Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 16
Landspítalinn Fossvogi Lykiltölur í fasteignaskrá Núverandi skráning Háaleitisbrautar 175 Heimild: Þjóðskrá Íslands Kort: openstreetmap.org Teikning: landspitali.is Byggingar Bílastæði Þyrlupallur Lóðarmörk 1 1 2 2 3 3 Fasteignamat Bruna bótamat Hluti Fermetrar Byggingarár Þúsundir kr. Kr./m2 Þúsundir kr. Kr./m2 1 Austurálma 7.500 1960 1.434.100 191.213 2.152.450 286.993 2 Turn 2.183 1960 698.400 319.927 605.150 277.210 3 Norðurálma 7.300 1960 1.181.850 161.897 2.013.500 275.822 Slysadeild 311 1960 48.850 157.074 83.250 267.685 Anddyri 221 1960 32.900 148.869 56.000 253.394 Geymsla 463 1973 33.650 72.678 60.250 130.130 4 Göngudeild 4.880 1978 935.650 191.732 1.583.550 324.498 5 Nýbygging 5.459 1982 1.078.550 197.573 2.591.600 474.739 Sjúkrahús 36 1985 3.750 104.167 5.020 139.444 Sjúkrahús 124 1989 14.450 116.532 24.350 196.371 Samtals 28.477 5.462.150 191.809 9.175.120 322.194 4 4 5 5 Há al ei tis br au t BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanlagt fasteignamat bygginga Landspítalans í Fossvogi er um 5,5 milljarðar. Brunabótamatið er hins vegar samanlagt 9,2 milljarðar. Þetta má lesa úr fasteignaskrá. Um er að ræða tíu byggingar sem voru byggðar í áföngum. Vegna aldurs og sérhæfðrar starf- semi er erfitt að áætla markaðs- verð bygginganna. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands gaf haustið 2014 út skýrsl- una Kostnaður og ábati af smíði nýs Landspítala. Þar var verð- mætið talið hlaupa á milljörðum. „Um leið og nýr spítali er byggður losnar annað húsnæði sem Land- spítalinn notar nú. Mest munar um gamla Borgarspítalann í Fossvogi, en einnig á spítalinn verðmæta eign í Ármúla 1. Giskað er á að 7- 10 milljarðar fáist fyrir þau hús sem losna, á verðlagi í desember 2012, 8-11 [milljarðar] á verðlagi vorsins 2014. Byggingarréttur á lóðum spítalans, sem seldar verða, hefur ekki verið metinn til fjár,“ sagði þar m.a. Vísitala neysluverðs hækkaði um 6,2% frá apríl 2014 til desember 2017. Samkvæmt því er áætlun Háskóla Íslands á verð- mæti bygginganna núvirt 8,5 til 11,7 milljarðar. Matið um 334 milljónir Húsnæðið í Ármúla 1 er skráð 3.338 fermetrar í fasteignaskrá. Samkvæmt fasteignaskrá á félagið FÍ Fasteignafélag slhf. húseign- ina. Ríkissjóður Íslands er hins vegar skráður eigandi Ármúla 1a. Birt stærð Ármúla 1a er 3.862 fermetrar. Fasteignamat er 641,45 milljónir og brunabótamat 783,95 milljónir. Húsið er byggt 1970. Þegar þetta mat er dregið frá áðurnefndri ágiskun Háskóla Ís- lands eru byggingar í Fossvogi metnar á yfir 10 milljarða á nú- virði. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að áformað er að flytja bráða- deild og rannsóknir úr Fossvog- inum í nýjan meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut árið 2023. Það sem eftir verður af starfsemi í Fossvogi á svo að flytja næstu eitt til tvö árin. Haft var eftir Benedikt Olgeirs- syni, framkvæmdastjóra þróunar hjá Landspítalanum, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um notkun bygginga í Fossvogi þegar flutningi sjúkrahússins lýkur. Hann benti hins vegar á að skortur væri á öldrunarrýmum. Tekinn í notkun árið 1967 Landspítalinn í Fossvogi hét upprunalega Borgarspítalinn. Fjallað var um sögu spítalans í Læknablaðinu árið 2014. Greinina ritaði Ólafur Jónsson. Þar er rifjað upp að um það leyti sem síðari heimsstyrjöldinni lauk 1945 hafi verið mikill skortur á sjúkrarúmum. „Vegna stöðu þessara mála skipaði bæjarstjórn nefnd í desember 1948 til undir- búnings byggingu bæjarspítala. Formaður var Sigurður Sigurðs- son (1903-1986) síðar landlæknir. Nefndin lagði til að reist yrði sjúkrahús í Fossvogi fyrir 325 sjúklinga. Teikningar gerðu arki- tektarnir Einar Sveinsson (1906- 1973) og Gunnar Ólafsson (1916- 1959). Þeir kynntu sér sjúkrahús erlendis og leituðu ráða margra aðila varðandi hönnun. Eftir lát Gunnars stóð Einar einn að hönn- un hússins,“ skrifaði Ólafur í greininni. Þar kemur fram að grunnur hússins var grafinn 1952 en aðal- framkvæmdir hófust 1954. Fimm- tán ár hafi liðið frá því fram- kvæmdir hófust þar til starfsemin hófst í húsunum. Hálf öld frá fyrstu innritun „Fyrsti sjúklingurinn var innrit- aður á spítalann 28. desember 1967 og er það talinn stofndagur hans. Þá voru landsmenn um 200.000. Fyrsta heila starfsárið var 1968 og mótaðist og þróaðist starfsemin nánar á næstu tveimur árum. Þegar starfsemi hófst á spítalanum fluttust þangað ýmsar heilbrigðisstofnanir sem reknar voru á vegum borgarinnar: Slysa- varðstofan sem verið hafði í hús- næði Heilsuverndarstöðvarinnar, lyflækningadeild sem var á efri hæðum í sama húsnæði, starfsem- in á sjúkrahúsi Hvítabandsins við Skólavörðustíg, en þar voru eink- um stundaðar skurðlækningar, og geðdeild sem verið hafði í Farsótt- ahúsinu við Þingholtsstræti,“ skrifaði Ólafur um fyrstu árin. Með flutningi starfseminnar úr Fossvogi lýkur því langri sögu. Sjúkrahúsið metið á 10 milljarða  Háskóli Íslands áætlaði verðmæti spítalans í Fossvogi  Bygging spítalans rakin til stofnunar nefndar árið 1948 Morgunblaðið/Hanna Spítalinn í Fossvogi Áformað er að flytja starfsemina á Hringbraut. LSH verður til » Fram kom í greinargerð Ríkisendurskoðunar um sam- einingu sjúkrahúsanna að ríkið yfirtók rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur í janúar 1999. » Með ákvörðun um samein- ingu hafi orðið til Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH). Með samruna spítalanna varð til stærsti vinnustaður landsins með um 5.000 starfsmenn. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! VIAIR Loftdælur, Mikið úrval Tjakkur 2.25T Viðgerðar- kollur, hækkanlegur Mössunarvél Viðgerðarbretti Loftpressa 180L/24L kútur Multitoppur 9-21mm frá 7.495 frá 14.995 4.995 19.9952.485 17.995 7.495 Hleðslutæki í miklu úrvali 6/12/24V. Bílagorma- klemmur 6Amp 4.995 frá 4.995 KPMG birti í ágúst 2015 skýrslu um „forsendur og hagkvæmni þess að staðsetja nýjan spítala við Hring- braut“. Skýrslan var unnin fyrir fé- lagið Nýjan Landspítala ohf. Gunnar Tryggvason, sér- fræðingur hjá KPMG, kom að gerð skýrslunnar. Þar var rifjuð upp könnun VSÓ og borgarinnar á ferðavenjum starfsfólks spítalans á árinu 2008. Þá störfuðu 3.860 manns á fjórum starfsstöðvum spítalans og þar af um 2.400 við Hringbraut. Alls 354 starfs- menn spítalans bjuggu í póstnúm- erinu 101 Reykjavík. Það samsvaraði 9,2% starfsmanna. Fjöldinn var 231 í Vesturbænum, 107 Reykjavík, og 430 í Hlíðunum og Holtunum, 105 Reykjavík. Alls var þetta 17,1% heildarfjölda starfsmanna. Nokkrir álagspunktar Jafnframt fjölluðu skýrsluhöfund- ar um umferðarálag um Miklubraut í vestur, austan Lönguhlíðar. Þar kemur fram að mesta umferð- in sé um klukkan 9 á morgnana, milli kl. 13 og 14 eftir hádegi og milli kl. 17 og 18 í eftirmiðdaginn. Segir þar að gera megi „ráð fyrir að aukning um- ferðar muni valda lækkun hraða rétt fyrir klukkan 8:00 að morgni eins og toppurinn rétt fyrir kl. 9:00 gerir nú“. Mæti fyrr eða seinna Gunnar segir hægt að grípa til tvenns konar mótvægisaðgerða. Annars vegar að láta nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík mæta fyrr, eða seinna, á morgnana. Það dreifi umferðinni. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða muni hægja á umferðarhraða á álagstímum. Hraðinn sé nú minnstur um níuleytið á morgnana og upp úr eitt. „Það kæmi önnur umferðar- teppa klukkan hálfátta á morgnana.“ Fram kom í skýrslunni að spár gerðu ráð fyrir að íbúar landsins yrðu um 356 þúsund árið 2025. Nýjar tölur Hagstofunnar benda til að það hafi verið vanmat. Þannig bjuggu um 347 þúsund manns á landinu í lok þriðja fjórðungs í fyrra og fer fjöld- inn að óbreyttu yfir 350 þúsund í ár. Mikill aðflutningur erlendra ríkis- borgara síðustu ár á þátt í að íbúa- fjöldinn hefur aukist hratt. Uppbyggingin býr til aðra teppu  Nýr spítali kallar á mótvægisaðgerðir Gunnar Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.