundar með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Annar viðmælandi benti á að það flækti stöðuna til muna hversu laun- þegahreyfingin væri langt frá því að vera ein samstiga heild. Þar væri enginn einhugur um einn foringja og samhenta forystu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun vera góð samstaða um að láta svona kröfur ekki trufla starf- ið og halda fast við það að fækka í hópnum sem taki svo sameiginlega við framhaldsvinnunni. Þrátt fyrir ofangreindar lýsingar er sagður hafa verið góður andi á þeim tveimur fundum sem haldnir hafa verið. Meira að segja ríkir ákveðin bjart- sýni meðal viðmælenda á að niður- staða geti fengist í samningum við stóran hluta BHM, sem muni ekki rugga bátnum um of, og verði það raunin, sé boltinn á nýjan leik kom- inn til almenna markaðarins. Verði það niðurstaðan fást sex til níu mán- uðir til þess að semja við aðra. Treysta ekki stjórn og forystu  Farið að gæta ákveðinnar bjartsýni á að takist að semja við stóran hluta BHM á hófsömum nótum  Góður andi sagður vera á fundum stjórnvalda með fulltrúum almenna og opinbera markaðarins Ráðherrabústaður Oddvitar rík- isstjórnarflokkanna á fundi. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Haldnir hafa verið tveir fundir á milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, fulltrúa vinnumarkaðarins og hins opinbera, samkvæmt yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmál- anum. Fyrri fundurinn var haldinn milli jóla og nýárs og sá síðari á mið- vikudaginn var. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa fundirn- ir gengið þokkalega og góðar umræður átt sér stað. Stefnt hafði verið að því að aðilar funduðu a.m.k. vikulega út janúar- mánuð og staðan yrði síðan metin að því loknu. Morgunblaðið hefur upp- lýsingar um að samtals séu um 20 Búast má við talsverðum umhleyp- ingum í veðráttu á landinu í dag. Suðlægar áttir verða ríkjandi og nokkuð hvasst með éljum ef ekki skúrum, þótt léttskýjað verði norð- anlands. Í kvöld kemur svo annað veðra- kerfi inn og sennilegt er að því fylgi snjókoma víða um sunnanvert land- ið, að minnsta kosti inn til landsins. „Á sunnudagsmorgun verður komin suðvestanátt og éljagangur og við gætum séð nokkra sentimetra af snjó í borginni,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands, í samtali við Mbl.is í gærkvöldi. Frá og með sunnudegi verður bít- andi frost á öllu landinu, norðanátt og kuldi í kortunum fram í vikuna, þótt framan af verði yfirleitt bjart og léttskýjað bæði norðanlands og austan. Kuldi er í kortunum Morgunblaðið/Hari Vetur Það snjóar í borginni á sunnu- dag og það kætir eflaust marga. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil fjölgun varð á brottförum er- lendra farþega frá landinu um Kefla- víkurflugvöll í fyrra. Þær voru alls 2.195.271 og fjölgaði um 427.545 frá árinu 2016, eða um 24,2%. Þetta er niðurstaða talningar Ferða- málastofu og Isavia. Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem millilenda hér á landi án þess að yfirgefa flug- stöðina í Keflavík, nema þeir séu svokallaðir sjálftengifarþegar. Ferðamönnum frá Norður- Ameríku fjölgaði mest allra. Alls voru brottfarir þeirra 680 þúsund talsins og fjölgaði um 181 þúsund frá fyrra ári. Aukningin nemur 36,3%. Ferðamönnum frá Mið- og Suður- Evrópulöndum fjölgaði um 21,8% en þeir fóru úr 356 þúsundum í 434 þús- und. Sé horft til einstakra þjóðerna voru Bandaríkjamenn fjölmennastir ferðamanna hér, 576 þúsund talsins, en Bretar næstir, 323 þúsund tals- ins. Samanlagt nemur fjöldi ferða- manna frá þessum tveimur þjóðum 41% heildarfjölda brottfara héðan. Ferðamönnum fjölgaði hlutfalls- lega mest að vori, um 36,7%, og að vetri til, um 32,9%. Þegar tímabilið 2010-2017 er skoðað kemur í ljós að hlutdeild sumarsins hefur minnkað jafnt og þétt. Árið 2010 var nær helmingur brottfara að sumri til en í fyrra var hlutdeild sumarsins komin í 35,4%. Vetrarferðum hefur aftur á móti fjölgað. Þær voru 23% af heild- arfjöldanum 2010 en eru nú komnar í 33,3% miðað við tölur ársins 2017. 2,2 milljónir farþega í fyrra  Brottförum erlendra farþega í Keflavík fjölgaði um 24%  Bandaríkjamenn fjölmennastir  Vetrarferðir æ vinsælli Morgunblaðið/Hanna Vetrarferð Sífellt fleiri ferðamenn sækja Ísland heim að vetri til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.