Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 51
verið síðan sendiherra Íslands í Þýskalandi og Japan sinnir Ingi- mundur nú ásamt konu sinni land- græðslumálum af miklum áhuga: „Faðir minn var Húnvetningur. Hann festi kaup á jörðinni Sigríðar- stöðum í vestursýslunni og Þing- eyrum í austursýslunni árið 1943. Báðar jarðirnar liggja að sjó og á þeim eru víðfeðmustu sjávarsandar í sýslunum. Sigríðarstaðir fóru í eyði vegna ágangs sands 1942 og sjálfur vann ég að því á yngri árum, sem og konan mín, að rækta þar tún á örfoka landi. Föður mínum var annt um þessar jarðir, ekki síst Þingeyrar, hinn forna þingstað Húnvetninga, en þar var klaustur frá 1133. Ég erfði þenn- an áhuga hans. Á árunum 1979-80 var reist mynd- arlegt íbúðarhús fyrir tvíbýli á Þing- eyrum og eftir að við hjónin eign- uðumst jörðina, 1994, gerðum við ráðstafanir um að búið yrði á jörðinni á sendiherraárum okkar. Þar var þá rekið hrossabú. Í árslok 2015 tókum við sjálf við jörðinni. Á Sigríðar- stöðum höfum við staðið fyrir mel- gresis-, lúpínu- og túnvinguls- sáningum og stundað trjárækt og á Þingeyrum höfum við grætt upp stór landsvæði og unnið að skógrækt. Uppgræðslusvæðið á báðum jörð- unum er nú vel á annað þúsund hekt- arar. Auk þess höfum við unnið að endurheimt votlendis í landi Þing- eyra, enda er okkur umhugað um fjölbreytt fuglalíf. Nú búum við á Þingeyrum og er- um þar með lítið gistiheimili.“ Ingimundur og Valgerður, kona hans, fengu Landgræðsluverðlaunin 2016, fyrir umfangsmikil land- græðslustörf sín á jörðunum. Ingi- mundur var sæmdur heiðursorðu Japanskeisara (The Rising Sun) 2016 og heiðursorðu frá þýska ríkinu (Das grosse Verdienstkreuz mit Stern und Schulterband des Verdienst- ordens der Bundesrepublik Deutsch- land) árið 2001. Hann var aðalræð- ismaður Spánar á Íslandi 1983-94. Fjölskylda Eiginkona Ingimundar er Val- gerður Valsdóttir, f. 6.11. 1939, nú landgræðslubóndi. Foreldrar hennar voru Valur Gíslason, f. 15.1. 1902, d. 13.10. 1990, leikari, og Laufey Árna- dóttir, f. 7.6. 1916, d. 6.12. 1996, hús- freyja. Synir Ingimundar og Valgerðar eru Valur, f. 27.2. 1961, prófessor í sagnfræði við HÍ, og Sigfús Berg- mann, f. 3.7. 1965, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Hofs ehf. en kona hans er Birgitta Bára Hassen- stein og synir þeirra eru Ingimundur Bergmann, f. 2000, og Guðmundur Steinn, f. 2003. Systkini Ingimundar eru Sverrir, f. 1.9. 1939, fyrrv. framkvæmda- stjóri; Sigfús, f. 7.10. 1944, fyrrv. for- stjóri, og Margrét, f. 12.9. 1947, list- málari. Foreldrar Ingimundar voru Sigfús Bergmann Bjarnason, f. 4.5. 1913, d. 19.9. 1967, stofnandi og forstjóri Heklu, og k.h., Rannveig Ingimund- ardóttir, f. 29.12. 1912, d. 3.8. 1986, húsfreyja. Ingimundur Sigfússon Hansína Kristín Jónsdóttir húsfr. á Karlsstöðum Lúðvík Lúðvíksson b. á Karlsstöðum, sonarsonarsonur Hans Jónatans, sonar Heinrich Ludwigs Ernst von Schimmelmans, landshöfðingja á Jómfrúaeyjum Anna María Lúðvíksdóttir húsfr. í Hammersminni Rannveig Ingimundardóttir húsfr. í Rvík Ingimundur Sveinsson húsgagnasm. í Hammersminni á Djúpavogi Rannveig Runólfsdóttir húsfr. á Skeiðflöt Sveinn Ingimundarson b. á Skeiðflöt í Mýrdal MargrétSigfúsdóttir listmálari Sigfús Ragnar Sigfússon fyrrv. forstj. Heklu. Sverrir Sigfússon fyrrv. framkv.stj. hjá Heklu Rannveig Júlíana Ólafsdóttir var á Fossi á Síðu Ólafur Gunnarsson sálfræðingur Snorri Ólafsson læknir Steinunn Sveinsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum í Djúpavogi Sveinn Ingimundarson smiður á Stöðvarfirði Jón Sveinsson rafmagns- tækni fræðingur Jón Guðmundsson b. á Torfalæk Páll Kolka læknir í Eyjum og í Rvík Ásgeir Guðmundsson námsgagnastj. Í Rvík Björn Leví Jónsson læknir og veðurfr. Í Hveragerði og í Rvík Ögmundur Jónasson fyrrv. aþm. og ráðherra Guðmundur Jónsson skólastj. Bændaskólans á Hvanneyri Jónas B.Jónsson fræðslustj. Rvíkur Guðmundur Guðmundsson b. á Torfalæk Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Uppsölum, frá Hindisvík Sigfús Bergmann Guðmundsson b. á Uppsölum, af Bergmannsætt, systursonur Elínborgar, móður Björns í Núpsdalstungu Margrét Ingibjörg Sigfúsdóttir húsfr. á Neðri-Svertingsstöðum Björn Björnsson hagfræðingur Reykjavíkurborgar Bjarni Björnsson b. á Neðri-Svertingsstöðum í V-Hún Ásgerður Bjarnadóttir húsfr. í Núpsdalstungu Björn Jónsson b. í Núpsdalstungu í Miðfirði, af Bergmannsætt, systursonur Björns á Marðarnúpi, föður Guðmundar landlæknis Úr frændgarði Ingimundar Sigfússonar Sigfús Bergmann Bjarnason stofnandi og forstj. Heklu ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 j a n ú a r ú t s a l a n í f u l l u m g a n g i 2 0 - 5 0 % a f s l á t t u r a f ú t s ö l u v ö r u m 1 0 % a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m o g s é r p ö n t u n u m Bowery Leðurstóll + skemill kr. 260.600 NÚ KR. 156.360 Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skutulsfirði 13.1.1903. Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, bóndi þar, og k.h. Elín Hannibalsdóttir. Bróðir Hannibals var Finnbogi Rútur, alþm. og bankastjóri. Eiginkona Hannibals var Sólveig Ólafsdóttir og urðu synir þeirra landsþekktir, þeir Arnór heim- spekiprófessor, Ólafur, rithöfundur og fyrrv. vþm., og Jón Baldvin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Al- þýðuflokksins og sendiherra. Hannibal lauk prófi frá kenn- araskólanum í Jonstrup 1927. Hann var skólastjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrifstofustörf hjá Sam- vinnufélagi Ísfirðinga, kenndi 1931- 38 og var skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Ísafirði 1938-54. Hann hóf af- skipti af verkalýðsbaráttu um 1930, var formaður Verkalýðsfélags Álft- firðinga í tvö ár og Verkalýðsfélags- ins Baldurs á Ísafirði 1932-39, forseti Alþýðusambands Vestfjarða 1934-54 og forseti ASÍ 1954-71, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveimur vinstristjórnum, Hermanns Jónassonar 1956-58 og Ólafs Jóhannessonar 1971-73. Hannibal fór á þing fyrir Alþýðu- flokkinn 1946, var formaður flokks- ins 1952-54, klauf flokkinn 1956 og gekk til kosningasamstarfs við Sósí- alista sem forsvarsmaður Málfunda- félags jafnaðarmanna undir nafni Alþýðubandalags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðu- bandalagið og stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stórsigur í þingkosningum 1971 og felldu Viðreisnarstjórnina. Samtök Hannibals tóku þá þátt í nýrri vinstristjórn sem Hannibal rakst illa í enda bendir ýmislegt til að hann hefði fremur kosið að framlengja Viðreisnarstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki en að mynda nýja vinstristjórn. Hann lauk síðan stjórnmálaferlinum í gamla góða Al- þýðuflokknum sem hann hafði ungur gefið hjarta sitt. Hannibal lést 1.9. 1991. Merkir Íslendingar Hannibal Valdimarsson Laugardagur 95 ára Brynhildur Einarsdóttir 90 ára Einar Ólafsson 80 ára Birna Svava Ingólfsdóttir Gígja Björk Haraldsdóttir Hans Kragh Júlíusson Ingimundur Sigfússon 75 ára Eiríkur Pálsson Jóhann R. Björnsson Þórður Oddsson 70 ára Finnur Veturliði Magnússon Hallgerður Pétursdóttir Inga M. Árnadóttir Kristján Olsen 60 ára Auður Jóna Sigurðardóttir Bryndís Jarþrúður Gunnarsdóttir Brynja Sif Ingibersdóttir Erla Ferdinandsdóttir Erna Þorgrímsdóttir Gylfi Harðarson Helgi Viðar Björnsson Hrönn Jóhannesdóttir Hrönn Þorgrímsdóttir Karl Eiríksson Katrín Edwardsdóttir Kristinn Þórir Kristjánsson Ragnar Þór Jörgensen Sigurlína Kr. Kristinsdóttir 50 ára Anna Kristrún Sigmarsdóttir Ásta Lilja Baldursdóttir Dagný Árnadóttir Guðrún Heiða Kristjánsdóttir Hulda Bergrós Stefánsdóttir Ingólfur Valur Ívarsson Jón Garðar Guðmundsson Jón Ólafur Ingimundarson Maríanna Hugrún Helgadóttir Pétur Magnússon Sigríður Júlía Sighvatsdóttir Sigurður Óli Guðnason Sæmundur Þór Guðmundsson Wieslawa Boguslawa Zielinska 40 ára Árni Einarsson Daiva Poskiene Drífa Kristín Sigurðardóttir Guðjón Ingi Daðason Hörður Már Gestsson Jan Jansson Jón Brynjarsson Lotta María Ellingsen Sandra Lóa Gunnarsdóttir Sindri Björn Hreiðarsson Zhongyan Wang Þórunn Maggý Jónsdóttir 30 ára Dagbjartur Ágúst Eðvarðsson Helga Einarsdóttir Hróðmar Guðmundsson Eydal Hulda Rún Stefánsdóttir Ívar Gylfason John Freyr Aikman Jónas Margeir Ingólfsson Lina Mekvik Rypdal Reynir Hafþór Reynisson Silviu-Andrei Handru Sóley Emilsdóttir Stefán Þór Halldórsson Zofia Majchrzak Þorsteinn Hallsson Sunnudagur 85 ára Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Stefán Ragnar Árnason 75 ára Anna Fossberg Leósdóttir Áslaug Kristinsdóttir Hulda Kjörenberg Hörður Þórhallsson Ingólfur Jónasson Jónína Michaelsdóttir Sigurður Bjarni Ásgeirsson Þórður Pálsson Þuríður Hólmgrímsdóttir 70 ára Guðbjörg Jóhannesdóttir Hólmgeir Pálmason Ingimar Snorri Karlsson Stefán Einarsson Steinn G. Lundholm Þorsteinn Hansson 60 ára Ársæll Hafsteinsson Ásbjörg Hjálmarsdóttir Dagnýr Vigfússon Guðlaug Friðriksdóttir Guðmundur Einisson Guðrún Elísabet Haraldsdóttir Gunnar Brynjólfsson Gunnar Örn Gunnarsson Hildur Hilmarsdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Sigríður Gísladóttir Sigríður Helga Karlsdóttir Sigrún Svansdóttir Viðar Helgi Guðjohnsen Þorgerður Br. Jónsdóttir 50 ára Bergur Pálsson Geneblet Cisneros Catalan Guðbrandur Örn Arnarson James Matthew Fletcher Zofia Szymanska Zydrunas Gustainis 40 ára Andrej Kozlovskij Berghildur Ösp Jósavinsdóttir Fríða Rut Heimisdóttir Guðrún Kristín Guðmannsdóttir Hákon Þór Svavarsson Kristinn Helgi Sveinsson Lovísa Rut Jónsdóttir Rebekka Jóhannsdóttir Sigurður Auðberg Davíðsson Löve Sveinn Snorri Sverrisson 30 ára Anna Malgorzata Mankiewicz Anna Stefanía Vignisdóttir Arnór Gunnar Ingvarsson Aron Hansen Damian Jacek Gaj Gissur Þór Rúnarsson Guðmundur Ásgeir Sveinsson Guðrún Alma Einarsdóttir Helena Ósk Hansdóttir Inga Rakel Einarsdóttir Justinas Pukys Natasha Björk Brynjarsdóttir Ólafur Tröster Sandra Kristín Jónasdóttir Sævar Þór Svanlaugsson Valdimar Olgeirsson Þóra Sigurðardóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.