Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Stuðmenn eru eins lýsi, rennandi kranavatn, snúður með súkku- laðiglassúr eða hvaðeina íslenskt sem umlykur okkur alla daga og við tökum nánast sem sjálfsögðum hlut – en berum um leið óskerta elsku til. Lög, kvikmyndasenur og frasar eru svo gott sem hluti af DNA-þráðum valinna kynslóða hérlendis. Og Stuðmenn slá ekki slöku við og reglubundið svipta þeir upp tónleikum eða öðrum gjörningum og er þessi alíslenska fyndni þeirra, bæði hnyttin og súr- realísk, jafnan í forgrunni. Það nýjasta er hinn svonefndi Astral- tertukubbur sem kom út rétt fyrir jól og er hann í raun réttri ný Stuðmannaplata, heitið vísun í eitt af atriðum hinnar ódauðlegu kvik- myndar sveitarinnar, Með allt á hreinu. Ber hann líka nafn trym- bilsins, Ásgeirs Óskarssonar, og er silfraður og ferningslaga, líkt og flasskubbur myndavéla. Inni í kubbnum er að finna aðgangs- upplýsingar að vefsíðu hvar hægt er að hala niður ellefu nýjum Stuð- mannalögum. Ásamt ýmsu öðru sem aðeins Stuðmenn hefðu getað kokkað upp. Víst er að liðsmenn hafa skemmt sér konunglega við upp- tökur laga og leyft sér að sletta ærlega úr klaufunum, tónrænt séð. Farið er víða um völl; stuðlög og ballöður í einum bing. Egill rokkar eins og Sæmi rokk á einum stað, bregður svo á sig sjóhattinum í öðru lagi sem er í djúpum reggígír og Dísa Jakobs, nýjasti Stuðmað- urinn, syngur ægifallega tvö lög, Bassinn er suður í Borgarfirði Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Kosmískir Stuðmenn fara eigin leiðir að vanda. eins og hún á kyn til. Hljóðfæra- leikur, hljómur og slíkt er í hæstu hæðum og farið er um velli víða að vanda en það er kannski sammerkt með plötum Stuðmanna að stíla- flökt er venjulega mikið, enda sprúðlandi sköpunarkraftur innan- borðs sem verður trauðla haminn. Hugurinn fer á reik þegar hugsað er um þessa mektarsveit, þennan hóp hæfileikamanna. Kubburinn kallar fram „flass“ úr fortíðinni og meistaraverk þeirra frá áttunda áratugnum koma í hugann, tvær plötur sem eru glæsilegur vitnisburður um það er snilldin rennur óheft og óhikað úr fólki. Fyrri platan er auðvitað Sumar á Sýrlandi, af mörgum talin ein besta poppplata Íslandssög- unnar en sú síðari er Tivoli, óður sömu sveitar til æskuára og heima- haga. Jú, Stuðmenn geta flippað en ögn alvarlegri undirtónn er þarna líka. Plöturnar tvær eru gjörólíkar; sú fyrri varð nánast til fyrir slysni, var hent saman í hálf- gerðu bríaríi úti í Lundúnum og býr yfir einhverjum óræðum töfra- mætti sem enn þann dag í dag kemur manni í opna skjöldu. Tivoli er til muna „fágaðri“ ef svo mætti segja, heilsteyptara verk og tema- bundið, þar sem meðlimir setja uppvöxt sinn og samfélag undir smásjána, með gamla Tívolíið í Vatnsmýrinni sem sögusvið. Tivoli er það sem kallað er fullkomin poppplata, það er ekki snöggan blett að finna á þeim fjórtán lögum sem hana prýða, eins ólík og þau eru nú innbyrðis. Eða eins og Tómas Tómasson, Stuðmaður og bassaleikari, sagði með sinni óborganlegu kímni – og vísa ég reyndar í hann í fyrirsögn- inni einnig –: „Það má vera eitt- hvað sem er dálítið væld, en samt þannig að snyrtimennskan sé ennþá í fyrirrúmi.“ » Það er kannskisammerkt með plöt- um Stuðmanna að stíla- flökt er venjulega mikið, enda sprúðlandi sköp- unarkraftur innanborðs sem verður trauðla haminn. Engum nema Stuð- mönnum hefði dottið í hug að gefa út svokall- aðan Astraltertukubb utan um nýjustu tón- smíðar sínar en venju- bundnar slóðir hafa þeir aldrei troðið. Pistilritari veltir kubbnum og þessari eðla sveit fyrir sér. Sýningunni Mál 214 lýkur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur um helgina. Á henni stillir velski ljós- myndarinn Jack Latham saman ljós- myndum sem hann hefur tekið á stórformatsmyndavél í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið; meðal annars af fólki sem kemur við sögu og ýmsum stöðum sem minnst er á í skýrslum, og síðan lögreglu- ljósmyndum sem tengjast málinu. Latham ræðir á lokadegi sýning- arinnar, á sunnudag kl. 14, við sýn- ingargesti og fer samtalið fram á ensku. Aðgangur að spjalli lista- mannsins er ókeypis. Í lofsamlegri gagnrýni um sýn- inguna hér í Morgunblaðinu sagði meðal annars að þetta væri sýning sem „áhugafólk um skapandi mynd- list og forvitnilega úrvinnslu lista- manna á mikilvægum samtímamál- efnum má alls ekki missa af“. Stór ljósmyndaprent Lathams eru sögð njóta sín einstaklega vel og er „kald- hömruð og hlutlæg nálgunin heillandi“. Sýningu um Guðmundar- og Geirfinnsmál lýkur Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Ljósmyndarinn Jack Latham ræðir við gesti í Ljósmyndasafninu. Leikarinn og leikstjórinn James Franco hefur nú verið sakaður um kynferðislega áreitni og mis- notkun af fimm konum og þar af eru fjórar fyrrverandi nemendur hans í leiklistarskóla í New York, Studio 4. Dagblaðið Los Angeles Times greindi fyrst frá ásök- ununum. Tvær kvennanna, Violet Paley og Sarah Tither-Kaplan, hafa bætt við þær ásakanir sem þær birtu á Twitter eftir að Franco hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í The Disaster Art- ist um síðustu helgi. Franco svar- aði því til í spjallþætti að lýsingar kvennanna á atburðum væru ekki alls kosta réttar en neitaði þó ekki sök. Tither-Kaplan hefur leikið nokkrum sinnum undir stjórn Franco og heldur því fram að hann hafi misnotað vald sitt sem leikstjóri. Hann hafi m.a. fjarlægt plasthlífar af kynfærum leik- kvenna og líkt eftir munn- mökum. Þá mun Franco hafa reiðst þegar fyrrverandi nemendur hans, sem nú eru leik- konur, vildu ekki vera ber- brjósta við tök- ur á atriði sem átti að gerast á nektarstað. Paley átti í stuttu sambandi við Franco fyrir tveim- ur árum og segir hann hafa þvingað hana til munnmaka. Fimm konur saka Franco um misnotkun James Franco TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR AGM þurrir rafgeymar fyrir Start-Stop bíla Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Viðurkenndir af öllum bílaframleiðendum Veldu öruggt start me ð TUDOR ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 6, 8 Sýnd kl. 2, 5, 10 Sýnd kl. 1.40, 3.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.