Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Nánari upplýsingar á www.si.is Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2018. Umsóknir má senda á netfangið mottaka@si.is. Með umsókn þarf að fylgja greinagóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með hvaða hætti verkefnið samræmist markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Með umsóknum þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram. Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins auglýsir eftir umsóknum Markmið sjóðsins er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að: eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögur sjóstangaveiðifélög hafa fengið vilyrði Fiskistofu vegna móta- halds á þessu ári, en á sama tíma hef- ur beiðnum fimm félaga verið hafn- að. Félögin sem fá leyfi eru í Vestmannaeyjum, á Akranesi og Ísa- firði, en einnig EFSA (European Federation of Sea Anglers – Ísland). Félögin í Reykjavík, Akureyri, Nes- kaupstað, Siglufirði og á Snæfells- nesi fá hins vegar synjun þar sem þau urðu ekki við beiðni Fiskistofu um frekari gögn, m.a. vegna upp- gjörs á mótum fyrri ára. 200 tonn í sérstökum potti Samkvæmt reglugerð skal Fiski- stofa auglýsa eigi síðar en 15. nóv- ember ár hvert eftir umsóknum um vilyrði vegna aflaskráningar vegna opinberra sjóstangaveiðimóta sem áætlað er að halda á yfirstandandi fiskveiðiári. Umsóknarfrestur var til 1. desember og eigi síðar en 15. jan- úar skal Fiskistofa taka ákvörðun um hvort veita skuli vilyrði. Sam- kvæmt reglugerðinni telst aflinn ekki til aflamarks eða krókaafla- marks tiltekinna báta, en almennt í fiskveiðistjórnarkerfinu eru afla- heimildir bundnar við skip og báta. Ár hvert hafa allt að 200 tonn verið í sérstökum potti vegna móta á veg- um sjóstangaveiðifélaga. Hreiðar Ei- ríksson, lögfræðingur á Fiskistofu, segir að félögin verði að uppfylla ákveðin skilyrði, meðal annars vegna uppgjörs á fyrri mótum. Félögin sem fengu synjun hafi ekki orðið við beiðni um frekari gögn sem nauðsyn- leg séu til að sannreyna hvort félögin uppfylli skilyrðin. Uppfylli ákveðin skilyrði „Þar með er okkur ómögulegt að fullvissa okkur um hvort þau hafi framfylgt skyldum sínum vegna fyrri móta. Þau gögn, sem við báðum um og fengum ekki, varða uppgjör á mótum 2015 og 2016. Til að veita þessi vilyrði eða þessi ívilnandi rétt- indi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og það hefur ekki verið gert í þessum tilvikum,“ segir Hreiðar. Í reglugerð segir að einungis sé heimilt að ráðstafa aflaverðmæti af opinberum sjóstangaveiðimótum sem njóta vilyrðis til kostnaðar við mótshaldið. Í fyrra fengu sömu fjögur félög vil- yrði Fiskistofu, en aðeins félagið í Vestmannaeyjum hélt mót og var það flokkað sem félagsmót. Ekkert landmót var haldið, en í þeim er stig- um safnað til Íslandsmeistara. Venj- an hefur verið sú síðustu áratugi að á annan tug sjóstangaveiðimóta hafa verið haldin. Kvörtun á borði umboðsmanns Félög sjóstangaveiðimanna hafa undanfarin misseri deilt við Fiski- stofu og m.a. vefengt heimild stofn- unarinnar til að krefjast viðbótar- gagna um mótahald áranna 2015 og 2016 þegar eldri reglugerð var í gildi. Kærðu félögin stjórnsýslu Fiski- stofu til sjávartútvegsráðuneytisins en ráðuneytið gerði ekki athuga- semdir við vinnubrögð Fiskistofu hvað þetta varðar. Kvörtun var þá send til umboðsmanns Alþingis, sem er með málið á sínu borði. Fjögur félög fá leyfi til að halda sjóstangaveiðimót  Fiskistofa synjar fimm félögum um vil- yrði til mótahalds vegna skorts á gögnum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margar tegundir Fjölbreyttur afli fæst í sjóstangaveiðimótum. Atvinna Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem birtar voru á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Alls er 91% íbúa í Hafnarfirði ánægt með sveitar- félagið sem stað til að búa á, segir í frétt frá bænum. Ánægja með þjón- ustu við barnafólk og eldri borgara eykst mest sem og með leikskóla- og menningarmál. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaganna ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mæl- ingum. Skor Hafnarfjarðarbæjar var 4,4 af 5 mögulegum á kvarð- anum 1-5. Sveitarfélagið hækkar eða stendur í stað í tólf þáttum af þrettán og þar af er marktækur munur til hækkunar á sjö þáttum. Einn þáttur lækkar milli ára en það er ánægja með sorphirðu. Aukin ánægja meðal Hafnfirðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.